Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.08.2016, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 08.08.2016, Qupperneq 41
Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn hóf starfsemi í október 1996 og er því að ljúka sínu tuttugasta starfs- ári. NTV sérhæfir sig í hagnýtu og starfsmiðuðu námi í samvinnu við mörg af leiðandi þekkingar- og ráðgjafarfyrirtækjum landsins. Skólinn er viðurkenndur fræðslu- aðili af mennta- og menningar- málaráðuneytinu og er alþjóðleg prófamiðstöð. Ásamt því að bjóða upp á metnaðarfullt tækninám þá hefur skólinn lengi boðið upp á fjölbreyttar námsleiðir, t.d. skrif- stofu- og bókaranám, rekstrar- nám, ásamt grafík og margmiðl- un. Kennslan er verkefnamiðuð og fer fram í litlum hópum í nánu samstarfi við kennara. Í skólanum getur fólk sótt sér alþjóðlega vott- un í ákveðnum fögum og boðið er upp á styttri námskeið til að sækja sér nýja færni eða til endurmennt- unar. Finnbjörn Þorvaldsson og Jón Arnar Jónsson eru meðal kennara skólans. Báðir eru þeir með langa reynslu í kennslu og úr atvinnu- lífinu auk þess að vera báðir tölv- unarfræðingar, með MCT-vottun (Microsoft Certified Trainer) frá Microsoft og sérfræðingar í hug- búnaðargerð. „Okkar metnaður er að gera nemendur okkar verðmætari fyrir atvinnumarkaðinn á hverjum tíma, svo góða að þeir bestu eigi alltaf að geta fengið vinnu í eðli- legu árferði,“ segir Finnbjörn sem er brautastjóri tæknibrauta skól- ans. „Þetta er mjög metnaðarfullt markmið í tækninámi og við erum mjög ánægð með hvernig okkur hefur tekist upp á síðustu misser- um. Fyrirtækin og markaðurinn gera miklar kröfur og við leggjum mikið á okkur og um leið á nem- endur okkar til að þeim kröfum sé ávallt sem best mætt.“ Sem dæmi nefndi Finnbjörn að skólinn aðlagi og breyti námskrá í tækninám- inu tvisvar á ári. „Það er gríðar- leg vinna sem fæstir skólar leggja í en við teljum þetta nauðsynlegt í þessu síbreytilega fagi. Hvað þró- unina varðar á tæknibrautunum þá erum við alltaf að stíga lengra og lengra í samstarfi við leiðandi íslensk þekkingar- og tæknifyrir- tæki og efla samstarf við alþjóð- leg leiðandi fyrirtæki á sviði hug- búnaðar og tæknilausna,“ sagði Finnbjörn. Hann sagði að ástæðan fyrir þessu væri meðal annars sú að mikilvægi alþjóðlegrar vottun- ar og alþjóðlegra prófa hefur auk- ist og að sama skapi kröfur stærri fyrirtækja um að starfsmenn tölvudeilda öðlist vottun nýrra og breyttra lausna á hverjum tíma til að tryggja gæði og öryggi. NTV býður upp á alla þjónustu í próf- töku og sinnir endurmenntun fyrir starfsmenn tölvudeilda. Kerfisstjóranámið eflist til muna „Stóru fréttirnar í kerfis- og netstjóranáminu hjá okkur eru þær að skólinn er orðinn vottað- ur Cisco Academy og sérstaða okkar að vera með CCIE-vottað- an sérfræðing. Þetta mun efla allt kerfis stjóra námið hjá okkur og styrkja verulega námið á sviði net- og öryggislausna. Við erum að byrja í haust með framhaldsnám- skeið í Cisco Certified Network Professional og höfum þegar feng- ið jákvæð viðbrögð við því enda hefur ekki verið mikið framboð af slíkum námskeiðum hérlendis. Það verður virkilega spennandi að sjá hvernig þetta muni hjálpa okkur að styrkja sérfræðinga í ís- lensku atvinnulífi,“ sagði Finn- björn. Hann bætti við að á sama tíma væri skólinn að efla verulega samstarfið við Microsoft í tengsl- um við námsefni og hugbúnaðar- lausnir sem muni auka gæði náms- ins enn frekar. Að sögn Finnbjarn- ar mun NTV frá og með haustinu bjóða öllum nemendum skólans afnot af Office  365 á meðan á námi stendur sem gefur þeim að- gengi að öllum gögnum hvar og hvenær sem er ásamt því að geta nýtt skýjalausn Microsoft til ann- arra gagnlegra hluta án endur- gjalds. Forritunarnámið í takt við kröfur markaðarins Jón Arnar Jónsson er reyndasti for- ritunarkennari NTV en ásamt því að sinna kennslu starfar hann hjá öflugu alþjóðlegu hugbúnaðarhúsi. Jón Arnar er 38 ára en hefur kennt við skólann í sextán ár eða frá 22 ára aldri. „Þetta er yfirgripsmikið for ritunar nám sem spannar þrjár heilar annir og kennir nemendum alla helstu færniþætti sem forrit- arar þurfa að hafa til að starfa við hugbúnaðarsmíði. Fyrir nemendur er lykilatriði að námið sé í takt við nýjustu þróun á hverjum tíma og að námið sé metið að verðleikum úti á markaðinum,“ segir Jón Arnar og bætir við: „Forritunarnámið okkar er þróað í samstarfi við stór íslensk hugbúnaðarhús til að tryggja að námið taki mið af þörfum markað- arins og nýjustu straumum á hverj- um tíma. Markmið okkar er að nem- andi sem leggur sig fram og skilar góðum námsárangri geti staðið sig vel í starfi sem forritari hjá hugbún- aðarhúsi.“ Hann segir ýmsar breyt- ingar hafa verið gerðar á náminu undanfarið. „Síðasta vetur og nú í vor lögðum við metnaðarfulla vinnu í að aðlaga og breyta forritunarnám- inu og við erum mjög spennt að sjá útkomuna úr því. Leiðir og lausnir í forritun eru síbreytilegar og því þarf námið að vera stöðugt í þróun.“ Eins og í kerfisstjóranáminu byggist hluti forritunarnámsins á kennsluefni frá Microsoft og námið undirbýr nemendur fyrir nokkur alþjóðleg Microsoft-próf. Að sögn Jóns Arnars er hægt að taka öll slík próf hjá NTV því skólinn er jafn- framt alþjóðleg prófa miðstöð. „For- ritunarbrautin er fyrir alla sem hafa áhuga á að starfa við forritun. Fyrsta önnin er jafnframt gagnleg fyrir kerfis stjóra sem vilja gera einfaldari forrit. Þessi námsbraut er ekki hugsuð fyrir reynda for- ritara. Reyndir forritarar gætu þó haft áhuga á Xamarin-námskeið- inu sem hefst á vorönn 2017 og vef- forritunarnámskeiði þar sem lögð er áhersla að kenna notkun á Ang- ular 2. Inntökuskilyrði á brautina er almennt gott tölvulæsi. Nemendur verða að vera færir um lesa náms- efni á ensku, sem er almennt tungu- mál hugbúnaðargeirans,“ sagði Jón Arnar. Hann vill enn fremur koma því á framfæri að fyrir þá sem vilja kynnast forritun en eru ekki vissir um að fagið henti þeim er möguleiki að taka styttra námskeið, Grunn- ur í C#, til að kanna áhuga en svo er hægt að halda áfram beint inn á for ritunar brautina án skuldbinding- ar um framhald. Stóru fréttirnar í kerfis- og netstjóranáminu hjá okkur eru þær að skólinn er orðinn vott- aður Cisco Academy og sérstaða okkar að vera með CCIE-vottaðan sérfræðing.” Finnbjörn Þorvaldsson. Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn fagnar sínu tuttugasta starfsári í ár og Finnbjörn og Jón Arnar eru stoltir af góðum árangri. Jón Arnar Jónsson forritunarkennari hefur kennt við skólann í sextán ár en hann starfar jafnframt hjá alþjóðlegu forritunarhúsi. Finnbjörn Þorvaldsson er brautastjóri tæknibrauta og segir mikilvægt að skólinn aðlagi sig kröfum og þróun á markaði. Markmiðið að gera nemendur verðmætari fyrir vinnumarkaðinn Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn býður upp á fjölbreytt nám og gerir nemendum kleift að sækja alþjóðalega vottun í ákveðnum fögum. Þjónusta við nemendur og ráðgjöf NTV-skólinn er stoltur af því að geta boðið nemendum upp á náms- og starfsráðgjöf því NTV telur mikil- vægt að nemend- ur skólans geti leit- að til fagaðila við val á námsleiðum og til að fá hvatn- ingu og stuðning í náminu. Við skólann er starfandi reyndur náms-og starfsráðgjafi, Ágústa Björnsdóttir. Ágústa segir nemenda- hóp NTV ótrúlega fjölbreytt- an og fjölhæfan og samanstanda bæði af einstaklingum sem eru að stíga sín fyrstu skref í námi og nemendum sem eigi langt nám að baki. Báðir þessir hópar hafa það að markmiði að styrkja færni sína í leik og starfi og margir eru í leit að nýjum og spennandi tækifær- um. „Við lifum í breyti- legum og krefjandi heimi þar sem ein- staklingurinn þarf sí- fellt að uppfæra og endurnýja þekkingu sína og markmið okkar hjá NTV er að bjóða upp á góð tækifæri til þess,“ segir Ágústa. Þeir sem áhuga hafa geta óskað eftir viðtali eða feng- ið nánari upplýsingar um nám og námsleiðir með því að senda póst á agusta@ntv.is. Kynningarblað SKólAr og NáMSKEIð 8. ágúst 2016 11 0 8 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 3 1 -F E 3 0 1 A 3 1 -F C F 4 1 A 3 1 -F B B 8 1 A 3 1 -F A 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.