Fréttablaðið - 05.09.2016, Page 13

Fréttablaðið - 05.09.2016, Page 13
fólk kynningarblað „Okkur hafði lengi langað að stofna okkar eigið merki og fannst rétti tíminn vera núna. Við sam- einuðum því krafta okkar, áhuga og reynslu og stofnuðum TAKK Home,“ útskýrir Ólöf Gunnlaugs- dóttir, eða Olla eins og hún er köll- uð, en hún stendur á bak við glæ- nýja heimilislínu TAKK Home ásamt Dröfn Sigurðardóttur. Fyrsta vara Takk Home kom á markað nú í sumar, bómullarhand- klæði að tyrkneskri fyrirmynd. Sex hundruð ára hefð „Við erum báðar mjög áhugasamar um fallega hluti, hönnun og heimil- isvörur,“ segir Olla. „Þessi þunnu tyrknesku bómullarhandklæði hafa okkur alltaf þótt falleg og því ákváðum við að hanna okkar eigin línu. Við látum framleiða línuna í Tyrklandi en aðferðin við vefnað- inn hefur verið stunduð þar í landi í sex hundruð ár. Kögrið er hnýtt í höndunum. Það sem okkur finnst ekki síst heillandi við handklæð- in er hvað það fer lítið fyrir þeim. Þau eru þunn og fljót að þorna en samt sem áður mjög rakadræg. Það hefur komið sér vel í ferðalög- um og í sundferðum,“ segir hún. nýjung í flóruna Þær stöllur settu Takk Home á laggirnar í janúar og segir Olla hlutina hafa undið hratt upp á sig. Fyrsta sending af handklæðunum rauk hratt út og önnur er á leið- inni. Íslendingar virðast greini- lega til í annað en hnausþykkt frotté og þeim líkar vel ólíkir notkunar möguleikarnir sem felast í tyrknesku hand- klæðunum. „Við höfum feng- ið frábær viðbrögð við handklæðunum sem er skemmti- legt því þetta er nýjung hér á Ís- landi, fólk þekk- ir ekki mikið þessi þunnu handklæði hér heima,“ segir O l l a . „ Þ a u þykja bæði fal- leg og mjúk. Við hönnuðum tvær stærðir, bað- handklæði og minna handklæði sem einnig er hægt að nota sem viskustykki. Fólk notar handklæðin gjarn- an sem ungbarnateppi eða borð- dúka og jafnvel sem sjöl. Þau eru svo einstaklega mjúk. Við munum bæta við fleiri vörum í línuna og stefnum á að fyrir jólin verði til- búið rúmteppi.“ Nánar má forvitnast um Takk Home á heimasíðunni www.takk- home.com og á Facebook. Hand- klæðin fást í Aurum, Epal og í Reykjavík cutest. 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m Á N U D A G U r „Við látum framleiða línuna í Tyrklandi en aðferðin við vefnaðinn hefur verið stunduð þar í landi í sex hundruð ár.“ Ólöf Gunnlaugsdóttir og Dröfn Sigurðardótt- ir hafa sett á markað línu handklæða að tyrkneskri fyrirmynd undir merkinu Takk Home. myND/ElSA BjöRG mAGNúSDÓTTiR Handklæðin nota margir sem viskustykki, borðdúka, sjöl eða sem teppi. Ofin með aldagamalli aðferð Ólöf Gunnlaugsdóttir og Dröfn Sigurðardóttir hafa sett á markað nýja línu handklæða að tyrkneskri fyrirmynd undir merkinu Takk Home. Áhugi þeirra á fallegri hönnun og heimilisvörum varð kveikjan að samstarfinu sem fer vel af stað. 0 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 7 5 -8 F 7 C 1 A 7 5 -8 E 4 0 1 A 7 5 -8 D 0 4 1 A 7 5 -8 B C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.