Fréttablaðið - 22.10.2016, Side 4

Fréttablaðið - 22.10.2016, Side 4
Anna Margrét Ólafsdóttir leikskólastjóri sagði vinnu­ veitendur með útlendinga í vinnu hringja og leita stað­ festingar á því að börn þeirra væru ekki í leik­ skólanum í þeim tilfellum þegar erlendu starfsmennirnir hefðu sagst vera með veikt barn heima. Þetta væri ekkert annað en for­ dómar. Hún hefði aldrei fengið slíkt símtal varðandi íslenska foreldra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuð- borgarsvæðinu sagði kynferðis­ brotadeild lög­ reglunnar undir miklu álagi. Hátt í 200 ný mál hefðu komið á borð deildarinnar á þessu ári sem skiptast á fjóra rannsóknarlögreglumenn. Reynt væri að fá fleira fólk en hörgull væri á lögreglumönnum. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sagði ekki mikið skipulag hafa verið á þjónustu við fylgdarlaus flóttabörn heilt yfir landið. Víða væri mis­ brestur í þessum málum. Þess vegna hafi Barnaverndarstofa beitt sér fyrir að nýju útlendingalögin, sem taka gildi um áramótin, tryggðu réttindagæslu fylgdarlausu flótta­ barnanna. Þrjú í fréttum Fordómar, mannekla og flóttabörn Tölur vikunnar 16.10.2016-22.10.2016 16 útskrifuðust úr Lögregluskólanum í síðustu útskrift – sem talið er allt of lítið. 3.049 íbúðir í Reykjavík voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 10 sinnum dýrara er að kaupa lóð á höfuð- borgarsvæðinu en var árið 2003. 6,84% Íslendinga telja að það sé ábata- samt fyrir samfélagið að fyrirtæki skili hagnaði. riðutilfelli hafa greinst á Norðvesturlandi síðan í febrúar 2015. 8.200.000 tonna framleiðsla á norskættuðum laxi er boðuð hér við land. 5 40 konur láta lífið að meðal- tali á hverju ári úr brjóstakrabba- meini. Bók Úlfhildar Dagsdóttur um Sjón er þarft innlegg í sögu íslenskra nútímabókmennta og nauðsynleg öllum sem vilja kynna sér þær til hlítar. www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 S J Ó N S B Ó K STjórnSýSla Þrátt fyrir að framlög á fjárlögum til lögreglunnar hafi aukist frá árinu 2013 fær lögreglan á höfuðborgarsvæðinu um 500 millj­ ónum króna lægri fjárveitingu í ár en árið 2007. Innanríkisráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að frá árinu 2013 hafi framlag til löggæslumála hækkað um tæplega 1,9 milljarða króna á verðlagi ársins 2016 og að það hafi verið forgangsmál innan­ ríkisráðherra að efla löggæslu í landinu. Yfirlýsingin er send til að bregðast við fjölmiðlaumfjöllun um fjárhagsstöðu lögreglunnar undan­ farið en mikið hefur verið fjallað um manneklu þar. Lögregluembættin á höfuð­ borgarsvæðinu voru sameinuð í eitt þann 1. janúar árið 2007. Frétta­ blaðið óskaði eftir upplýsingum um fjárveitingar til embættisins frá stofnun þess. Séu tölurnar skoðaðar sést bersýnilega að framlag til lög­ reglunnar, uppreiknað á verðlag ársins 2016, er 500 milljónum króna lægra í ár en það var árið 2007. Lægst var framlagið árið 2011 og 2012 en þá var það um milljarði lægra en á upphafsári embættisins. Þessi mis­ munur er þrátt fyrir innspýtingar­ aðgerð innanríkisráðuneytisins til lögreglunnar og tekur ekki tillit til þeirra kjarasamningshækkana sem orðið hafa á tímabilinu. Halldór Halldórsson, fjármála­ stjóri lögreglunnar á höfuðborgar­ svæðinu, tók saman tölurnar og segir að þær miðist við sömu for­ sendur og gefnar séu í yfirlýsingu innanríkisráðherra. Í yfirlýsingunni sé talað um tæplega 1,9 milljarða króna hækkun sem sé samanlögð hækkun á þriggja ára tímabili, upp­ reiknað á verðgildi ársins 2016. Framlög tóku að lækka til embætt­ isins strax á öðru starfsári þess 2008 eða um sem nemur 300 milljónum króna frá árinu áður. Stærstu dýfu tímabilsins tók fjárframlagið árið 2009 þegar fjárveitingin var lækkuð um 400 milljónir á einu bretti frá árinu á undan, eða 900 milljónum króna lægra framlag en árið 2007. Í Fréttablaðinu í gær sagði Úlfar Lúð­ víksson, formaður Lögreglustjóra­ félags Íslands og lögreglustjóri á Vesturlandi, að fjárhagsstaða lög­ reglunnar í landinu hefði þó ekki verið góð árið 2007. Framlög til lögreglunnar á höfuð­ borgarsvæðinu hófu að hækka aftur á síðasta starfsári síðustu ríkis­ stjórnar og enn frekar í tíð sitjandi ríkisstjórnar. „Við fáum smá innspýtingu árið 2014 og þá er mismunurinn kominn niður í 800 milljónir. Fjárheimildir embættisins árið 2007, á verðlagi ársins 2016, voru 4,8 milljarðar en eru orðnar 4,3 milljarðar í dag. Þarna er mismunur upp á 500 millj­ ónir en horfnir út úr rekstrinum á þessu tímabili eru samtals sjö millj­ arðar króna,“ segir Halldór. „Það er sagt að lögreglan sé búin að fá svo og svo mikla viðbót frá árinu 2013 og það er alveg rétt. En ef maður horfir bara á okkar stofnun frá því rétt fyrir hrun þá er útkoman þessi. Þetta eru bara hreinar tölur. Svona er þetta bara.“ snaeros@frettabladid.is Lögreglan fær 500 milljónum króna minna í ár en 2007 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur 500 milljónum króna minna til að spila úr í ár en árið 2007, þegar embættið var stofnað. Lögreglumönnum fækkaði um nærri 100 á landsvísu á tíu árum þrátt fyrir fólksfjölg- un og fjölgun ferðamanna. Fjármálastjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir tölurnar tala fyrir sig. Lögreglumönnum hefur fækkað um nærri 100 á öllu landinu á tímabilinu. Á sama tíma hefur fjöldi ferðamanna margfaldast. FréttabLaðið/Pjetur 2 2 . o k T ó b e r 2 0 1 6 l a u G a r D a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 2 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 7 -0 D 8 4 1 B 0 7 -0 C 4 8 1 B 0 7 -0 B 0 C 1 B 0 7 -0 9 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.