Fréttablaðið - 22.10.2016, Side 88

Fréttablaðið - 22.10.2016, Side 88
„Verkin á sýningunni eru unnin út frá málningarflyksum sem ég fann þegar ég var að gera upp íbúðina mína sem er í húsi frá 1942,“ segir Þórgunnur Oddsdóttir um það sem fyrir augu ber í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Þeir sem fylgjast með Landanum á RÚV þekkja Þórgunni sem dagskrárgerðarmann en hún er Tilraunastarfsemin hluti sýningarinnar Marglit málningarlög á dyrakörmum húss á Akureyri urðu Þórgunni Oddsdóttur, myndlistar- og dagskrárgerð- armanni, tilefni til sköpunar nýrra listaverka sem hún sýnir í Mjólkurbúðinni í Listagilinu í dag og á morgun. „Ég er að reyna að mála þetta eins og lag fyrir lag, eins og flyksurnar eru, þær eru allar hver með sínum lit, þó alltaf skíni í annan lit á bak við,“ segir Þórgunnur. Mynd/Auðunn níelsson FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 A F S L ÁT T U R 25-50% EKKI MISSA AF ÞESSU R ÝM I N G A R S A L A STILLANLEG RÚM • HEILSURÚM OG -DÝNUR • GAFLAR • SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR, O.FL. RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM Seljum í stuttan tíma eldri gerðir af rúmum og öðrum vörum með veglegum afslætti. Við erum að taka inn mikið magn af nýjum vörum og rýmum til með því að selja eldri gerðir og sýningareintök með góðum afslætti. H E I L S U R Ú M O G R Ú M G A F L A R S V E F N S Ó FA R LÝ KU R Í D AG LA UG AR DA G líka myndlistarmaður og kann að skapa úr því sem í kring um hana er. Hér lýsir hún því nýjasta. „Þegar maður byrjar að skrapa málningu af dyrakörmum og víðar þá flagnar hún oft í skemmtileg form og ég fór að safna þessum flyksum saman, mér þótti þær svolítið fal- legar og fannst vera saga í þeim, því ég gat rakið mig aftur í tímann. Svo voru margar þeirra eins og fjöll í laginu. „Finna má líkindi með lögum af málningu sem orðið hafa til á áratugum og jarðlögum sem ýmislegt má lesa úr. Mig langaði að vinna eitthvað með þetta en vissi í fyrstu ekki hvernig ég ætti að koma því til skila,“ lýsir Þórgunnur sem kveðst hafa byrjað á að búa til verk úr málningarflyksunum sjálfum sem eru í 20 litum. Það er á sýningunni – innrammað. „Svo fór ég í Flügger- liti, skoðaði litakortið og reyndi að kaupa sömu tóna.“ Ekki segir Þórgunnur það hafa verið týpíska landslagsliti heldur pastelliti sem voru í húsinu hennar. „Ég setti mér þá reglu að nota litina hreina, en ekki blanda þá. Formin eru einföld og ég er að reyna að gera þetta eins og flyksurnar, þær eru allar hver með sínum lit, þó alltaf skíni svo í annan lit á bak við.“ En eru einhver líkindi með fjöllun- um á myndunum og öðrum sem hún hefur séð eða kannast við? „Nei, ég hef forðast að reyna að gera einhver ákveðin fjöll en það er bara gaman ef fólk sér eitthvað út úr þeim sem það þekkir.“ Sýningin var í raun opnuð um síðustu helgi. Þá setti Þórgunnur upp vinnustofu í galleríinu og hefur verið síðustu kvöld, eftir vinnu á RÚV, að mála ný málverk sem eru innblásin af þeim litlu landslagsmálverkum sem hún fann í flyksunum. Hvernig hefur gengið? „Ég er alveg komin með slatta. Fólk hefur aðeins verið að reka inn nefið í vikunni og ég sé að það tengir við það sem ég er að gera, þannig að þetta hefur verið skemmtilegt. Ég var búin að vera að glíma við viðfangsefnið heima en svo fannst mér bara gaman að gera tilraunastarfsemina að hluta sýningarinnar, hafa ferlið með í stað þess að sýna verkin fullsköpuð. Nú er ég hætt og ætla að sýna afraksturinn í dag og á morgun í Mjólkurbúðinni sem er opin frá 14 til 17.“ Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Það var Bubbi Morthens sem hlaut Gullnöglina, gítarverðlaun Björns Thoroddsen, í ár fyrir áhrif sín á íslenskan gítarleik. Verðlaunin voru afhent í tengslum við gítarhátíð Björns sem verður í Háskólabíói í kvöld, laugardagskvöldið 22. októ- ber. Meðal þeirra sem þar koma fram er bandaríski blúsgítarleikarinn Robben Ford, sem er kominn hingað til lands með eigin hljómsveit. Björn er einmitt að æfa þegar í hann er hringt. Hann segir Ford hafa fyrst komið til Íslands í fyrra í sömu erindum. „Þegar ég var að keyra hann út á flugvöll vakti hann máls á því að við mundum gera plötu saman. Robben Ford er stórt nafn í Bandaríkjunum, hann hefur unnið með Bob Dylan og mörgum stór- stjörnum. Ég tók hann ekki alvarlega en svo hringdi hann skömmu seinna og spurði hvaða lög við ættum að hafa á plötunni. Það varð úr að ég fór út og við spiluðum saman og tókum upp. Hann vildi hafa söngvara og ég stakk upp á tvítugri stúlku, Önnu Þuríði Sigurðardóttur, sem ég hafði heyrt í á Bolungarvík. Hann féll líka fyrir röddinni hennar, svo það small og hún verður með okkur á tónleik- unum í kvöld.“ – gun Bubbi Morhtens hlaut Gullnöglina Bubbi er kominn í hóp þeirra snillinga sem fengið hafa Gullnöglina. Hinir eru Ólafur Gaukur, Jón Páll Bjarnason, Björgvin Gíslason og Gunnar Þórðarson. 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r44 M e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 6 -F E B 4 1 B 0 6 -F D 7 8 1 B 0 6 -F C 3 C 1 B 0 6 -F B 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.