Fréttablaðið - 29.08.2016, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.08.2016, Blaðsíða 14
Hvað gerðu Gylfi og Jói Berg? Gylfi Þór Sigurðs- son var að vanda í byrjunarliði Swansea en fór af velli á 59. mínútu í tapinu fyrir Lei- cester. Jóhann Berg Guðmundsson spilaði síðustu 33 mínúturnar í tap- leiknum gegn Chelsea. Stærstu úrslitin Það var kominn smá órói hjá Arsenal eftir fyrstu tvo leikina. Enginn sigur og engir leik- menn að koma. Sigurinn gegn Wat- ford var því afar kærkominn fyrir leikmenn og stuðningsmenn. Hetjan Marcus Rashford kom af bekknum hjá Man. Utd og bjargaði því að United fékk öll stigin þrjú með flautumarki undir lokin. Í dag 21.00 Messan Sport 2 Nýjast Man. City 3 – 1 West Ham WBA 0 – 0 Middlesbr. Tottenham 1 – 1 Liverpool Southampton 1 – 1 Sunderland Leicester 2 – 1 Swansea Everton 1 – 0 Stoke City C. Palace 1 – 1 Bournemouth Chelsea 3 – 0 Burnley Watford 1 – 3 Arsenal Hull City 0 – 1 Man. Utd Efst Man. City 9 Chelsea 9 Man. Utd. 9 Everton 7 Hull City 6 Neðst Sunderland 1 C. Palace 1 Watford 1 Bournemouth 1 Stoke City 1 Enska úrvalsdeildin í ágúst og septembe DAGAR YFIR 320 VÖRUR YFIR 140 VÖRUR YFIR 200 VÖRUR YFIR 440 VÖRUR YFIR 310 VÖRUR YFIR 430 VÖRUR YFIR 350 VÖRUR YFIR 130 VÖRUR YFIR 230 VÖRUR GERÐU ÓTRÚLEG KAUP! Mikið úrval af vörum frá 50 krónum. Bætum við nýjum vörum daglega. Markaðsstemning Fjöldi annarra tilboða á Markaðsdögum. Pepsi-deild karla Breiðablik - Stjarnan 2-1 1-0 Arnþór Ari Atlason (10.), 1-1 Halldór Orri Björnsson (11.), 2-1 Höskuldur Gunnlaugs- son (90.). ÍBV - Þróttur 1-1 1-0 Elvar Ingi Vignisson (9.), Aron Þórður Albertsson (72.). Þróttur færist nær fallinu en ÍBV er langt frá því að vera sloppið. ÍA - Víkingur R. 2-0 1-0 Garðar Bergmann Gunnlaugsson (4.), 2-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson (33.). Garðar er búinn að skora 14 mörk í sumar. Fjölnir - Fylkir 1-1 0-1 Alvaro Montejo Calleja (55.), 1-1 Ingimundur Níels Óskarsson (90.+5). Jöfnunarmark Fjölnis kom með síðustu spyrnu leiksins. Grátlega svekkjandi fyrir Fylki sem vantar sárlega þrjú stig. Víkingur Ó. - FH 0-2 0-1 Atli Viðar Björnsson (44.), 0-2 Emil Pálsson (62.). Síðara mark FH var umdeilt enda óljóst hvort boltinn fór inn fyrir línuna. FH sagði mark en Ólsarar sögðu auðvitað ekki mark. Valur - KR 2-0 1-0 Kristinn Freyr Sigurðsson, víti (73.), 2-0 Kristinn Freyr Sigurðsson (88.). KR-ingurinn Skúli Jón Friðgeirsson sá rautt í stöðunni 0-0. Efst FH 37 Breiðablik 30 Valur 28 Fjölnir 28 ÍA 28 Stjarnan 27 Neðst Víkingur R. 24 KR 23 Víkingur Ó. 19 ÍBV 18 Fylkir 14 Þróttur 9 Meistaradeild kvenna Cardiff - Breiðablik 0-8 Rakel Hönnudóttir 2, Svava Rós Guðmundsdóttir 2, Fanndís Friðriksdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Ester Rós Arnarsdóttir. Dramatík er bikarmeistarar Vals unnu nágrannaslaginn gegn KR Valsarinn Andri Adolphsson sótti umdeilt víti í leiknum. Valur komst yfir í leiknum með marki úr vítaspyrnunni. FRéttABlAðið/HANNA fótBolti „Við komum mjög vel undirbúnar fyrir leikinn. Þjálfar- arnir sögðu við okkur að þetta væri hörkulið þannig að við vorum vel gíraðar og keyrðum yfir þær í fyrri hálfleik,“ segir Blikastúlkan Hall- bera Guðný Gísladóttir en Blikar unnu í gær riðil sinn í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þær urðu að vinna lokaleik sinn gegn Cardiff Met og það helst sannfærandi þar sem líklegt var að markatala myndi skera úr um sigurvegara riðilsins. Blikastúlkur svöruðu kalli þjálfara sinna með því að skora sex mörk á fyrsta hálf- tímanum og vinna leikinn 8-0 að lokum. Þær eru því komnar í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þær spiluðu hörmulegt leik- kerfi á móti okkur. Vængirnir voru galopnir og það var veisla fyrir okkur Fanndísi og Svövu á vængjunum. Við áttum annars mjög góðan leik. Það er langt síðan boltinn hefur flotið svona vel hjá okkur og svo kláruðum við færin almennilega. Það hefur aðeins vantað upp á það,“ segir Hallbera. Blikastúlkur gerðu 1-1 jafntefli við Spartak Sub- otica í fyrsta leik sínum. Voru með mikla yfir- burði en fengu á sig jöfnunarmark í lokin. Það gerði riðilinn enn meira spennandi og því réð markatalan á milli þessara liða. Blikar enduðu með tíu fleiri mörk í plús en Spartak. „Í leiknum gegn Spar- tak vildi boltinn alls ekki inn. Það var sláin, stöngin og rétt fram hjá allan leikinn. Núna var það öfugt sem betur fer. Það var svo gaman hjá okkur á vellinum núna og allt gekk upp. Við slökuðum eðli- lega aðeins á klónni í síðari hálf- leik en ef við hefðum haldið áfram af sama krafti þá hefðum við vel getað sett fleiri mörk. Það var líka komin þreyta eftir þrjá leiki á einni viku,“ segir Hallbera en þær höfðu ekki hugmynd um stöðuna í hinum leiknum. „Í stöðunni 6-0 vorum við samt frekar slakar og þjálfararnir hefðu örugglega verið æstari ef þetta hefði verið í einhverri hættu.“ Nú er að bíða og sjá hvað kemur upp úr pottinum í 32-liða úrslit- unum. Hallbera á sér ekk- ert óskalið en vill gjarna sleppa við að fara til Rússlands. „Ég er ekki mjög hrifin af því að fljúga til Rússlands. Ég my n d i ja f nve l fórna mér frekar í lest. Það væri gaman að fá lið í Skandinavíu eða Ítalíu þar sem við eigum m ö g u l e i k a , “ segir Hallbera en hún vill forðast hákarla eins og Lyon þar til síðar í keppninni. „Það væri betra að spila við Lyon bara í Cardiff í úrslitaleiknum,“ segir Hallbera létt. henry@frettabladid.is Það gekk allt upp hjá okkur Breiðablik er komið í 32-liða úrslit í Meistaradeild Evrópu. Blikastúlkur flugu áfram með stæl í næstu umferð er þær völtuðu yfir lið Cardiff Met. Hallbera Guðný. 2 9 . á G ú S t 2 0 1 6 M á N U D A G U R14 S P o R t ∙ f R É t t A B l A ð i ð sport 2 9 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 6 1 -0 B 3 8 1 A 6 1 -0 9 F C 1 A 6 1 -0 8 C 0 1 A 6 1 -0 7 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.