Fréttablaðið - 20.06.2016, Side 2
Ferðaþjónusta Heilbrigðiseftirlit
Norðurlands vestra hefur ákveðið að
loka hluta gistihússins Blöndubóls á
Blönduósi þar til kröfum eftirlitsins
verður fullnægt. Verður því ekki
hægt að gista í þeim hluta hússins.
Þetta er í annað skipti svo vitað sé á
þessu ári að heilbrigðiseftirlit lokar
gistiaðstöðu fyrir ferðamenn hér á
landi.
Ákvörðunin um þvingunarúrræði
fyrir gististaðinn Blönduból var tekin
á fundi heilbrigðiseftirlitsins þann
16. júní síðastliðinn. Eftirlitið ákvað
að knýja á um úrbætur sem settar
voru fram bréflega tveimur dögum
áður. Eigandi gistihússins neitaði
að verða við beiðninni og setja fram
úrbótaáætlun. Því hafi ekki verið um
annað að ræða en að loka staðnum
þar til kröfum hefur verið fullnægt.
„Við fórum í skoðun á gistihúsinu
og gerðum athugasemdir varðandi
þrif. Vildum við að því yrði kippt í
liðinn og settum við fram kröfur um
að bætt yrði úr þrifum og að eigandi
myndi setja áætlun af stað til úrbóta
þar sem þrifum var ábótavant,“ segir
Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfull-
trúi. „Þessum tilmælum þverneitaði
eigandinn að fara eftir og því ekki
um neitt annað að ræða en að loka
þeim hluta gisthússins tímabundið
þar sem þrif voru ekki í lagi.“
Jónas Skaftason, eigandi Blöndu-
bóls, er síður en svo ánægður með
vinnubrögð heilbrigðisfulltrúans
og segir þetta aðfarir gegn sér sem
sprottnar eru upp úr einni færslu
útlenskra kvenna á Facebook þar
sem þær sökuðu staðinn um óþrif.
„Það er nú bara þannig að þær
pöntuðu gistingu í herbergi en vildu
gistingu í sér gisthúsi sem ég er með.
Því urðu þær ósáttar og dreifðu á
Facebook einhverjum lygapósti,“
segir Jónas. „Þetta er byggt á mis-
skilningi og tittlingaskít og því skil
ég ekki alveg þessar aðfarir. „Ég hélt
að hann væri að koma hingað út af
frárennslismálum hjá Blönduósbæ.
Hér í fjörunni liggur klósettpappír
og mannaskítur úti um allt. Ég
reyndi að sýna honum það en það
skipti hann víst engu máli.“
sveinn@frettabladid.is
Vélorf
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
Veður Lentir aftur í Annecy
Fyrstu tveir að baki Karlalandslið Íslands í fótbolta lendir á flugvellinum í Annecy í Frakklandi í gærmorgun eftir ferðalagið frá Marseille. Þar
kepptu Íslendingar við Ungverja á laugardag og endaði viðureignin með jafntefli liðanna. Liðið hefur aðsetur í Annecy á meðan á EM stendur.
Næsti leikur er gegn Austurríki í St. Denis í nágrenni Parísar klukkan fjögur á miðvikudaginn, 22. júní. Fréttablaðið/Vilhelm
Allhvöss austanátt í dag með tals-
verðri rigningu austanlands, en
hægari vindur vestan til og skýjað
með köflum. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast á
Vesturlandi. sjá síðu 18
eigandi gististaðarins blöndubóls á blönduósi segir aðfarir gegn staðnum
sprottnar upp úr Facebook-færslu erlendra kvenna. mynd/GooGle earth
Loka hluta gistihúss
vegna óþrifnaðar
Eigandi gististaðarins Blöndubóls á Blönduósi neitaði að verða við óskum heil-
brigðiseftirlitsins um úrbætur og segir þetta mál vera tittlingaskít.
Við fórum í skoðun
á gistihúsinu og
gerðum athugasemdir
varðandi þrif. Vildum við að
því yrði kippt í liðinn og
settum við fram
kröfur um að
bætt yrði úr
þrifum.
Sigurjón Þórðarson,
framkvæmdastjóri
Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra
Kjaramál Tafir urðu á millilanda-
flugi um Keflavíkurflugvöll í gær
vegna forfalla flugumferðarstjóra.
Millilandaflug um flugvöllinn lá
um tíma niðri í gærmorgun og í
kjölfarið urðu seinkanir á flugi.
Aðeins einn flugumferðarstjóri var
á vakt vegna forfallanna.
„Flugumferðarstjórar hafa ekki
verið viljugir til að taka auka-
vaktir núna eftir að lögin voru sett
á,“ sagði Guðni Sigurðsson, upp-
lýsingafulltrúi Isavia, við frétta-
stofu í gær og vísar til þeirra laga
sem Alþingi setti á yfirvinnubann
flugumferðarstjóra fyrr í mánuð-
inum.
Kjaraviðræður flugumferðar-
stjóra og Isavia virðast vera á við-
kvæmu stigi. Hvorugur aðilinn
gefur nokkuð upp um gang við-
ræðna. Ljóst er að deiluaðilar
þurfa að hafa hraðar hendur þar
sem þeir hafa aðeins fimm daga
til viðbótar áður en deilunni er
vísað í gerðardóm samkvæmt fyrr-
nefndum lögum Alþingis.
„Það er fundur klukkan eitt á
morgun [í dag] og viðræður hafa
verið í gangi síðustu daga. Það var
ákveðið að ræða það ekki í fjöl-
miðlum hvernig viðræðum miðar
áfram en það er fundur á morgun
og við vonumst til að leysa þetta
sem allra fyrst,“ sagði Guðni í gær.
– lvp / þea
Aðgerðir
flugum–
ferðarstjóra
valda töfum
Björgun Allar björgunarsveitir
Landsbjargar á höfuðborgarsvæð-
inu ásamt björgunarsveitum á
Suðurnesjum voru kallaðar út í gær
til að leita að breskum göngumanni.
Maðurinn varð viðskila við sam-
ferðafólk sitt snemma á laugardag
við Sveifluvatn norðan Kleifarvatns.
Fólkið hafði samband við lögreglu í
gærmorgun.
150 manns tóku þátt í leitinni auk
þess sem notast var við þyrlu Land-
helgisgæslunnar, fjórhjól og tvo
dróna. Þoka var og slæmt skyggni.
Maðurinn var enn ófundinn í
gærkvöldi, en Jónas Guðmundsson,
upplýsingafulltrúi Landsbjargar,
sagði að leitað yrði fram á nótt. – þv
Allar sveitir leita
göngumanns
Flugumferðarstjórar
hafa ekki verið
viljugir til að taka auka-
vaktir núna eftir
að lögin voru
sett á.
Guðni Sigurðsson,
upplýsingafulltrúi
Isavia ohf.
2 0 . j ú n í 2 0 1 6 m á n u D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
2
0
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
C
6
-8
F
1
4
1
9
C
6
-8
D
D
8
1
9
C
6
-8
C
9
C
1
9
C
6
-8
B
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K