Fréttablaðið - 22.10.2016, Síða 34

Fréttablaðið - 22.10.2016, Síða 34
Vandræði í Vetrarfríi Vetrarfrí standa yfir í skólum í Reykjavík og víðar. Þetta er gleðiefni fyrir suma foreldra en áhyggjuefni fyrir aðra. Ekki búa allir svo vel að geta tekið frí á þessum annasömu haustmánuðum og því enda börnin oft hjá vandamönnum eða hreinlega í vinnunni með foreldrum sínum. Hér svara nokkrir einstaklingar því hvað þeir gera í vetrarfríum barna sinna. Í októberfríunum höfum við ýmist fengið þau eldri til að líta eftir þeim yngri, leitað á náðir ömmu og afa eða samið við aðra foreldra um að skiptast á. Hrannar Pétursson Karen og fjölskyldan taka sig vel út í Star Wars búningum. Katrín Jakobsdóttir með fjölskyldu sinni á Djúpavogi. MynD/AnDréS SKúlASon Ólafur með tveimur yngri börnum sínum, Stefáni Birni og Mörtu Maríu. Hrannar og kona hans eiga samtals fjögur börn. ÓlAfur StepHenSen framkvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda Börn: Tvö á grunnskólaaldri. Stefán Björn 11 ára og Marta María 15 ára. „Vetrarfríið í grunnskólum kemur iðulega á versta tíma þegar mest er að gera í vinnunni. Hugsun­ in um að fjölga samverustundum með börnunum er eflaust falleg, en það vantaði allt samráð við at­ vinnulífið og samtök á vinnumark­ aði þegar þessum fríum var komið á. Það eina sem gerist er að fólk ýmist tekur frí sem það hefði ella notað með börnunum að sumri og notar það í hressilega samveru í haustlægðunum eða það þarf að finna önnur úrræði. Á ár fór stelpan til útlanda að heimsækja vinkonu sína. Strákur­ inn er orðinn nógu stór til að dunda sér sjálfur og nördast með vinum sínum og eitthvað verður hann líka hjá afa sínum og ömmu. Ég næ ekki að taka frí allan tímann, en ætla að reyna að taka mér frí einn seinnipart þannig að við feðgarn­ ir getum gert eitthvað skemmti­ legt saman. Því miður er veður­ spáin hálfgerð hörmung.“ KAren KJArtAnSDÓttir Samskiptastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Börn: Askur 13 ára, Una 7 ára og Kjartan 5 ára. „Vetrarfrí geta verið alveg sérlega skemmtileg ef maður hefur á annað borð tíma til að nýta þau með börnunum sínum. Líklega hef ég ekki verið nógu dugleg að skipuleggja eitthvað skemmtilegt í gegnum tíðina en í fyrra fórum við norður á Akur­ eyri á skíði og gerði það mikla lukku.“ KAtrín JAKoBSDÓttir alþingismaður Börn: Jakob 10 ára, Illugi 8 ára og Ár- mann Áki 5 ára. „Ég er mjög hrifin af hugmyndinni um vetrarfrí en mér hefur aldrei tekist að skipuleggja neitt vinnufrí í vetrarfríi! Ég þykist vita að það sé nú þannig hjá mörgum öðrum. Oft hafa börnin fylgt okkur for­ eldrunum í vinnuna en þau hafa nú reyndar stundum haft gaman af því, ótrúlegt en satt. Svo reynum við að sprengja þetta upp með ein­ hverju skemmtilegu, bíóferð eða einhverju menningarlegu. Tala nú ekki um ef vel viðrar, þá er auðvit­ að upplagt að fara í góða gönguferð og upplifa fallegt íslenskt haust. Fyrst og fremst er mikilvægt að ná að vera saman sem tekst nú kannski ekki í miðri kosningabar­ áttu!“ HrAnnAr péturSSon aðstoðarmaður utanríkisráðherra Börn: Signý Sóllilja 6 ára, Dagur 13 ára, Máni Örn 17 ára og Eva Lena 19 ára. „Vetrarfrí að hausti kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart, enda finnst manni varla kominn vetur um miðjan október þegar fríið skellur á. Í gegnum tíðina höfum við oftar en ekki lent í hálfgerð­ um vandræðum að hausti, en frek­ ar haft tækifæri til að gera eitt­ hvað skemmtilegt í seinna vetr­ arfríinu, í lok febrúar eða byrjun mars. Þá höfum við reynt að fara á skíði norður í land eða verða okkur úti um orlofshús. Í októberfríunum höfum við ýmist fengið þau eldri til að líta eftir þeim yngri, leitað á náðir ömmu og afa eða samið við aðra foreldra um að skiptast á því að taka frí frá vinnu. Mér sýnist það verða raunin í ár, þar sem eldri krakkarnir hafa aðrar skuldbind­ ingar og verða ekki heima við. Skoðanir mínar á vetrarfríinu eru satt að segja nokkuð skiptar. Það er sannarlega gaman þegar fjölskyldunni tekst að eiga gæða­ stund saman í vetrarfríinu, en á hinn bóginn eru fjölmargir sem hafa ekki tök á slíku. Fá ekki frí frá vinnu eða hafa ekki tækifæri til að gera sér dagamun. Þannig finnst mér stundum eins og vetrar­ fríið ýti undir stéttaskiptingu eða teikni að minnsta kosti upp skil­ in á milli þeirra sem eru í aðstöðu til að njóta þess og hinna sem geta það ekki.“ Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum. Frábært til að bæta hormónajafnvægi fyrir konur á öllum aldri Heilbrigðari og grennri Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. 1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur Mulin hörfræ - rík af Lignans Trönuberjafræ Kalk úr hafþörungum CC FLAX • Regluleg inntaka stuðlar að kjörþyngd • Omega 3- ALA • Fjölbreyttar trefjar NÝJAR UMBÚÐIR SLEGIÐ Í GEGN Í VINSÆLDUM - FRÁBÆR -ÁRANGUR PREN TU N .IS 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r2 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n 2 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 7 -4 8 C 4 1 B 0 7 -4 7 8 8 1 B 0 7 -4 6 4 C 1 B 0 7 -4 5 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.