Fréttablaðið - 22.10.2016, Síða 18

Fréttablaðið - 22.10.2016, Síða 18
Í kassanum Laugardagur 11.20 Bournem. - Spurs Sport 13.25 Freiburg - Augsburg Sport 2 13.50 Arsenal - Middlesb. Sport 13.55 Bristol - Blackburn Sport 5 14.10 Valencia - Barcelona Sport 4 14.55 Formúla 1 - æfing Sport 3 16.10 Burnley - Everton Sport 3 16.20 Liverpool - WBA Sport 16.20 Njarðvík - Keflavík Sport 4 16.25 Bayern - Möncheng. Sport 2 16.25 Nott. Forest - Cardiff Sport 5 17.50 Formúla 1 - tímataka Sport 3 18.30 Leicester - Palace Sport 2 18.30 West Ham - Sunder. Sport 4 18.30 Swansea - Watford Sport 19.30 Hull - Stoke Sport 3 03.00 CIMB Classic Golfstöðin Sunnudagur: 12.20 Man. City - Southam. Sport 13.30 LA Rams - NY Giants Sport 2 14.50 Chelsea - Man. Utd Sport 18.30 Formúla 1 - keppni Sport 18.40 Real M. - Athletic Sport 20.20 Steelers - Patriots Sport 2 dómararöfl er krabbamein Talsverð umræða hefur skapast um dómgæsluna hér heima eftir að einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, gagnrýndi dómara­ parið arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson eftir leik Stjörnunnar og aftureldingar á dögunum. einar fékk að líta rauða spjaldið eftir leikinn og fór í eins leiks bann. Hann fékk svo annan leik í bann eftir að hann gagnrýndi þá arnar og Svavar í samtali við Vísi. logi Geirsson fór hörðum orðum um framgöngu einars og fleiri þjálfara í föstudagsboltanum, nýjum vikulegum handboltaþætti á rÚV, í gær. „mér finnst þetta vandræðalegt. Það vita það allir hér heima að dómararnir eru að gera sitt besta. mér finnst að við eigum að taka körfuboltann til fyrirmyndar, þar er borin þvílíkt mikil virðing fyrir dómurunum,“ sagði logi og bætti því við að dómarastarfið hér á landi væri mjög faglegt. „Þessi umræða er svo leiðinleg. önnur hver frétt um handbolta á Íslandi er um lélega dóma. Þetta er þreytt og það á að útrýma þessu. Þetta er svo vandræðalegt fyrir þá sem væla yfir þessu.“ logi segir að svona dómaraumræða sé ekki til staðar í stærstu og bestu deildum evrópu. „Þetta er orðið krabba­ mein í þessari deild, að væla yfir dómum,“ segir logi. Nýjast Domino’s-deild karla Haukar - Þór Þ. 77-82 Haukar: Aaron Brown 18, Kristján Sverris- son 15, Finnur Atli Magnússon 14. Þór: Tobin Carberry 29, Maciej Baginski 13, Halldór Hermannsson 10. Njarðvík - Stjarnan 83-94 Njarðvík: Stefan Bonneau 28, Logi Gunn- arsson 23, Björn Kristjánsson 16. Stjarnan: Justin Shouse 16, Devon Austin 16, Hlynur Bæringsson 15. Efri KR 6 Stjarnan 6 Keflavík 4 Tindastóll 4 Þór Þ. 4 Grindavík 4 Neðri Haukar 2 Njarðvík 2 ÍR 2 Skallagrímur 2 Þór Ak. 0 Snæfell 0 að það þarf lítið til að þetta skoppi í báðar áttir. Það er stutt á milli fimmtán bestu þjóðanna. nú þarf Ísland að ná upp góðum varnarleik og það er enginn betri í það en Geir Sveinsson. Sóknarleikurinn er enn mjög sterkur og Ísland er með leik­ mann eins og aron sem getur búið til mörk upp úr engu,“ segir dagur. Í allri umræðunni um endurnýj­ un á íslenska liðinu bendir dagur á mikilvægi reynslunnar hjá strák­ unum okkar. „reynslan í íslenska liðinu er líka svo mikil að það er óþægilegt. Ég hef spilað nokkrum sinnum á móti því og þó maður skipti til dæmis um vörn veit maður að það tekur íslenska liðið enga stund að finna lausnir á henni. Þessi reynsla er mikils virði og því finnst mér ekkert skrítið að þjálfarar eins og Geir og aron og fleiri vilji ekki henda þessu út þegar þeir koma inn,“ segir hann. 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r18 s p o r t ∙ F r É t t A b L A ð i ð HAnDboLti dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í hand­ bolta, hefur átt stórt ár. Hann gerði ungt lið Þjóðverja að evrópumeist­ urum í Póllandi í janúar og varð þjóðhetja á einni nóttu. Hann náði síðan í brons á ólympíuleikunum en fyrir utan verðlaunin hefur árið verið annasamt hjá Valsmanninum. dagur þeyttist um álfuna og víðar til að halda fyrirlestra en ýmis stór­ fyrirtæki eru áhugasöm um að heyra um stjórnunarhætti íslenska þjálfarans sem er orðinn gríðarlega vinsæll í heimalandinu. Þetta kom allt fram í einkaviðtali Guðjóns Guðmundssonar, íþróttafrétta­ manns 365, við dag Sigurðsson sem var tekið í hádeginu á föstudaginn. Guðjón fékk dag til að leggja mat á íslenska landsliðið og framtíð þess en strákarnir okkar hafa verið í mikilli lægð undanfarin misseri eftir frábær ár þar á undan. Ísland féll úr keppni í 16 liða úrslitum Hm í katar og komst ekki upp úr riðli á em í Póllandi í janúar. kallað hefur verið eftir því að Geir Sveinsson landsliðsþjálfari yngi upp liðið og það var einnig í gangi þegar aron kristjánsson stýrði því á undan Geir. dagur þekkir það vel að yngja upp landslið en það gerði hann með þýska liðið í byrjun árs, meðal annars vegna meiðsla. Það er þó stór munur á því að yngja upp þýska liðið og það íslenska. Treystum þjálfurunum „Ég þekki þessa umræðu ágæt­ lega. menn eru fljótir að stökkva á þann vagn að það sé alltaf eitthvað grænna hinum megin,“ segir dagur. „Ég endurnýjaði þýska liðið töluvert. Það má samt ekki gleyma því að þótt þeir séu ekki með marga lands­ leiki á bakinu er um að ræða leik­ menn sem spila í þýsku 1. deildinni. Því eru því vanir því að spila á móti þeim bestu og undir pressu. Þeir ungu leikmenn eru allir tiltölulega reynslumiklir.“ dagur segist treysta Geir fullkom­ lega fyrir því að meta hvenær og hvernig hann endurnýjar íslenska landsliðið en ef það er eitthvað sem dagur vill ekki er það að láta leik­ mennina sjálfa ráða því hvenær landsliðsferli þeirra er lokið. Það sé einnig undir þjálfaranum komið. „Við eigum að treysta þjálfaran­ um fyrir því að taka þessa ákvörð­ un. Það á ekki að láta leikmenn sem hafa spilað yfir 200 landsleiki taka ákvörðun um hvort þeir hætti eða ekki. Við eigum bara að þakka fyrir á meðan þeir gefa kost á sér og þakka þeim svo fyrir þjónustuna þegar þeirra tími er liðinn,“ segir dagur og bendir á alexander Pet­ ersson sem tilkynnti í vikunni að hann muni ekki spila oftar með landsliðinu. „alexander Petersson er búinn að vera töluvert meiddur og þá er hart að dæma hann ef hann stendur sig ekki í leik. menn verða að sjá það, að það er þjálfarinn sem verður að taka þessa ákvörðun fyrir leik­ mennina, hvort þeir haldi áfram með landsliðinu eða ekki,“ segir dagur. Áfram í heimsklassa Ísland náði í silfur á ólympíuleikun­ um í Peking og brons á Hm í austur­ ríki. Það var líklegt til sigurs á ól 2012 og náði fimmta sætinu á em 2014 með góðri frammistöðu. liðið var á meðal þeirra 6 til 10 bestu í 7 til 8 ár en nú hefur fallið verið ansi mikið. dagur er samt bjartsýnn á framtíðina hjá Íslandi og sér fram á að Íslandi geti verið á meðal þeirra tíu bestu. „Ég held að það sé alveg mögu­ leiki. Við megum samt ekki gleyma Dagur Sigurðsson bendir á að hann og Ólafur Stefánsson fóru út 23 ára sem fimmfaldir Íslandsmeistarar. FRéTTABLAðIð/EYÞÓR Menn vanmeta það að standa sem burðarás í sínu liði fyrst og taka svo skrefið út. Dagur Sigurðsson Dagur Sigurðsson hefur fulla trú á því að íslenska landsliðið geti komist í gegnum lægðina sem það er í og verið á meðal tíu bestu þjóða heims. Strákar hér heima þurfi að vera fullmótaðir áður en þeir fara út. endurnýjun er líka erfið þegar leikmennirnir sem eru fyrir eru einfaldlega betri en þeir sem eru að koma inn. „Það þarf að fara í gegn­ um ákveðna endurnýjun en það verður að vera með leikmönnum sem eru tilbúnir. Það er ekki hægt að gefa sér tíma til að bíða eftir þeim í landsliðið,“ segir dagur. Fara of snemma út dagur vill að menn verði þolin­ móðari þegar kemur að því að fara í atvinnumennsku. Hann segir ekki nóg að „hoppa yfir til danmerkur og halda að maður sé kominn í alþjóðlegan klassa“. menn þurfi að vera orðnir stöðugir lykilmenn og burðar ásar í liðum sínum hér heima áður en þeir fara út. Þetta þekkir hann af eigin reynslu. „ef við horfum bara á okkur ólaf Stefánsson. Við vorum orðnir 23 ára gamlir þegar við fórum út, búnir að vinna fimm Íslandsmeistaratitla og vera burðarásar í okkar liðum og spila yfir 50 landsleiki en samt fórum við bara í þýsku 2. deildina,“ segir dagur og heldur áfram: „menn vanmeta það að standa sem burðarás í sínu liði fyrst og taka svo skrefið út. liðin úti eru ekki að leita að farþegum. Sumir halda að þjálfunin sé mikið betri úti en þjálfaratölfræðin segir nú ýmislegt annað. Hún segir að bestu þjálfar­ arnir séu hérna heima. Við getum treyst á það að leikmenn séu aldir vel upp,“ segir dagur Sigurðsson. Ísland getur áfram verið í topp10 Óli og Dagur áður en þeir fóru út 5 Íslandsmeistaratitlar 1 Bikarmeistaratitill Um 50 landsleikir Dagur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson voru 23 ára þegar þeir fóru í atvinnumennsku til Wuppertal í Þýska- landi. Þeir voru þá búnir að vinna Íslandsmeistaratitilinn 1991 og svo fjögur ár í röð 1993-1996. Einnig urðu þeir bikarmeistarar árið 1993. Ólafur var að auki búinn að spila 47 leiki með landsliðinu frá árinu 1992 og Dagur fleiri landsleiki, en hann var valinn á undan Ólafi. Báðir urðu fyrirliðar landsliðsins áður en ferlum þeirra lauk. sport Tómas Þór Þórðarson tom@frettabladid.is 2 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 7 -0 3 A 4 1 B 0 7 -0 2 6 8 1 B 0 7 -0 1 2 C 1 B 0 6 -F F F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.