Fréttablaðið - 27.09.2016, Side 60

Fréttablaðið - 27.09.2016, Side 60
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Vigfús Guðmundsson (Bói) húsasmíðameistari, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 10. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Steingrímur Vigfússon Margrét Björnsdóttir Guðmundur Vigfússon Guðrún Brynjúlfsdóttir Jónas Vigfússon Kristín Thorberg Þór Vigfússon Björg Helgadóttir Birgir Vigfússon Hera Sveinsdóttir Björn Vigfússon Sangita Baniya Gunnella Vigfúsdóttir Andri Þorsteinsson og afabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, unnusta, dóttir og systir, Dagný Ívarsdóttir lést á Landspítalanum þann 16. september. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 30. september kl. 13. Unnar Andri Unnarsson Berglind Marín Ólafsdóttir Sandra Ýr Unnarsdóttir Harpa Rut Bjarnadóttir Thomsen Kristján Magnússon Lovísa Tómasdóttir Ívar S. Guðmundsson Karitas Ívarsdóttir Aldís Ívarsdóttir Guðmundur Birgir Ívarsson Líney Björk Ívarsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, Björgvin Kristófersson rafvirkjameistari, Fróðengi 1, Reykjavík, lést laugardaginn 17. september síðastliðinn. Jarðarförin fer fram miðvikudaginn 28. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Ragnheiður S. Jónsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför Unnar Kolbeinsdóttur Sérstakar þakkir til starfsfólks Eirar og Útfararstofu Íslands. Ingi Tryggvason, Kolbeinn, Þórunn, Jón, Guðbjartur, Guðrún Sigríður og Katrín Sigurðarbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Aðalheiður Friðbertsdóttir frá Súgandafirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þann 22. september sl. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki Sóltúns fyrir alúðlega umönnun og hlýju. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 29. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á MS-félagið. Erlingur Óskarsson Rósa Hrönn Hrafnsdóttir Sigríður Óskarsdóttir Kristján Albert Óskarsson Þórdís Zoëga Aðalheiður Ósk Óskarsdóttir Benedikt Jónsson og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, Magnúsína Sigurðardóttir Sorning (Bía) Vogatungu 89, Kópavogi, lést á líknardeild LSH í Kópavogi sunnudaginn 25. september. Fyrir hönd aðstandenda, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Halldór Ejner Malmberg áður Otrateig 6, lést að morgni 23. september á Hrafnistu í Reykjavík. Sigríður O. Malmberg og fjölskylda. „Við kepptum í kirkjutónlist, þjóðlaga- tónlist, poppi og katalónskri tónlist. Tókum poppflokkinn bara til gamans og urðum í 2. sæti. Árangurinn í keppninni allri fór langt fram úr okkar björtustu vonum og er stór rós í okkar hnappa- gat.“ Þetta segir Rósa Benediktsdóttir, formaður Kvennakórs Reykjavíkur, sem tók nýlega þátt í kórakeppni í Lloret de Mar á Spáni og fékk gullviðurkenningar í öllum flokkum sem hann keppti í. Það eru samt ekki gullverðlaun að sögn Rósu sem útskýrir hvernig fyrirkomulagið er í svona keppnum. „Ef kór fær milli 80 og 100 stig í einhverjum flokki þá er gefin gullviðurkenning og svo raðast í sæti innan hvers flokks. Við náðum 2., 3. og 4. sæti í þremur af þessum fjórum flokkum.“ Hún segir fjölmarga kóra hafa tekið þátt, sumir þeirra hafi atvinnu af söng. „Þetta var hörð keppni, flottir kórar frá fjórtán löndum, kvennakórar, karla- kórar, blandaðir kórar, ungmennakórar og að minnsta kosti einn barnakór. Hver kór söng sína lotu fyrir framan alþjóða- dómnefnd, skipaða doktorum og pró- fessorum, meðal annars frá Rússlandi, Tékklandi og Íslandi. Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju og stjórnandi Mótettukórsins, var í dómnefndinni. Mótettukórinn hefur einn íslenskra kóra tekið þátt í þessari keppni áður og fram til þessa árs hafði hann staðið sig best allra og hlotið Grand Prix verðlaun. Það er eftir Íslandi tekið. Í kórnum eru 46 konur á aldrinum 30 til rúmlega sjötugs. Stjórnandi  er hin ungverska Ágota Joó. Um undirleik sér Vilberg Viggósson, eiginmaður hennar. „Ágota hefur þennan austurevrópska metnað, hún er mjög fær og vakti mikla athygli úti fyrir öguð vinnubrögð,“ segir Rósa. „Svo reyndar sungum við líka á tónleikum í dómkirkjunni í Barselóna. Vorum einn þriggja kóra sem voru valdir til að taka þátt í þeim tónleikum.“ gun@frettabladid.is Það er eftir Íslandi tekið Kvennakór Reykjavíkur fékk gulleinkunn í öllum flokkum sem hann keppti í á kóramóti á Spáni nýlega og í þremur þeirra náði hann 2., 3. og 4. sæti.  Kvennakór Reykjavíkur keppti í fjórum flokkum af fimm í alþjóðlegri kórakeppni í Lloret De Mar og fékk gulleinkunn í þeim öllum. Ágota hefur þennan austurevrópska metn- að, hún er mjög fær og vakti mikla athygli úti fyrir öguð vinnubrögð. 2 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r16 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð tímamót 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A B 2 -B F B 4 1 A B 2 -B E 7 8 1 A B 2 -B D 3 C 1 A B 2 -B C 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.