Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.09.2016, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 05.09.2016, Qupperneq 4
Hlíðasmára 8 | Skipholti 70 | Spönginni 13 Sími 554 7200 | hafid@hafid.is | Fiskur vikunnar Öll Lúða fersk og kryddlegin 1.990 kr. kg. 5. – 9. septemberH AFIÐ FISKVERS LU N 10 ára LýðheiLsa Það er enginn vafi á því að sykurskattur skilar sér í minni  neyslu á sykri. Síðustu mánuði og ár hefur vaxandi fjöldi rannsókna sýnt að sykurskattur virkar. Það er alls ekki búið að prófa sykurskatt á Íslandi. Smávægileg vörugjöld voru ekki inn- grip sem hugsað var út frá lýðheilsu né framkvæmt eins og Landlæknir vildi gera það. Þetta er mat Tryggva Þorgeirssonar, læknis og lýðheilsu- fræðings. Tryggvi hélt erindi til stuðnings sykurskatts á málþingi um sykur- skatt á Fundi Fólksins sem fram fór á föstudaginn. Félag lýðheilsufræðinga, Félag matvæla- og næringafræðafélag Íslands og Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands stóðu að málþinginu. „Ég held að það sé óhætt að segja að Ísland sé eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað undanfarin árin, virðisaukaskattur hefur lækkað og vörugjöld hafa verið afnumin. Við erum að greikka aðgang að gosdrykkjum,“ sagði Tryggvi á fundinum. Tryggvi benti á að mikil tenging sé milli gosdrykkju og offitu, ef barn drekkur eitt glas af sykruðum drykk, eða gosi, á dag aukast líkur um sextíu prósent að börn verði feit. Í þessu samhengi benti hann á að Íslendingar drekka lang mest af gosdrykkjum miðað við önnur Norðurlönd. Fram- boð af gosdrykkjum hér á landi sé þrefalt meira en í Finnlandi til að mynda. Tryggvi sagði fræðslu um skaðsemi sykurs ekki endilega vera góða aðferð, sýnt hafi verið fram á að fræðsluher- ferðir víkki ójöfnuð í heilsu. Umhverf- isinngrip eins og skattar dragi hins vegar úr aðgengi að sykri og þrengi því muninn. Að mati Tryggva mætti koma á syk- urskatti hér á landi með því að byrja á einfaldri breytingu, til dæmis með hærra álagi á gosdrykki. Í síðustu viku kom út grein sem sýndi að í Berke- ley-borg í Kaliforníu hefði 40 króna vörugjöld á sykraða drykki skilað sér í 26 prósent minni neyslu á þeim. „Vörugjöld á gosdrykki er ein fárra lýðheilsuaðgerða sem geta dregið úr neyslu, sparað heilbrigðiskerfinu og búið til pening sem hægt er að nota til að niðurgreiða grænmeti,“ sagði Tryggvi. „Það er alþjóðleg samstaða um ágæti sykurskatts. Hér á landi væri auðvelt að útfæra skattinn með bæði vörugjöldum og því að hætta að veita sælgæti og nammi undanþágu frá efsta þrepi virðisaukaskatts,“ sagði Tryggvi. Í kjölfar erindis Tryggva hélt Albert Guðmundsson, formaður Heimdall- ar, erindi gegn sykurskatti og svo tóku við pallborðsumræður. Þátttakendur í pallborðsumræðum sammældust um það að það þyrfti að fræða stjórn- málamenn betur og gera þeim grein fyrir að sykurinn væru nýju sígarett- urnar. Þar sagði Tryggvi að líklega væri einfaldast að einangra ákveðna hluti, til dæmis gosdrykki, þegar væri verið að taka ákvarðanir um sykurskatt. saeunn@frettabladid.is Ekki fullreynt með sykurskatt Að mati læknis leikur enginn vafi á um ágæti sykurskatts. Segir sykurskatt ekki hafa verið prófaðan al- mennilega hér á landi. Ísland eina vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað síðustu ár. Rannsóknir sýna að mikil tenging er milli offitu og gosdrykkju. FRéttablaðið/Heiða Við erum að greikka aðgang að gos- drykkjum. Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsu- fræðingur samféLag Ungmennaráð Grinda- víkurkaupstaðar hefur verið starf- andi í tvö ár og á þeim tíma hafa ungmennin svo sannarlega sett sinn svip á bæinn. Á stóru svæði við grunnskóla bæj- arins er búið að byggja ungmenna- garð sem iðaði af lífi í allt sumar. Þar má meðal annars finna grillskýli, aparólu, kósýrólu og strandblakvöll. „Maður tók eftir breytingum í sumar. Þá var fullt af fólki á öllum aldri á hverju kvöldi á svæðinu, sér- staklega í strandblakinu,“ segir Lárus Guðmundsson, sem var fyrsti for- maður ráðsins. Byggingu garðsins er þó ekki lokið og nú á teikniborðinu svokallaður trampólínkörfuboltavöllur ásamt mínigolfvelli. „Þau eru mjög metnað- arfull,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningar- sviðs bæjarins um ungmennin. „Þau hafa átt hugmyndina sjálf og vinna að þessu hörðum höndum. Þetta eru sannarlega dýr verkefni en krakkarnir eru frjóir, mæla sjálfir og teikna upp hugmyndir sínar í stað þess að borga fyrir hönnun.“ Ungmennaráð hefur kynnt hug- mynd sína að trampólínkörfubolta- velli fyrir bæjarstjórn en málið verður tekið fyrir á fundi hennar á næstu dögum. Þorsteinn er bjartsýnn á útkomuna en svona völlur kostar 10-20 milljónir. Völlurinn er eins og nafnið gefur til kynna; körfubolta- völlur með trampólínum í stað venju- legs undirlags. „Bæjarstjórnin hefur sýnt þessu mikinn áhuga og skilning. Það er líka gaman að sjá hvað ungmennin læra mikið af verkefninu; um stjórn- sýsluna og lýðræðið,“ segir Þorsteinn. Vonast er til að völlurinn komist í gagnið fyrir næsta sumar og verður það þá fyrsti trampólínkörfubolta- völlurinn á Íslandi. – ebg Ungmennaráð Grindavíkur vill byggja trampólínkörfuboltavöll trampólínkörfuboltavöllurinn í Grindavík mun verða utandyra. fjaLLabyggð Bæjarráð Fjallabyggðar er ósátt við ágang skagfirsks búfjár í Ólafsfirði og vill að Skagfirðingar borgi fyrir smölun á fénu í Ólafsfirði. Á síðasta fundi bæjarráðs Fjalla- byggðar var samþykkt að rita bréf til sveitarfélagsins Skagafjarðar þess efnis og ná sáttum í deilunni. Stór hluti búfés sem smalað er í Fjallabyggð er í eigu bænda í Fljót- um og unir Fjallabyggð því ekki að smala kauplaust fyrir þá. Í lögfræði- áliti fyrir Fjallabyggð kemur fram að verði sveitar- félag fyrir ágangi fjár frá öðru sveitarfélagi eigi það ekki að b e ra ko s t n a ð vegna þess. – sa Fljótamenn borgi smölun bíLar Nýskráningum fólksbíla í ágúst fjölgaði um 40,3 prósent, samanborið við fyrra ár. Alls voru nýskráðir 1181 nýir fólksbílar samanborið við 842 í ágúst árið 2015, segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Það sem af er ári hefur verið 38,2 prósent aukning í nýskráningum bíla, miðað við fyrra ár. Nýskráðir fólks- bílar á þessu tímabili voru 14.918 á móti 10.794 miðað við sama tímabil 2015 eða aukning um 4124 bíla. Með áframhaldandi góðri sölu ætti meðalaldur bíla hér á landi að færast nær því sem gengur og gerist í löndum sem við berum okkur saman við. – sg Fjörutíu prósent aukning í sölu nýrra fólksbíla 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m Á N U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 0 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 7 5 -8 A 8 C 1 A 7 5 -8 9 5 0 1 A 7 5 -8 8 1 4 1 A 7 5 -8 6 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.