Fréttablaðið - 05.09.2016, Síða 10

Fréttablaðið - 05.09.2016, Síða 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Til allrar hamingju styttist nú í kosningar. Þá gefst færi á að velja hvort Ísland eigi að halda áfram á braut sérhagsmuna hinna ríkari. Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar var snarað upp í flýti eftir að fyrrverandi forsætis­ráðherra hrökklaðist frá völdum vegna Panama­ skjala og sænskra sjónvarpsviðtala. Frá fyrsta degi hefur hinni nýju stjórn orðið tíðrætt um erindi sitt og hin fjölmörgu mikilvægu mál sín, sem ljúka yrði fyrir kosningar. Á liðnum dögum hefur þingi og þjóð gefist færi á að skoða nokkur þessara mála. Þau eiga sammerkt – sem hefði þó ekki átt að koma á óvart – að hygla þeim betur stæðu í samfélaginu en draga úr möguleikum þeirra sem lakar standa fjárhagslega. Jafnframt koma þau verr við konur en karla. Fyrst er að nefna námslánafrumvarp sem felur í sér að verðtryggðir vextir hækki og endurgreiðslur verði ekki lengur tekjutengdar. Frumvarp um kaup á fyrstu íbúð gerir ráð fyrir að framlög ríkisins verði hlutfallslega hærri til þeirra sem eru efnaðri og færir um að greiða meira í séreignarsparnað. Bætist þetta því við skattkerfisbreytingar og skuldaniðurfellingar á kjörtímabilinu sem gagnast hafa ríkustu hópum samfélagsins. Á sama tíma er afgreidd ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017­2021. Þar má sjá framtíðarsýn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að rekstri samfélagsins. Þar er sú stefna mörkuð að útgjöld til menntamála og heilbrigðis­ þjónustu eigi ekki að hækka í takti við lands­ framleiðslu. Það boðar ekkert annað en veikingu velferðarkerfisins. Að auki er heildarhagsmunum íslensks samfélags stefnt í voða með því að gera ekki ráð fyrir auknum fjármunum til uppbyggingar innviða og nauðsynlegs viðhalds, svo sem á vegakerfi. Af þessari braut verður að snúa. Til allrar hamingju styttist nú í kosningar. Þá gefst færi til að velja hvort Ísland eigi að halda áfram á braut sérhagsmuna hinna ríkari eða kjósa til áhrifa fólk sem hefur áhuga og metnað til þess að styrkja velferðarsamfélagið, með það að markmiði að allir geti haft það gott óháð tekjum eða hag að öðru leyti. Á vegamótum Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæsileik i endalaus t úrval af hágæða flísum Finndu okkur á facebook Leikhús er þýðingarmest allra heimsins stofnana því að þar er sýnt hvernig fólk ætti að vera, hvernig það gæti verið ef það þyrði og hvernig það er í raun og veru.“ Þetta skrifaði Tove Jansson í Ævintýri múmínálfanna. Það er falleg bók. Sönn og mannbætandi. Það er sannleikur í þessum orðum og í þeim er í senn fólgin hvatning til fólks að sækja leik­ hús og líka krafa til leikhússins um að standa sig. Að standa undir því að vera þýðingarmest allra heimsins stofnana. Það er erfitt að standa undir slíkri kröfu. Það er líka umhugsunarefni hvort við sem förum í leikhúsið séum nægilega dugleg við að gera þá kröfu til leikhússins að það sýni okkur hvernig við gætum verið ef við þyrðum og hvernig við erum í raun og veru. Það er hæpið ef litið er til þess sem kemur áhorfendum í leikhúsið. Í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag skoðaði Sigríður Jónsdóttir, leiklistargagn­ rýnandi blaðsins, hvað er fram undan á nýju leikári. Þar er greinilega margt spennandi en annað ekki eins og gengur, en það sem vekur þó eftirtekt er mikill fjöldi leikgerða í stóru leikhúsunum; Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Á móti kemur að hlutur nýrra frumsaminna leikrita er langtum minni og eins og Sigríður bendir á er þessi þróun ákveðið áhyggjuefni. Ekki sökum þess að leikgerðir séu eitthvað ómögu­ legt fyrirbæri, heldur er þetta orðið endurtekningar­ samt og þreytt stef í íslensku leikhúsi. Málið er að það heyrir til undantekninga að leikgerðir eða uppfærslur á bókum bæti einhverju við það listaverk sem fyrir var. Verk sem var skapað sem bók nýtur sín oftar en ekki best í sínu upprunalega formi. Að auki verða oftar en ekki fyrir valinu verk sem leikhúsgestir þekkja, því treyst er á vinsældir bókarinnar til þess að tryggja aðsókn. Aðsókn. Þar liggur hundurinn grafinn. Það er óhætt að efast um að t.d. Salka Valka og Tímaþjófurinn hafi verið skrifaðar til þess að seljast eins og heitar lummur, heldur kannski frekar til þess að sýna okkur hvernig við gætum verið og erum í raun og veru. Þetta eru góðar bækur, skrifaðar á forsendum listarinnar og erfitt að sjá að endurvinnsla hafi einhverju við að bæta. En við sækjum í það sem er kunnuglegt og okkur þykir vænt um og því erum við líklegri til þess að sjá þessar sýningar en til að mynda ný og áræðin verk. Það er mikilvægt fyrir allt leikhús að vinna með það sem er hluti af samtíma þess og veruleika hverju sinni og því er þetta miður. Þetta er ekki ritað stjórnendum eða húsunum til hnjóðs. Leikhúsin búa við þröngan fjárhag og eru háð því að viðunandi fjöldi áhorfenda kaupi það sem þau hafa að selja. En leikhúsin þurfa að hafa frum­ kvæðið að því að rjúfa þetta ferli og efna til aukinnar samræðu við samfélag sitt og samtíma. Því leikhúsið á ekki aðeins að sýna okkur það sem við viljum sjá. Það á að sýna okkur hvernig fólk ætti að vera, hvernig það gæti verið ef það þyrði og hvernig það er í raun og veru. Það hlýtur að vera satt því það stendur í bók um múmínálfana. Hver við erum En við sækj- um í það sem er kunnuglegt og okkur þykir vænt um og því erum við líklegri til þess að sjá þessar sýningar en til að mynda ný og áræðin verk. Gulli langlífi Því hefur oft verið fleygt fram að enginn komist í gegnum heilt kjörtímabil sem heilbrigðis- ráðherra án þess að það skaði pólitíska ferilinn. Það verður hinsvegar seint sagt um síðustu heilbrigðisráðherra Sjálfstæðis- flokksins, Kristján Þór Júlíusson og Guðlaug Þór Þórðarson. Um hinn síðarnefnda verða líkast til skrifaðar kennslubækur. Enda hefur hann náð með undra- verðum hætti að koma sér undan kúlnahríð samflokksmanna sinna sem margir hafa viljað fella hann. Nú stendur hann hinsvegar uppi með pálmann í höndunum og mögulegan ráð- herrastól að loknum kosningum. Atvinnuöryggi par exelans Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri og harður andstæðingur byggðar í Vatns- mýrinni, ýtti Valgerði Gunn- arsdóttur niður í þriðja sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ef Valgerður kemst ekki á þing getur hún gengið inn í fyrri stöðu sína sem skólameistari því hún fór í fimm ára launalaust leyfi fyrir þingsetu. Yrði hún líkast til eini þingmaðurinn sem þarf ekki að sækja um vinnu eftir kjörtíma- bilið. Verður það að teljast mikið atvinnuöryggi.  Einnig hefur verið beðið lengi eftir því að ráðu- neyti menntamála auglýsi stöðu skólameistara á Húsavík lausa til umsóknar. Nú gæti verið lag að auglýsa hana. sveinn@frettabladid.is 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m Á N U D A G U r10 s k o ð U N ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 0 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 7 5 -8 5 9 C 1 A 7 5 -8 4 6 0 1 A 7 5 -8 3 2 4 1 A 7 5 -8 1 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.