Fréttablaðið - 05.09.2016, Síða 11
Það er óumdeilt meðal þeirra þjóða sem fremstar standa að háskólar eru ómissandi
hlekkur í þekkingar- og verðmæta-
sköpun nútímasamfélaga og að
lífskjör í framtíðinni munu byggja
á menntun, vísindastarfsemi,
nýsköpun og frumkvöðlahugsun.
Markmið Háskóla Íslands er því
að sækja fram á sviði rannsókna
og kennslu ásamt því að efla gæði
og styrkja innviði. Drifkrafturinn
felst í að skapa nýja þekkingu og
verðmæti byggð á rannsóknum og
vísindum.
Háskóli Íslands hefur verið í
mikilli sókn á undanförnum árum.
Rannsóknavirkni starfsmanna
hefur vaxið hratt og sýna alþjóð-
legar mælingar að áhrif vísinda-
starfsins eru á flestum sviðum vel
yfir heimsmeðaltali. Þá má benda
á að um 1,5% þjóðarinnar á aldr-
inum 25-64 ára ljúka nú prófgráðu
frá skólanum á ári hverju. Á sama
tíma er Háskólinn í nánu samstarfi
við marga af helstu rannsókna-
háskólum heims ásamt því að eiga
í ríkulegri samvinnu við öflugar
íslenskar vísindastofnanir og mörg
fyrirtæki.
Faglegur styrkur Háskóla Íslands
varð til þess að hann komst árið 2011
á lista Times Higher Education World
University Rankings yfir 300 bestu
háskóla heims. Árið 2015 var Háskóli
Íslands í 222. sæti og jafnframt í 13.
sæti yfir bestu háskóla á Norður-
löndum. Þessi árangur byggist á frá-
bæru starfsfólki og skýrri langtíma-
sýn og hann skapar fjölmörg tækifæri
til samstarfs, innanlands og utan. Til
að festa þennan árangur í sessi og ná
viðspyrnu fyrir áframhaldandi sókn
höfum við fyrir skömmu mótað nýja
framtíðar stefnu fyrir tímabilið 2016-
2021 undir titlinum Öflugur háskóli
– farsælt samfélag.
Gífurleg vonbrigði
Háskóli Íslands nýtur mikils trausts
hjá íslenskum almenningi og við sem
þar störfum höfum bundið miklar
vonir við að stjórnvöld taki höndum
saman með okkur í þeirri sókn sem
framundan er. Allir hagvísar benda
til þess að bjart sé fram undan og það
eru því gífurleg vonbrigði að í nýsam-
þykktri fjármálaáætlun ríkisstjórnar-
innar fyrir næstu ár eru háskólarnir í
landinu skildir eftir við nauðsynlega
uppbyggingu innviða íslensks sam-
félags.
Meðalframlag á hvern háskólanema
í ríkjum OECD er um þriðjungi hærra
en á Íslandi og framlög á Norðurlönd-
um að meðaltali tvöföld á við það sem
gerist hér. Þetta hefur allt saman legið
fyrir í langan tíma. Háskóli Íslands er
afar vel rekin stofnun og hefur með
ráðdeild tekist að halda rekstrinum í
jafnvægi um árabil. Þrátt fyrir mikið
aðhald er í ár í fyrsta sinn gert ráð fyrir
300 m.kr. rekstrarhalla. Við það verður
ekki unað lengur. Ef ekki á að stefna
uppbyggingarstarfi Háskóla Íslands í
voða er komið að því að stjórnvöld láti
verkin tala.
Öflugur háskóli til farsældar
Jón Atli Bene-
diktsson
rektor Háskóla
Íslands
KÚNSTIN AÐ NÆRAST
Misvísandi upplýsingar um mataræði og flóra af iðnaðarfram-
leiddum mat getur gert fólki erfitt fyrir í daglegum ákvörðunum
um matarvenjur. Við bjóðum upp á hagnýtan fróðleik í stuttum
erindum fyrir alla með áhuga á heilbrigðum lífsstíl.
Haldið í sal Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, þriðjudaginn 6. sept-
ember kl. 17 til 18:15. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir en óskað er
eftir skráningu á krabb@krabb.is.
Samantekt frá Foodlose
ráðstefnunni
Guðmundur F. Jóhannsson, læknir og
skipuleggjandi Foodlose ráðstefnunnar,
fjallar um helstu niðurstöður fyrirlesara
á Foodlose ráðstefnunni sem haldin
var í maí í Hörpu.
Borðar þú með frum-
eða framheilanum?
Lára G. Sigurðardóttir, læknir og
doktor í lýðheilsufræðum og
fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins,
fjallar um þá þætti sem stjórna
fæðuinntöku okkar.
Hollir og gómsætir réttir úr eldhúsi Happ í boði fyrir gesti.
Máttur matarins Er fiskur ofurfæða?
Jóhanna Eyrún Torfadóttir, löggiltur
næringarfræðingur og doktor í
lýðheilsuvísindum, fjallar um nýja
skýrslu sem hún vann um heilnæmi
fiskneyslu og áhrifa hennar á heilsu.
Á 21. ÖLDINNI
Apótek framtíðarinnar er að finna
í ísskápnum. Lukka í Happ fjallar um
hvernig við getum haft áhrif á heilsu
okkar og vellíðan með því að velja
gott hráefni til að setja inn fyrir okkar
varir. Hugmyndir og uppskriftir að
hollum og góðum réttum.
Síðumúla 34 • 108 Reykjavík
Sími 696 5600 • rafsol@rafsol.is
ENDURNÝJUN
OG VIÐHALD
Löggiltur rafverktaki
Sími:
696 5600
rafsol@rafsol.is
Baráttan fyrir náttúruvernd er eilífðarverkefni. Eyðingar-öfl mannsins eru sívirk og
óþreytandi – menn sem vilja
þaulnýta gjafir náttúrunnar með
stundargróðann einan að leiðar-
ljósi en hirða ekki um hugsanlegar
afleiðingar umsvifanna á vist-
kerfið. Trúa ekki náttúruvísinda-
mönnum – eða er bara hreinlega
sama; finnst það skipta meira máli
að hafa það þægilegt hér og nú;
mestu varði að „skapa atvinnu“.
Svo eru alltaf til menn sem líta
á náttúruna sem ófullkomna og
telja hlutverk sitt að laga hana
og leiðrétta, betrumbæta ferla
hennar og hámarka not hennar
fyrir mannskepnuna.
Og loks eru þeir til sem er bein-
línis í nöp við náttúruna; mega
ekki sjá foss án þess að vilja fjötra
hann; fljót án þess að vilja stífla
það; fjall án þess að vilja moka
úr því; fugl án þess að vilja skjóta
hann. Menn sem eru alltaf að
eltast við síðasta geirfuglinn.
… að það reddist
Og nú er tekist á um fiskeldi og
stórfelld umsvif norskra fisk-
eldisfyrirtækja hér á landi eftir að
þrengt hefur verið að starfsemi
þeirra í Noregi vegna alvarlegra
vandamála sem hún hefur haft í
för með sér fyrir norska náttúru.
Þá er horft til Íslands til að halda
áfram án þess að þurfa að lúta of
ströngum reglum og stífu eftirliti.
Helst er horft til Vestfjarða. Við
munum eftir því að fyrir nokkrum
árum komu nokkrir menn í Arnar-
fjörðinn – fegursta fjörð landsins
– svipuðust þar um og sögðu svo:
Hér vantar einmitt olíuhreinsun-
arstöð. Og hófust handa við furðu
almennan fögnuð en til allrar
hamingju þraut þá örendið áður
en þeir næðu að gera auðugustu
fiskimið Evrópu að olíuflutninga-
svæði og fjörðinn fagra að vett-
vangi fyrir eina óþrifalegustu iðju
sem rányrkja mannsins á jarðar-
gæðunum hefur í för með sér.
Og enn hafa menn uppi mikil
áform á Vestfjörðum. Þegar er
búið að veita leyfi fyrir laxeldi í
sjó þar vestra í þúsundatonnavís
og hefur verið sótt um leyfi fyrir
ennþá meira eldi – svo skiptir
tugum þúsundatonna hér og þar
um landið.
Óhætt er að segja að í þessum
áformum öllum sjái menn í hyll-
ingum mikla peninga en treysti
að öðru leyti á guð og lukkuna, en
einkum þó norskt hugvit.
Menn treysta því að ekki
þurfi að rannsaka áhrif fram-
kvæmdanna á lífríkið, og vilja
helst vera búnir að gera sem mest
áður en næst að rannsaka áhrifin
í sönnum Kröflustíl. Menn treysta
því að laxeldið muni ekki hafa
áhrif á náttúrulega fiskistofna;
treysta því að það sleppi til þó
að laxeldið sé á mjög viðkvæmu
svæði, og í grennd við þekktar lax-
og silungsveiðiár. Menn treysta því
að þó að fiskar sleppi út í nátt-
úruna þá muni þeir ekki blandast
við villta stofna með þeim afleið-
ingum fyrir þá stofna sem hér eru
að þeir munu glata uppsöfnuðum
hæfileikum sínum til að lifa af við
einmitt þær aðstæður sem ríkja í
þeirri á sem allar laxakynslóðirnar
á undan þeim hafa vitjað á hverju
ári frá lokum ísaldar. Tökum
sénsinn á því. Þeir finna eitthvað
út úr því Norðmennirnir.
Menn treysta því að laxeldið
hafi ekki áhrif á fuglalíf og að
mengun verði ekki vandamál
kringum þennan rekstur; menn
treysta því að áhrif á æðarvarp og
skelfisk verði engin. Menn treysta
því að sjúkdómar berist ekki með
hafstraumum og menn treysta því
að laxalús, sem verið hefur mikið
vandamál í Noregi, muni ekki
þrífast hér við land. Um að gera að
taka bara sénsinn á því.
Landnámsmenn
Menn eru með öðrum orðum
bjartsýnir og að sama skapi sinnu-
litlir um allt það sem í húfi kann
að vera, gangi öll þessi áform eftir.
Í fyrsta lagi er náttúran verðmæt
í sjálfri sér; það er grundvallar-
regla að maðurinn hagi ævinlega
verkum sínum þannig að náttúran
skaðist ekki eða skerðist, sem er
raunar alls ekki erfitt því að nógar
eru gjafir jarðar til að fæða allar
skepnur. Í öðru lagi hefur Ísland
sérstaka – og viðkvæma – ímynd
sem þarf að gæta sérstaklega. Þetta
er ímynd óspilltrar náttúru, sem
verður því sterkari og verðmætari
sem náttúran er – óspilltari.
Matvælaframleiðsla er göfug
iðja í sveltandi heimi en þegar um
er að ræða svo viðkvæma starf-
semi sem fiskeldi er ekki hægt
vaða áfram með úreltum aðferð-
um frá Noregi, sem hafa skilið eftir
sig óafturkræf umhverfisspjöll,
mengaða firði þar sem lítið líf
þrífst og villta laxastofna sem eru
nú þegar byrjaðir að blandast
eldisfiskinum þannig að þeir
munu halda áfram að veiklast á
næstu áratugum. Nú þegar fiskeldi
Samherja undir merki Íslands-
bleikju segir frá því að þeir ætli að
stórauka umsvif sín í lítt mengandi
landeldi á bleíkju og laxi, með
starfsstöðvum í Axarfirði og
Grindavík, hafa Norðmenn hins
vegar mestan áhuga á að komast
ódýrt í ósnortna firði við Íslands-
strendur og gjöreyða þeim eins og
þeir hafa nú þegar gert heima fyrir
– með dyggum stuðningi íslenskra
sveitarstjórna og hins opin-
bera sem taka allri fjárfestingu á
landsbyggðinni fegins hendi. Og
íslenskir athafnamenn kætast yfir
því að fá loks til liðs við sig erlend
fyrirtæki sem kunni til verka eftir
langa sorgarsögu gjaldþrota í fisk-
eldi hér við land. Næst verður það
líklega Grænland – eins og þegar
norsku landnámsmennirnir eyddu
fyrst birkiskógunum á Íslandi með
aðstoð sauðkindarinnar og héldu
síðan áfram á Grænlandi þegar allt
var upp urið hér á landi.
Menn treysta því...
Guðmundur
Andri Thorsson
rithöfundur
Í dag
Menn treysta því að ekki
þurfi að rannsaka áhrif fram-
kvæmdanna á lífríkið, og
vilja helst vera búnir að gera
sem mest áður en næst að
rannsaka áhrifin í sönnum
Kröflustíl.
s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 11M Á n u d a g u R 5 . s e p T e M B e R 2 0 1 6
0
5
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
7
5
-7
B
B
C
1
A
7
5
-7
A
8
0
1
A
7
5
-7
9
4
4
1
A
7
5
-7
8
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
4
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K