Fréttablaðið - 22.10.2016, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 22.10.2016, Blaðsíða 27
Ekki komin langt Ingibjörg Eyþórsdóttir tón- listarfræðingur og íslensku- fræðingur Ingibjörg var sautján ára gömul á kvennafrídeginum 1975.„Bærinn var troðinn af konum á öllum aldri og það ríkti mikil gleði og samstaða þvert á aldurshópa. Það er sú tilfinning sem situr eftir,“ segir Ingi- björg. „Það var mikill hugur í konum, ekki síst þeim ungu eftir þennan dag, að nú færi eitthvað að gerast og jafn- réttið gæti ekki verið langt undan. En þetta var víst ekki alveg svona einfalt.“ Þegar Ingibjörg er spurð að því hvað hún telji að hafi áunnist í kvennabaráttu með fundinum svarar hún: „Þegar frídagurinn var haldinn í fyrsta sinn voru konur enn að berjast fyrir því að það þætti eðlilegt að þær væru á vinnumarkaði og vistun á leik- skóla. Giftar konur fengu varla inni fyrir börn sín á leikskóla og verka- skipting á heimilum var þannig að uppeldi og húsverk hvíldu á konum. Fundurinn kveikti von um að konur gætu breytt hlutunum og haft sjálfar áhrif á gang mála, bara ef þær stæðu saman. Nú er eðlilegt að konur séu á vinnumarkaði, en samt erum við ekki komin mikið lengra í dag. Konur eru ódýrt vinnuafl. Það er mikið búið að ræða launamálin, setja þau á oddinn margoft og það virðist ganga ótrúlega illa að ná settum markmiðum. Konur eru of valdalitlar í sam- félaginu og þurfa sífellt að berjast fyrir sömu hlutum, sem er vitanlega lýjandi. Við erum því ekki komin nógu langt þótt konur hafi jöfn rétt- indi samkvæmt lagabókstafnum. Það þarf að halda vökunni, það er auðvelt að týna áunnum réttindum og marg- oft hefur komið bakslag í stöðuna, viðhorf og lagabókstafur er tvennt ólíkt. Þá er glerþakið enn til staðar í mörgum starfsgreinum og réttur kvenna til að skilgreina sig sjálfar er ekki virtur, sem er kannski það sem er mest pirrandi, enda er samfélagið rót- gróið karlasamfélag og leikreglurnar skrifaðar af þeim.“ Ingibjörg er hrifin af krafti ungra kvenna í jafnréttisbaráttu og segir það færa sér trú á að breytinga gæti verið að vænta, þrátt fyrir allt. „Ungu konurnar eru að minnsta kosti ekki tilbúnar til þess að láta valta yfir sig, sem er það sem skiptir máli til að halda vökunni. Staða kvenna í samfélaginu hefur gengið mikið í bylgjum síðan 1975. Stundum er kraftur í baráttunni og meðvitund í samfélaginu en svo koma tímar þar sem maður skilur ekki hvað er að gerast. Mér hefur fundist barátta ungra kvenna mjög öflug og þær nota frísklegar og skemmtilegar aðferðir til að vekja samfélagið til umhugsunar. Druslugangan er t.d. frábær aðferð til þess að beina skömminni í kynferð- isafbrotum til gerenda og sömuleiðis frelsun geirvörtunnar, þar sem konur vildu endurheimta brjóstin á sér úr klóm klámvæðingarinnar og netof- sókna, í báðum þessum tilvikum eru konur að berjast fyrir yfirráðarétti yfir eigin líkama og gegn því að verið sé að skilgreina konur fyrir þær.“ Rekin heim úr skólanum berbrjósta Silja Snædal menntaskólanemi Silja stundar nám í Menntaskól-anum í Hamrahlíð og tekur ríkan þátt í femínísku starfi. „Ég fékk mjög femínískt uppeldi. Er alin upp af móður minni, Drífu Snæ- dal, og hún kom inn hjá mér þessari réttlætistilfinningu. Ég hef alltaf verið ósátt við ójafna stöðu kynjanna í sam- félaginu. Þegar ég var komin í Mennta- skólann í Hamrahlíð bauð ég mig fram í stjórn femínistafélagsins. Sat þar í tvö ár. Svo þegar byltingin Free the Nipple hófst þá tók ég þátt í henni af miklum krafti. Meðal annars með því að mæta berbrjósta í skólann. Ég var rekin út og fannst það að sjálfsögðu mjög óréttlátt og gerði mikið mál úr því. Ég skrifaði grein og hélt erindi um það mál.“ Henni finnst ójafnrétti stöðugt finna sér nýjan farveg. Nú brjótist það til dæmis út með ofbeldi og kúgun gegn konum á netinu. „Einu sinni birtist það helst í staðalmyndum kynjanna sem voru í hlutverkum. Konur áttu að vera heima við. Karl- menn á vinnumarkaðnum. Svo þegar þær koma á vinnumarkaðinn verður mótstaða, þær fá ekki jafnhá laun og fá ekki enn, sem er kveikjan að kvenna- frídeginum. En ójafnréttið virðist finna sér nýja farvegi. Nú erum við að glíma við klámvæðingu, stafrænt ofbeldi og hrelliklám. Það er mjög mikilvægt að þótt það virðist sem við ofurefli sé að etja að láta ekki deigan síga. Við þurfum alltaf að láta heyra í okkur og vera vakandi og berjast við hvert tæki- færi. Því það er þess virði,“ segir Silja. Mér hefur fundist barátta ungra kvenna Mjög öflug og þær nota frísklegar og skeMMtilegar aðferðir til að vekja saMfélagið til uMhugsunar. nú eruM við að glíMa við kláMvæðingu, stafrænt ofbeldi og hrellikláM. Á S T I N Í Ö L L U M S Í N U M M Y N D U M „Stundum finnst manni Steinar Bragi hafa meiri hæfileika í litla putta en margir aðrir í öllum skrokknum.““ Egill Helgason / Kiljan (um Himininn yfir Þingvöllum) w w w.for lagid. is | Bókabúð Forlagsins | F isk islóð 39 h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 27l A U g A R D A g U R 2 2 . o k T ó B e R 2 0 1 6 2 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 7 -2 B 2 4 1 B 0 7 -2 9 E 8 1 B 0 7 -2 8 A C 1 B 0 7 -2 7 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.