Fréttablaðið - 22.10.2016, Blaðsíða 46
| AtvinnA | 22. október 2016 LAUGARDAGUR8
SÉRNÁMSSTÖÐUR Í
HEIMILISLÆKNINGUM
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) auglýsir 2 sérnámsstöður í heimilis-
lækningum lausar til umsóknar. Aðalstarfsstöð er á Egilsstöðum og yfirlæknir
þar er næsti yfirmaður.
HSA hefur langa reynslu af kennslu læknanema, kandídata og sérfræðinema
í heimilislækningum. Námið verður byggt á marklýsingu fyrir sérnámslækna
í heimilislækningum. Við útfærslu marklýsingarinnar verður lögð áhersla á
þann fjölbreytileika sem héraðslækningar kalla eftir og samtímis að tryggja
aðgengi nemans að skipulagðri hópkennslu / námi fyrir sérfræðinemana.
Báðar stöður eru auglýstar til þriggja ára og á námstímanum er gert ráð
fyrir námsdvöl á heilsugæslu í Skotlandi og Norður-Noregi, eina viku á
hvorum stað. Kennslustjóri HSA aðstoðar nema við skipulag sjúkrahúss
hluta námsins með áherslur héraðslækningar (Rural Medicine) í huga.
Frekari upplýsingar um stöður og umsókn
Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi, umsóknarfrestur er til 30.11.
2016 og stöðurnar lausar frá 15.01. 2017 eða eftir samkomulagi.
Kjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands.
Umsóknum skal skila á eyðublöðum sem fást á vef Embættis landlæknis;
www.landlaeknir.is, til HSA, mannauðsstjóra, Lagarási 22, 700 Egilsstöðum.
Umsókn fylgi staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og starfsleyfi
og ef við á um rannsóknir og greinarskrif. Öllum umsóknum verður svarað.
Tóbaksnotkun er ekki heimil á vinnutíma innan HSA.
Nánari upplýsingar veita:
Hrönn Garðarsdóttir, heimilislæknir og kennslustjóri,
s. 470 3000 og 865 4710, netf. hronn@hsa.is
Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga,
s. 470 3050 og 860 6830, netf. petur@hsa.is,
Emil Sigurjónsson, mannauðsstjóri,
s. 470 3050 og 895 2488, netf. emils@hsa.is.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Almennar lækningar
• Heilsuvernd
• Vaktþjónusta
• Þátttaka í kennslu læknanema og kandídata
Hæfnikröfur
• Almennt lækningaleyfi er skilyrði
• Hæfni í mannlegum samskiptum, áreiðanleiki,
jákvæðni og sveigjanleiki
• Vilji til þverfaglegrar samvinnu (teymisvinnu)
• Sjálfstæði í starfi, frumkvæði og
faglegur metnaður
• Íslenskukunnátta áskilin.
www.hsa
HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Áhersla er lögð á samvinnu þvert á byggðalög og stofnunin þjónar rúmlega
11.000 íbúum frá Djúpavogi til Bakkafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. Heilsugæsla HSA hefur ellefu starfsstöðvar og Umdæmis-
sjúkrahús Austurlands er í Neskaupstað. Ýmis konar sérfræðileg læknisþjónusta er reglulega í boði í HSA og húðsjúkdómalæknir er þar í föstu starfi, á
aðalkennslustöðinni Egilsstöðum. HSA vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
Starf umsjónarmanns mannauðs- og launakerfis í Kjaradeild
Fjármálaskrifstofa/Kjaradeild
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum
og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Kjaradeild sinnir launavinnslu Reykjavíkurborgar og hefur eftirlit með framkvæmd kjarasamninga. Deildin ber ábyrgð á túlkun kjarasamninga
og vinnuréttar og fer með fyrirsvar þeirra mála gagnvart viðsemjendum og aðilum vinnumarkaðar. Deildin sinnir auk þess ráðgjöf á sviði
vinnuréttar og kjarasamninga innan Reykjavíkurborgar og hefur umsjón með og ber ábyrgð á launa- og mannauðsupplýsingakerfi
borgarinnar og þróun þess. Hjá Kjaradeild starfa 25 starfsmenn og hefur deildin aðsetur að Borgartúni 12.
Óskað er eftir öflugum starfsmanni til starfa við umsjón á launa- og mannauðskerfi Reykjavíkurborgar. Leitað er að einstaklingi sem býr
yfir mikilli samskiptahæfni, sýnir frumkvæði og hefur tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð. Unnið er með SAP mannauðs- og launakerfi auk
undirkerfa og krefst vinnan skipulagshæfni og þekkingar á stórum fjárhagsupplýsingakerfum.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf
Umsóknarfrestur er til og með 6. nóvember 2016.
Nánari upplýsingar veitir Atli Atlason, deildarstjóri kjaradeildar í netfangi atli.atlason@reykjavik.is
Helstu verkefni:
• Þróun, viðhald, eftirlit og bilanagreining mannauðs- og launakerfa
• Greining og úrvinnsla á launa- og mannauðsgögnum
• Skýrslu- og upplýsingagjöf til innri og ytri aðila
• Innsetning og viðhald launaforsendna
• Aðstoð við notendur
Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Góð þekking á gagnagrunnum, SQL forritunarmálinu og rekstri
tölvukerfa
• Þekking og reynsla af stórum fjárhagsupplýsingakerfum
• Reynsla af framsetningu á mannauðs- og launaupplýsingum
er kostur
• Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góðir samskiptahæfileikar og lipurð í mannlegum samskiptum
www.rumfatalagerinn.is
ATVINNA
STARFSKRAFTUR ÓSKAST Í
VERSLUN OKKAR Á SMÁRATORGI
Óskum eftir að ráða lífsglaða og duglega starfs-
menn til starfa í verslun okkar á Smáratorgi.
Um er að ræða starf á kassa og starf við áfyllingar.
Um fullt starf er að ræða.
Vinsamlegast sendið ferilskrá á
ivar@rfl.is eða fyllið út umsókn
á staðnum.
Við leitum af hressum einstakling með mikla
þjónustulund í starf móttökuritara í Domus
Medica í 100% starf frá 8:00-16:00 virka daga.
Í boði er skemmtilegt og líflegt starf sem felst
m.a. í símsvörun, skráningu tíma pantana og
móttöku sjúklinga fyrir einstakling sem býr yfir
góðri samskiptahæfni, almennri tölvukunnáttu
og góðri íslensku- og enskukunnáttu.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega.
Vinsamlega sendið umsókn og ferilsskrá á
netfangið domusmedica@domusmedica.is
Umsóknarfrestur er til 29. október 2016.
Í Domus Medica, sem fagnar 50 ára starfs afmæli
í ár, eru starfræktar læknastofur, skurð stofur
og rannsóknarstofur sem hjá starfa hátt í 80
sérfræðilæknar.
MÓTTÖKURITARI
DOMUS MEDICA
EGILSGÖTU 3 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 563 1000 • domusmedica.is
585 5500
HAFNARFJARÐARBÆR
Vilt ÞÚ bætast í hópinn?
Fjölbreytt störf í boði - sendu okkur umsókn!
» Íþróttakennari í Öldutúnsskóla
» Heimilisfræðikennari í Setbergsskóla
» Skólaliði í Setbergsskóla
» Pólskumælandi kennari í Víðistaðaskóla
» Frístundaleiðbeinendur í Víðistaðaskóla
» Sérkennari í Víðistaðaskóla
» Samfélagsfræðikennari í Áslandsskóla
» Leikskólakennari í Álfasteini
» Starf á heimili fatlaðs fólks
» Forstöðumaður í Berjahlíð
» Aðstoðarleikskólastjóri í Hlíðarbergi
» Leikskólakennari í Bjarkalundi
» Sérkennari í Hvaleyrarskóla
Erum við að leita að þér?
Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag
landsins með um 2000 starfsmenn.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar
jafnt sem konur hvött til að sækja um.
Nánar á hafnarordur.is
hafnarfjordur.is
FYRIR RÉTTA EINSTAKLINGA
LAUS STÖRF
2
2
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
0
7
-6
6
6
4
1
B
0
7
-6
5
2
8
1
B
0
7
-6
3
E
C
1
B
0
7
-6
2
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
0
4
s
_
2
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K