Fréttablaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 2 8 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 2 7 . s e p t e M b e r 2 0 1 6 26. nóvember kl. 20.00 Jólatónleikar í Grafarvogskirkju Miðala á miði. Fréttablaðið í dag sKOðun Jón Sigurðsson skrifar um aflandsreikninga. 12 spOrt Ætla að endurheimta gullið á Evrópumótinu í hópfim- leikum. 14 tÍMaMót Kvennakór Reykja- víkur stóð sig með prýði í alþjóðlegri kórakeppni. 16 lÍfið Götutískan olli engum von- brigðum á tískuvikunni í London sem lauk í gær. 24 plús 2 sérblöð l fólK l  vörubÍlar Og vinnuvélar *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 HeilbrigðisMál  Taka á mikla fjár- muni út úr heilsugæslustöðvum sem reknar eru af opinbera kerfinu á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir einkavæðingu heilsugæslukerfis- ins. Þetta er mat Ófeigs Tryggva Þor- geirssonar, svæðisstjóra og fag stjóra lækninga hjá Heilsugæslunni í Grafar- vogi. Hann sér fram á að skera niður um sextíu milljónir í þegar fjársveltu kerfi. Hann telur að féð fari í að fjár- magna einkareknar stöðvar, og segist óttast meiri þynningu á þjónustu í kjölfar þess. Verið er að breyta fjármögnun heilsugæslustöðva á höfuðborgar- svæðinu og einkavæða kerfið að hluta. Opna á tvær nýjar heilsugæslu- stöðvar og taka upp nýtt greiðslu- fyrirkomulag þar sem fjármagn á að fylgja skjólstæðingum að sænskri fyrirmynd. Þetta á að tryggja réttlát- ari dreifingu rekstrarfjár til starfsemi heilsugæslustöðva. „Ríkið gerir kröfulýsingu um starf- semina og borgar stofnkostnaðinn, einkaaðilar reka svo starfsemina á sínum forsendum,“ segir Ófeigur. „Það sem við höfum verulegar áhyggjur af, eftir að hafa séð fyrstu útreikninga, er að það sé ekki að koma fé inn í heilsugæsluna til að standa undir þessum breytingum, það eigi eingöngu að dreifa fénu á fleiri staði. Þetta þýðir niðurlagningu starfa í kerfi sem nú þegar er búið að tálga inn að beini, sem er fullkomlega óásættanlegt,“ segir Ófeigur. Ófeigur telur að þetta muni vinna þvert á endurreisn heilsugæslustöðvanna undanfarið ár, og muni auka álag á spítalana aftur. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn um þetta mál segir að í fjár- lögum ársins 2016 hafi verið miðað við að tvær til þrjár nýjar heilsu- gæslustöðvar tækju til starfa undir lok þessa árs og var gert ráð fyrir fjár- mögnun þeirra í þrjá mánuði 2016. Þau áform frestuðust. Tvær nýjar stöðvar taka til starfa 1. febrúar árið 2017. Það reyni því ekki á fjármögnun vegna þeirra fyrr en þá. Í tengslum við breytingar á heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins og innleiðingu á nýju greiðsluþátttökukerfi kom fram vilji til að styrkja heilsugæsluna um 300 til 400 milljónir króna á næsta ári. Nýtt kerfi miðist við að stöðvar fái greitt fyrir þá þjónustu sem þær veiti og því verði allar stöðvarnar jafnsettar þegar kemur að fjármögnun þeirra, óháð rekstrarformi. saeunn@frettabladid.is Óttast að heilsugæslustöðvar verði fjársveltar með einokun Svæðis- og fagstjóri lækninga hjá Heilsugæslunni í Grafarvogi segir heilsugæslustöðvar sjá fram á verulegan niðurskurð vegna nýs greiðslufyrirkomulags. Hann segir að verið sé að einkavæða kerfið með því að þynna út fjármögnun heilsugæslustöðva. Vilji er til að styrkja heilsugæsluna um 300-400 milljónir á næsta ári. Þetta þýðir niður- lagningu starfa í kerfi sem nú þegar er búið að tálga inn að beini. Ófeigur Tryggvi Þor- geirsson, fag stjóri lækninga hjá Heilsu- gæslunni í Grafarvogi saMfélag Geir Þorsteinsson, for- maður KSÍ, segir að sambandið hafi reiknað með auknum launa- kostnaði í kringum Evrópumótið í fótbolta, hvort sem það yrðu ráðnir fleiri starfsmenn eða núverandi starfsmenn fengju aukamánuð greiddan vegna álags sem fylgdi mótinu. Í gær sagði Fréttablaðið frá því að KSÍ hefði samþykkt að greiða formanninum einnig slíkar greiðslur. „Ég gerði tillöguna um launauppbótina og síðar bar Gylfi [Orrason, formaður fjárhags- nefndar KSÍ, innsk. blm.] upp til- lögu um formanninn. Þá vék ég af fundinum. Ég gat ekki borið fram tillögu um sjálfan mig,“ segir Geir. „Heimildirnar fyrir þessum greiðsl- um eru í fjárhagsáætlun sambands- ins frá ársþinginu,“ sagði hann. - bbh Gert var ráð fyrir auknum launakostnaði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra pússar gleraugun á meðan eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í gær. Töluvert var rætt um heilbrigðis- mál í ræðum stjórnarandstöðunnar og jafnvel sagt að Kristján sæi ekki vandamálin. Þá er allavega gott að eiga hrein gleraugu. fréttablaðið/eyÞór 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A B 2 -7 F 8 4 1 A B 2 -7 E 4 8 1 A B 2 -7 D 0 C 1 A B 2 -7 B D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.