Fréttablaðið - 29.08.2016, Side 4

Fréttablaðið - 29.08.2016, Side 4
Skólastjórar funda vegna sundferða dæmds barnaníðings Beltone Legend™ Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.Bel to ne L eg en d ge ng ur m eð iP ho ne 6 s og e ld ri ge rð um , i Pa d A ir, iP ad (4 . k yn sl óð ), iP ad m in i m eð R et in a, iP ad m in i og iP od to uc h (5 . k yn sl óð ) m eð iO S eð a ný rr a st ýr ik er . A pp le , i Ph on e, iP ad o g iP od to uc h er u vö ru m er ki s em ti lh ey ra A pp le In c, s kr áð í Ba nd ar ík ju nu m o g öð ru m lö nd um . Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Kjaramál Fordæmalaus fjöldi kvartana er á borði Flugfreyjufé- lags Íslands frá flugliðum WOW air. Kvartanirnar snúa aðallega að meintu broti á kjarasamningum varðandi hvíldartíma flugliða. Þetta staðfestir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, en hún telur WOW air brjóta reglur um hvíldartíma með því að fara gegn ákvæðum kjarasamnings. Samkvæmt kjarasamningi eiga flugliðar ekki að vera með vinnu- plan í fleiri en sex daga í röð. Regl- urnar eru ekki nýjar en þær hafa verið í kjarasamningum við aðra flugrekendur í tugi ára. Flugfreyjufélag Íslands hefur ítrekað bent WOW air á hið meinta brot en flugfélagið túlkar samning- inn á annan veg. „Þau nota hvíldar- ákvæði sem samið er um í kjara- samningi sem tækifæri til að brjóta upp sex dagana. Hvíldardagur hefur aldrei verið túlkaður sem lög- bundinn frídagur. Vaktahvíld á milli fluga á ekki að brjóta upp sex daga regluna.“ Þá hefur ASÍ einnig gripið inn í og sendi WOW air greinargerð á dög- unum þar sem fram kemur það mat að brotið sé á flugliðum. Þetta stað- festir Halldór Oddsson, lögfræðing- ur hjá ASÍ, og segir að ASÍ taki undir röksemdir Flugfreyjufélagsins. Engar kvartanir hafa borist frá flugliðum Icelandair. „Þetta hefur alltaf verið virt af Icelandair í gegn um árin.“ Sigríður tekur dæmi um flugliða sem fer í flug til Evrópu á mánu- degi og þriðjudegi. Næst er flug til Bandaríkjanna á miðvikudegi. Flugliðinn kemur heim á föstu- degi og ætti þá að fá tveggja nátta hvíld. „WOW air hefur ekki fylgt því og hefur sent flugliða í annað flug næsta dag. Flugliðar ættu ekki að mega fara fyrr en á sunnudeginum. Þarna eru þau að vinna í sjö daga í röð sem má ekki.“ Til skoðunar er að ganga lengra í málinu. „Á næstunni munum við skoða hvort farið verði í einhverjar aðgerðir eða með málið fyrir félags- dóm. Ásetningsbrot aðila á samningi getur vikið friðarskyldu til hliðar.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins veigra sumir flugliðar sér við að kvarta vegna málsins þar sem þeir hræðist það að það hafi áhrif á framtíð þeirra hjá fyrirtækinu. Sigríður segist hafa heyrt af þessu. „Þetta er auðvitað bara ein aðferða- fræði í ógnunarstjórnun, að fólki finnist það ekki geta leitað réttar síns.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýs- ingafulltrúi WOW air segir félag- ið hafna því alfarið að reglur um hvíldar tíma flugliða séu ekki virtar hjá félaginu. „WOW air fylgir í starf- semi sinni opinberum reglum um flug- og vinnutímamörk og hvíldar- tíma flugliða. Allar vaktaskrár eru í samræmi við reglurnar og er öllum flugliðum veittur hvíldartími í sam- ræmi við reglurnar og ákvæði kjara- samnings.“ andri@frettabladid.is Fordæmalaus fjöldi kvartana Mörg mál eru á borði Flugfreyjufélags Íslands frá flugliðum WOW sem telja reglur um hvíldartíma brotnar. WOW túlkar kjarasamning á annan hátt en ASÍ og Flugfreyjufélagið. WOW neitar ásökununum. Flugfreyjur hjá WOW telja að flugfélagið brjóti gegn rétti þeirra til hvíldartíma. Á næstunni munum við skoða hvort farið verði í einhverjar aðgerðir eða með málið fyrir félagsdóm. Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands lögreglumál Rannsókn á máli nígerísks hælisleitanda sem hand- tekinn var þann 23. júlí í fyrra, grunaður um að hafa smitað konur vísvitandi af HIV-veirunni, er lokið. Málið hefur verið sent til héraðs- saksóknara sem vinnur nú að því að fara yfir gögn málsins. Lögregla hafði óskað eftir gögnum erlendis frá vegna rannsóknar máls- ins og er það meðal annars ástæða þess hve langan tíma rannsóknin hefur tekið. Staðfest er að maðurinn smitaði tvær konur hér á landi. „Nú metum við hvort málið sé líklegt til sakfellingar eða ekki og vonum að það verði fyrr en síðar,“ segir Margrét Unnur Rögnvalds- dóttir saksóknari. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins teygði rannsókn lögreglu sig til Sviss en lögregluyfirvöld þar í landi heimsóttu fyrrverandi kær- ustur mannsins og yfirheyrðu þær. – ngy Rannsókn á HIV-máli lokið Staðfest er að maðurinn hafi smitað tvær konur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Samfélag Fjórir skólastjórar í grunnskólum í Kópavogi hafa fundað með forstöðumanni Sala- laugar vegna óánægju foreldra með að börn þeirra þurfi hugsanlega að vera í skólasundi á sama tíma og dæmdur barnaníðingur. Sigurður Ingi Þórðarson, sem stundum hefur verið kallaður Siggi hakkari, var í fyrra dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Hann hefur undan- farið sést í Salalauginni en hann gengur nú laus með ökklaband. Hann hefur aðeins afplánað um þriðjung af dómi sínum. „Um leið og ég vissi af þessu fór ég strax að kanna málið og óskaði þá eftir fundi. Við urðum strax öll sam- mála um að hittast og fara yfir það hvað við getum gert til að tryggja öryggi barnanna,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, en hann átti fyrst fund með bæjaryfir- völdum og forstöðumanni laugar- innar á miðvikudaginn. Degi síðar funduðu skólastjórar hinna þriggja skólanna með Hafsteini. Á fundunum var ákveðið að fylgst yrði með öllum hópum í skólasundi en ekki aðeins þeim yngstu eins og verið hefur. Þá mun fylgdarmaður fara út með börnunum í baðklefa. Auk þess var ákveðið að herða gæslu í sundlauginni. „Við erum að bæta við starfsmönnum og þann- ig verða fleiri að fylgjast með. Það verða fleiri starfsmenn á okkar vegum og þá er sundlaugin líka að herða gæsluna hjá sér,“ segir Haf- steinn og bætir við að það sama muni gilda um hina skólana. – ngy Um leið og ég vissi af þessu fór ég strax að kanna málið og óskaði þá eftir fundi. Við urðum strax öll sammála um að hittast og fara yfir það hvað við getum gert til að tryggja öryggi barnanna. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla 2 Tvær konur smituðst af HIV eftir samræði við manninn. 2 9 . á g ú S t 2 0 1 6 m á N u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 9 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 6 1 -1 5 1 8 1 A 6 1 -1 3 D C 1 A 6 1 -1 2 A 0 1 A 6 1 -1 1 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.