Fréttablaðið - 08.08.2016, Page 46

Fréttablaðið - 08.08.2016, Page 46
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. 1504 Höggmyndin Davíð eftir Michelangelo er sett upp í Flórens 1521 Tenoktítlan, borg Asteka, fellur í hendur Hernán Cortés og bandamanna hans 1786 Hið 4.808 metra háa Mont Blanc er klifið í fyrsta sinn 1885 Hálf önnur milljón sækir útför Bandaríkjaforsetans Ulysses S. Grant 1896 Lægsta lokun Dow Jones- vísitölunnar verður 28,48 stig 1908 Wright-bræður fljúga flugvél sinni á kappaksturs- brautinni Le Mans 1949 Bútan verður sjálf- stætt ríki 1967 Fulltrúar fimm Suðaust- ur-Asíuríkja undirrita ASEAN- yfirlýsinguna 1969 Iain Macmillan tekur fræga mynd af Bítlunum fyrir plötuumslag Abbey Road 1974 Richard Nixon Bandaríkjaforseti tilkynnir um afsögn sína 1975 26 þúsund manns drukkna þegar Banqiao-stíflan í Kína brestur 1976 Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er stofnuð á Ís- landi 1992 Ísland nær fjórða sæti í handbolta á Ólympíuleikunum í Barcelona  Merkisatburðir Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti í Reykjavík (UMFR) fékk 69 þúsund gesti í júlí og hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá stofnun árið 1987. Flestir komu þann 30. júlí eða 2.700 manns. Gestum UMFR hefur fjölgað um þriðjung á fyrstu sjö mánuðum ársins og eru nú orðnir tæplega 278 þúsund. Mest varð fjölgunin í janúar þegar 66% fleiri ferðamenn komu í miðstöðina en í sama mánuði á síðasta ári. Berghildur Bernharðsdóttir, kynn- ingar- og markaðsstjóri, segir miðstöð- ina þann stað í Reykjavík þar sem flestir erlendir ferðamenn hafa viðkomu og margir ákveða í framhaldinu hvernig Íslandsheimsókninni verði best varið. „Ferðamenn fá þar hlutlausar upp- lýsingar um ferðamöguleika, menn- ingu, afþreyingu og þjónustu á lands- vísu. UMFR gegnir jafnframt mikilvægu hlutverki þegar kemur að öryggi ferða- manna og tryggir að nýjustu upplýsingar séu aðgengilegar ferðamönnum hverju sinni,“ segir Berghildur. UMFR hefur verið í Aðalstræti 2 frá árinu 2003 en flytur í haust í Ráðhús Reykjavíkur. Höfuðborgarstofa rekur Upp- lýsingamiðstöð ferðamanna með fé frá Reykjavíkurborg og Ferðamálastofu og þar starfa 30 manns. Upplýsingamiðstöðin leikur að sögn Berghildar stórt hlutverk í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu undir merkjum Reykjavík loves. Mark- mið er að kynna ný svæði fyrir ferða- mönnum og minnka álag á viðkvæma staði í borgarlandinu. „Með því að dreifa ferðamönnum nýtist afþreying og þjónusta á svæðinu í heild,“ segir Berghildur. fanney@frettabladid.is Svala forvitni ferðamanna Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík hefur tekið á móti nær 300 þúsund gestum í ár og veitt upplýsingar um ferðamöguleika, menningu, afþreyingu og þjónustu í landinu. Þennan dag fyrir átta árum léku um fjórtán þúsund Kínverjar listir sínar á setningarathöfn Sumarólympíuleikanna í Peking. Athöfnin fór fram í Fuglshreiðrinu svokallaða og gengu keppendur frá 204 löndum inn á leikvanginn. Þá höfðu aldrei fleiri þjóðir tekið þátt. Eftir setningarathöfnina sagði Guð- mundur Guðmundsson, þáverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í hand- bolta, við Morgunblaðið að handbolta- landsliðið gæti unnið öll liðin á Ólympíu- leikunum. Sú varð næstum því raunin. Eftir setningarathöfnina léku strákarnir okkar við Rússa og unnu þann leik með 33 mörkum gegn 31 marki Rússa. Næst unnu strákarnir okkar Þjóðverja með 33 mörkum gegn 29 áður en þeir töpuðu naumlega fyrir Suður-Kóreu. Þá töpuðu þeir öðrum leiknum í röð gegn Dönum áður en þeir náðu jafntefli við Egypta. Við tók útsláttarkeppnin þar sem Ísland vann Pólland 32-30 í átta liða úrslitum. Vannst svo glæstur sigur á spænska liðinu, 36-30 og þar með var miðinn í úrslitin tryggður. Sá leikur reyndist þó of stór biti fyrir Íslendinga og uppskáru strákarnir silfur í mótinu, besti árangur Íslands í handbolta á Ól- ympíuleikum til þessa. Þ ettA G e R ð i st : 8 . áG ú st 2 0 0 8 Sumarólympíuleikarnir settir í Peking Íslenska handboltalandsliðið uppskar silfur á ÓL í Peking árið 2008. Nærri þrjú hundruð þúsund gestir hafa heimsótt Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík á þessu ári. FRéttabLaðið/aNtoN bRiNK Með því að dreifa ferðamönnum nýtist afþreying og þjón- usta á svæðinu í heild. Berghildur Bernharðsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, María Sigurbjörnsdóttir Beykilundi 12, Akureyri, lést á Landspítalanum þann 1. ágúst. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 9. ágúst klukkan 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar. Guðmundur Guðlaugsson Soffía Björk Guðmundsdóttir Steinunn Margrét Guðmundsdóttir Ásdís Elva Guðmundsdóttir Þorvaldur Guðmundsson, Agnes Smáradóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Guðmundsson rafverktaki og kaupmaður, síðast til heimilis í Eirarhúsum, lést 28. júlí. Útförin fer fram í Grafarvogskirkju 10. ágúst kl. 13.00 Guðmundur Gunnarsson Helena Sólbrá Kristinsdóttir Kristín Gunnarsdóttir Óli Már Aronsson Auðun Örn Gunnarsson Hjördís Guðnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. 8 . á g ú s t 2 0 1 6 M á N U D A g U R6 t í M A M ó t ∙ F R É t t A B L A ð i ð tíMaMót 0 8 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 3 2 -1 B D 0 1 A 3 2 -1 A 9 4 1 A 3 2 -1 9 5 8 1 A 3 2 -1 8 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.