Fréttablaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 38
„Verkinu átti að ljúka í desem ber
2016 samkvæmt fyrstu áætlun-
um en verulegar tafir hafa orðið
á verkinu vegna mikils vatnsaga
og hruns í misgengissprungu í
göngunum, Fnjóskadalsmegin.
Núna má reikna með að gegnum-
slagi verði náð í janúar 2017 og
verklok þá um 15 mánuðum síðar
í mars eða apríl 2018,“ segir Val-
geir Bergmann, talsmaður Vaðla-
heiðarganga hf.
Beðinn um að lýsa daglegum
verkferli í grófum dráttum segir
hann þriggja arma borvagninn
Sandvik DT1131 þá vinnuvél sem
mest sé notuð við framkvæmdina.
Milli fimmtíu og sextíu manns
vinna að framkvæmdinni og í bor-
genginu eru sex manns.
„Borgengið vinnur á tveimur
vöktum. Þá vinnur fjöldi starfs-
manna fyrir utan göngin, mæl-
ingamenn, tæknimenn, skrifstofu-
fólk, mötuneyti, vélamenn í vega-
vinnu utanganga, malarvinnslu og
fleiru. Fyrir hönd verkkaupa er
oftast einn eftirlitsmaður ávallt á
vakt en í heild eru eftirlitsmenn
og umsjónarmenn verkkaupa um
5-6 verk- og tæknifræðingar,“ út-
skýrir Valgeir.
„Borvagninn borar á milli 130
til 150 holur, 5 metra djúpar, í
stafninn. Sprengiefni er sett í hol-
urnar og sprengt. Þá er loftað út,
efni mokað með stórri hjólaskóflu
á 4 til 5 búkollur sem notaðar eru
til keyra efnið út. Þegar búið er að
hreinsa allt efni út og passa upp
á að allir lausir steinar í vegg og
lofti séu skrotaðir niður kemur
sprautuvagn að stafni og þrífur
með vatni. Þá er um það bil 8 til 10
sm þykkri steypu sprautað á loftið
og aðeins niður á veggi. Borvagn-
inn kemur þá aftur að og borar
fyrir 4 til 6 metra löngum berg-
boltum. Boltarnir eru steyptir
fastir til að tryggja öruggt vinnu-
svæði og síðan hefst borun fyrir
sprengiefni í stafninn sjálfan að
nýju. Ef vel gengur er sprengt
tvisvar á dag og göngin lengjast
þá um 10 metra þá daga. Meðal-
afköst í íslenskum jarðgöngum
eru 40-60 metrar á viku á einum
stafni.“
Göngin lengjast
um 5 til 10
metra á dag
Sandvik borvagn DT1131 er sú vinnuvél sem mest
mæðir á við gerð Vaðlaheiðarganga en vagninn
borar fyrir sprengiefni, stundum tvo umganga á dag.
Valgeir Bergmann, talsmaður Vaðlaheiðarganga hf.,
segir verklok áætluð á vormánuðum 2018.
Borgengið vinnur
á tveimur vöktum. Þá
vinnur fjöldi starfs-
manna fyrir utan
göngin, mælingamenn,
tæknimenn, skrif-
stofufólk, mötuneyti,
vélamenn í vegavinnu
utanganga, malar-
vinnslu og fleiru.
Valgeir Bergmann, talsmaður
Vaðlaheiðarganga hf.
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@365.is
Sú vinnuvél sem er mest notuð við framkvæmdirnar er þriggja arma borvagn frá Sandvik DT1131. Borvagninn borar um það bil
130 til 150 holur, 5 metra djúpar, í stafninn. Sprengiefni er sett í holurnar og sprengt. mynDiR/ValGeiR BeRGmann
Þegar búið er að sprengja og lofta út mokar hjólaskófla lausa efninu á bíla.
Fjórar til fimm búkollur keyra efnið út úr göngunum þegar búið er að sprengja.milli 50 og 60 manns vinna við gerð Vaðlaheiðarganga.
S: 5272600 - www.velavit.is
Varahlutir - Viðgerðir
Vélavit
Sala Þjónusta
Við sérhæfum okkur í JCB, Hydrema, Iveco,
New Holland, Case og nú:
Hafið samband og við aðstoðum
við að útvega réttu varahlutina.
Útvegum varahluti í flestar gerðir traktora og vinnuvéla.
Einnig olíuverk í flestar gerðir bíla og tækja.
NÝTT OG
BETRA APP
Smelltu þér á Fréttablaðsappið og
lestu blaðið í símanum eða
spjaldtölvunni
hvar og hvenær
sem er.
Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum
VöRuBílaR oG VinnuVélaR Kynningarblað
27. september 201620
2
7
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:5
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
B
2
-A
2
1
4
1
A
B
2
-A
0
D
8
1
A
B
2
-9
F
9
C
1
A
B
2
-9
E
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
7
2
s
_
2
6
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K