Fréttablaðið - 22.10.2016, Síða 87

Fréttablaðið - 22.10.2016, Síða 87
að þegar ég er að skrifa og vinna í bókunum mínum þá hika ég ekki þegar skrýtnustu hugmyndirnar koma. En af því að ég er skólaður í gamla súrrealismanum þá hugs- aði ég: Auðvitað. Það kemur alltaf þetta auðvitað og fólk bara tekur þessu eða hafnar því. Allt er mögu- legt. Þegar skrýtnu hugmyndirnar koma þá er það höfundarins að leysa úr þeim og vinna þær. Leyfa þeim að gerast á sem bestan hátt.“ Tími til að staldra við Í dag kl. 14 fer fram ritþing um Sjón í Gerðubergi og þangað eru allir áhugasamir velkomnir og aðgangur ókeypis. Þar verður líka margt að ræða enda höfundarverk Sjóns viðamikið eins og sjá má í nýrri bók Úlfhildar Dagsdóttur bókmenntafræðings sem sendi nýverið frá sér Sjónsbók, ævin- týrið um höfundinn, súrrealisma og sýnir. Sjón segir að það hafi orðið að samkomulagi með þeim Úlfhildi að hann væri ekkert að skipta sér af þessu. „Samkomulag- inu fylgdi einnig að hún gæti hve- nær sem er haft samband og spurt mig út í fólk eða bækur eða hvað sem er. Þannig að þetta er algjör- lega hennar verk og ég hlakka til þess að lesa þetta og ætli þetta verði ekki bara jólabókin mín, að ég lesi hana á jólunum. En þetta er auðvitað soldið sér- stakt hvernig allt kemur núna á aðeins nokkrum vikum. Ópera í Danmörku þar sem ég samdi skor- ið, framtíðarbókasafnið, bókin mín, bókin hennar Úlfhildar og ritþingið. Þannig að maður er ein- hvern veginn staddur í einhverju samblandi af verklokum og hugs- un til framtíðar. Ég er fimmtíu og fjögurra ára gamall, mér finnst ég vera ungur, en það er samt ágætis tími til þess að staldra við og hugsa um það hvert maður er kominn og hvert maður ætlar sér í fram- tíðinni.“ Fortíðin og tungumálið Sjón lítur til baka og segir að sér finnist að áhuginn á þjóðsögum og goðsögum sem hefur fylgt honum frá því hann var krakki hafi mótað hann að miklu leyti. „Þessi áhugi gerir það að verkum að maður fer að hugsa í ákveðnum stærðum. Maður kynnist því hvernig bók- menntirnar og menningin eru alltaf að skoða stærð mannsins andspænis reginöflunum. Goða- fræðin er ekkert annað en það að maðurinn er að reyna að finna sér stað í hinu risavaxna samhengi kosmosins. Þetta hefur fylgt mér mjög lengi, að skynja verkefni mitt sem það að velta fyrir mér mann- inum í stóra tímanum og stóra sam- henginu. Svo er það í rauninni líka ást á tungumálinu og textum sem hefur gert það að verkum að ég hef farið að skrifa skáldsögur í liðnum tíma. Rökkurbýsnir var til að mynda fyrir mér mikið ævintýri vegna þess að það gaf mér tækifæri til þess að lifa í hugsun fólks sem hafði verið uppi og hafði skoðað sjálft sig og heiminn fyrir upplýsinguna. Þessa miklu breytingu hins vestræna manns sem við höfum lifað við alla okkar tíð. Eina hættan þegar maður er að vinna með svona efni er að rannsóknarvinnan er svo skemmtileg. Tíminn sem maður ver við það að viða að sér efni og rekja spor fortíðar er svo tælandi að maður vildi helst bara vera þar. Svo þegar ég sest niður til þess að skrifa þá verður það að svona æ, nú er ég kominn í vinnuna,“ segir Sjón og brosir. Framtíðin og skáldskapurinn En nú þarf Sjón að horfa til fram- tíðarinnar þar sem listakonan Katie Paterson hefur boðið honum að verða þriðji höfundur- inn af hundrað, á eftir Margaret Atwood og David Mitchell, til þess að leggja handrit í framtíðarbóka- safn listakonunnar. Sjón segir að það sé einmitt gott að fara með jákvætt viðhorf úr hinum súrreal- íska skóla þar sem allt er mögulegt inn í þetta sérstaka verkefni. „Ég er einmitt núna í spurningaferlinu og að reyna að átta mig á því hvað ég vil gera. Hvaða efni sækir á mig? Þetta er soldið skrýtið. Þetta er eins og að vera í niðamyrkri og einhver afhendir þér boga og eina ör. Skjóttu. Það eru óteljandi möguleikar og þú veist ekkert hvert þú ert að fara. Á sama tíma þá kem ég að þessu með mína höfundarhugsun og afstöðu til bókmenntanna. Þetta er það sem er spennandi við þetta.“ Aðspurður hvort Sjón óttist ekkert að leggja inn verkið og sitja eftir með þá tilfinningu að fá aldr- ei að lifa viðtökurnar segir hann það óneitanlega vera sérstakt. „Samkvæmt reglum verkefnisins þá má ég ekki sýna neinum þetta. Ég er ekki viss um að höfundarnir tveir á undan mér hafi staðið við það að láta engan sjá þetta. Mig grunar að Margaret Atwood hafi sýnt tveimur eða þremur úr sinni nánustu fjölskyldu og að David Mitchell hafi mögulega leyft rit- stjóranum sínum að sjá þetta. En það sem er skrýtnast er það að höfundurinn fær aldrei að sjá verkið aftur. Þú afhendir eina ein- takið í heiminum. Þannig að eftir tvö, þrjú ár mun ég sem höfundur aðeins eiga minninguna um verkið og það finnst mér undar- legt. Ég veit að ég mun gleyma því og það mun bjagast í kollinum á mér alveg eins og bækur sem ég hef lesið eftir aðra. En auðvitað er það þannig að allir höfundar vonast til þess að einhvers staðar í framtíðinni sé hópur lesenda sem þeir munu aldrei kynnast eða heyra frá og það er eitthvað sem maður er vanur.“ Þannig að eftir tvö, Þrjú ár mun ég sem höfundur aðeins eiga minninguna um verkið og Það finnst mér undarlegt. V I L T U N Æ R A V A X A N D I V I N N U S T A Ð ? R E K S T U R M Ö T U N E Y T I S Á K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I Isavia óskar eftir áhugasömum aðila til að sjá um rekstur mötuneytis fyrir starfsfólk á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða tvö rými til útleigu undir mötuneyti sem allir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli hafa aðgang að. Gerð er krafa um að ákveðin hæfisskilyrði verði uppfyllt, þar á meðal að stjórnendur hafi reynslu af veitingarekstri sem nýtist við mötuneytisrekstur og mannaforráði, auk þess sem aðilar hafi á að skipa starfsmanni sem lokið hefur sveinsprófi í matreiðslu. Áhugasamir geta óskað eftir frekari upplýsingum í gegnum tölvupóstfangið vidskipti@isavia.is fyrir 31. október nk. Í hröðum vexti er þörf á góðum og næringarríkum mat. Ánægt og orkumikið starfsfólk er lykilatriði í velgengni fyrirtækja á einum stærsta vinnustað landsins og undirstaða þess að vera hluti af góðu ferðalagi milljóna farþega ár hvert. Um 6.000 starfsmenn starfa á Keflavíkurflugvelli og fer þeim fjölgandi. U M S Ó K N A R F R E ST U R : 31. O KTÓBER 2016 16 -3 09 2 — H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA M e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 43L A U g A R D A g U R 2 2 . o k T ó B e R 2 0 1 6 2 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 7 -0 3 A 4 1 B 0 7 -0 2 6 8 1 B 0 7 -0 1 2 C 1 B 0 6 -F F F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.