Fréttablaðið - 27.09.2016, Side 30

Fréttablaðið - 27.09.2016, Side 30
 Trukkurinn er þó ekki aðeins auðveldur í flutn- ingi, hann á einnig að geta tekist á við erfiða vegi og geta flutt þungan farm á borð við drykkjarvatn og byggingarefni. Þó heildarlengd bílsins sé minni en jeppa af lengri gerð getur hann samt borið farm upp að 1.900 kg. Þá geta setið í honum allt að 13 far- þegar. Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Trukkurinn er hannaður til að þola erfiða vegi.Afturhlerann má taka af og nota sem ramp. OX trukkurinn er hannaður af bifreiðaverkfræðingnum Gord­ on Murray fyrir Global Vehicle Trust (GVT). Ætlunin er að nota trukkinn á afskekktum svæð­ um Afríku og í öðrum þróunar­ löndum til að flytja bæði neyðar­ gögn og annað nauðsynlegt. Þar sem nota á trukkinn víða um lönd var lykilforsenda við hönnun hans að auðvelt væri að flytja hann á milli landa. Lausn Murrays var að útbúa bíl­ inn þannig að hægt væri að pakka honum í flatar einingar. Bílinn má því brjóta saman á nokkuð auðveld­ an máta en GVT segir það vera al­ gera nýjung í heiminum. Samkvæmt GVT tekur það þrjár manneskjur undir sex tímum að pakka bílnum saman fyrir flutning. Þegar trukkarnir koma á áfanga­ stað eru þarlend sérhæfð fyrirtæki fengin til að setja þá saman á ný og sjá um viðhald þeirra. Þrír þjálfað­ ir starfsmenn geta sett OX saman á um það bil tólf tímum. Trukkurinn er þó ekki að­ eins auðveldur í flutningi, hann á einnig að geta tekist á við erf­ iða vegi og geta flutt þungan farm á borð við drykkjarvatn og bygg­ ingarefni. Þó heildarlengd bíls­ ins sé minni en jeppa af lengri gerð getur hann samt borið farm upp að 1.900 kg. Þá geta setið í honum allt að 13 farþegar. Bílstjórinn situr fyrir miðju bílsins og farþegasæti eru sitt til hvorrar handar hans. Þannig er hægt að nota bílinn hvort sem er í vinstri­ eða hægrihandarumferð. Afturhlera bílsins er hægt að taka af og nota sem skábraut til að koma farmi um borð í trukk­ inn. Bekki inni í bílnum má losa og setja undir dekkin þegar undir­ lagið er mjúkt og erfitt yfirferðar. GVT leitar nú eftir fjárhagsleg­ um stuðningi til að ljúka prófunum á bílnum og koma honum í fram­ leiðslu. Hönnuðurinn Gordon Murray við einn af OX bílunum. Bílnum má pakka saman í flata einingu sem auðvelt er að flytja milli landa. Trukkur sem pakka má saman OX er heimsins fyrsti trukkur sem hægt er að pakka í flatar pakkningar. Trukkurinn er hannaður til að flytja hjálpargögn í þróunarlöndum. BÓKLEGT VINNUVÉLANÁM Á NETINU NÁM SEM GEFUR RÉTT TIL PRÓFS Á ALLAR GERÐIR OG STÆRÐIR VINNUVÉLA OPIÐ ALLAN SÓLAHRINGINN vinnuvelaskolinn.is VöruBílAr OG VinnuVélAr Kynningarblað 27. september 201612 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B 2 -D 8 6 4 1 A B 2 -D 7 2 8 1 A B 2 -D 5 E C 1 A B 2 -D 4 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.