Fréttablaðið - 20.06.2016, Síða 4

Fréttablaðið - 20.06.2016, Síða 4
Hlíðasmára 8 | Skipholti 70 | Spönginni 13 Sími 554 7200 | Eitt mesta úrval landsins af fiskréttum og ferskum fiski. Veitingastaðir Stóreldhús Mötuneyti hafid@hafid.is 554 7200 Fáðu tilboð fyrir þitt fyrirtæki náttúra Rannsóknir og mælingar Hafrannsóknastofnunar í fyrra- haust á ungsíld fyrir norðan land, sýna nýsmit í sömu alvarlegu sýk- ingu og greindist fyrst í sumargots- síldarstofninum árið 2008. Merki um nýsmit í stofninum hafa annars ekki verið teljanleg síðustu fimm ár. Þetta kemur fram í skýrslu Haf- rannsóknastofnunar um ástand nytjastofna á Íslandsmiðum 2015/2016 og aflahorfur fiskveiði- árið 2016/2017. Þar segir frá bergmálsmælingum á svæðinu frá Breiðafirði norður og austur um í Axarfjörð í september og október í fyrra. Kemur fram að sýk- ingarhlutfall af völdum frumdýrsins Ichthyophonus hoferi í 2003-2006 árgöngum síldarinnar er enn hátt, eða um 30 til 40 prósent. „Sýkingar- hlutfall í 2007 til 2009 árgöngunum hefur hins vegar verið að hækka síðustu tvö ár. Eins greindist sýking í tveggja ára síld norðanlands í vetur. Ljóst er að nýsmit á sér stað þótt það sé minna en árin 2009 til 2010. Mikil- vægt er að fylgst verði vel með þróun sýkingarinnar.“ Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri á nytjastofnasviði Hafrannsóknastofn- unar, segir að ekki sé vitað á þessu stigi málsins hversu alvarleg, eða útbreidd sýkingin er í yngstu síld- inni. Nýsmitið sé hjá yngstu síldinni og óvissan því meiri en annars væri í mati á nýliðun stofnsins sökum þess að ekki er vitað hvort þetta veldur dauða í yngstu árgöngum síldar- innar. „Þessi sýking hefur verið furðuleg því kennslubækurnar sögðu að þetta ætti allt að drepast. En við sjáum ennþá mikið af sýktri síld í veiði- stofninum, þó það hafi auðvitað mikið drepist af völdum sýkingar- innar fyrstu tvö árin eftir að hún kom upp,“ segir Þorsteinn og því eru góðu fréttirnar þær að sýkingin virðist hafi valdið minni dauða í stofninum en í fyrstu var óttast og dæmi sýndu annars staðar frá. Ennþá er ótímabært að gefa út upplýsingar um hversu víðtækt smitið er, frekari rannsókna sé þörf, að sögn Þorsteins. Hafrannsóknastofnun gerir ráð fyrir að hrygningarstofninn muni ná lágmarki á næsta ári en stofn- þróun næstu ára sé hulin óvissu þar sem ekki hefur fengist gott mat á yngri árgangana og vegna þessara vísbendinga um sýkingu í yngstu árgöngunum. Góð nýliðun á árunum 1999-2002 leiddi til að hrygningarstofninn náði hámarki á árunum 2005-2008. Hann minnk- aði hins vegar hratt til ársins 2011 vegna affalla af völdum sýkingar- innar í stofninum, sem sýnir alvöru málsins. Stofninn, eða fullorðin síld, er talin vera um 400.000 tonn. svavar@frettabladid.is Síldin hefur orðið fyrir áföllum – sýkingu auk síldardauðans í Kolgrafarfirði þar sem 55.000 tonn drápust. Fréttablaðið/Vilhelm Síldarsýking greinist í ungsíld Í fyrsta skipti í 5 ár greindist nýsmit af alvarlegri síldarsýkingu sem fyrst varð vart 2008. Mikið af síld drapst í byrjun en sýkt síld lifir þvert á kenningar. Hafrannsóknastofnun fylgist náið með þróun sýkingarinnar. Sýking drap 500.000 tonn l Haustið 2008 varð ljóst að ís- lenska sumargotssíldin væri mikið sýkt af einfrumungnum Ichthyop- honus hoferi. l Upp úr því var farið í umfangs- miklar rannsóknir til að meta tíðni sýkingarinnar með sérstökum rannsóknarleiðöngrum hjá Haf- rannsóknastofnuninni og með rannsóknum á veiðiafla síldveiði- skipa. – Sýkingarhlutfallið var þá 34-70%. l Talið var í upphafi að sýkt síld dræpist undantekningalaust eftir um 100 daga, en það hefur ekki gengið eftir hér. l Sýkingin keyrði stofninn úr 900.000 tonnum í 400 til 500.000 tonn. Heimild: Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma 2014 Samgöngur „Ég er mjög spenntur að sjá hvernig fyrsta útilegan verður og hvort ég nái að komast í Varma- hlíð með börnin,“ segir Óskar Þór Vilhjálmsson, íbúi í Eyjafirði sem var á leið í sína fyrstu útilegu á rafmagns- bílnum sínum þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég fullhleð hann á Akureyri og ég ætti að ná í Varma- hlíð í útileguna.“ Óskar Þór býr í Melgerði í Eyja- fjarðarsveit, sem er staðsett 32 km sunnan Akureyrar. Hann segir það mjög hagkvæmt fyrir bíleigendur sem þurfa að aka 30-50 kílómetra á dag til vinnu að eiga rafmagnsbíl. Það sé því ekki rétt nálgun að rafmagnsbílar séu aðeins fyrir þá sem búa í þéttbýli og vinni í þéttbýli. „Bíllinn er fullhlaðinn þegar ég sest í hann að morgni. Stundum hleð ég hann í vinnunni en ég þarf þess ekki alltaf. Síðan, þegar vinnudegi lýkur, keyri ég heim og ég veit að rafmagnið er nægjanlegt fyrir bónusferð og svo að komast heim,“ segir Óskar Þór. Hann segir einnig mikinn sparnað fólginn í þessu fyrirkomulagi „Við vorum að eyða um hálfri milljón á ári í bensínkostnað en með þessum hætti erum við aðeins að nota brot af því fjármagni í rafmagn. Því hentar þetta gríðarlega vel fyrir fólk sem þarf að keyra nokkra vegalengd til vinnu á hverjum degi.“ Óskar segir það hafa komið sér á óvart hversu gott hafi verið að eiga rafmagnsbílinn að vetri til í Eyja- firði. Veður geta verið válynd og snjóþyngsli oft mikil. „Til að mynda þurfti ég aldrei að skafa af bílnum síðasta vetur. Ég set bílinn í hleðslu við heimkomu og stilli bílinn á að ég þurfi að fara inn í hann um hálf átta að morgni. Þegar ég kem út hefur hann hitað sig, hreinsað af sér snjó og krap og þegar ég sest inn í hann eru sætin heit, stýrið einnig og þetta er í raun allt annað líf.“ – sa Telur rafmagnsbílinn vera raunhæfan kost fyrir fólk í dreifbýli Óskar Þór Vil- hjálmsson, eig- andi rafmagns- bíls í eyjafirði hraðhleðslustöðvum á akureyri hefur fjölgað á síðustu misserum og gerir rafbílaeigendum auðveldara um vik. mynd/ÓSKar ÞÓr VilhjálmSSon Þessi sýking hefur verið furðuleg því kennslubækurnar sögðu að þetta ætti allt að drepast. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Haf- rannsóknastofnun HeilbrigðiSmál Starfsfólk Land- spítalans varð fyrir ofbeldi af hálfu sjúklinga á næstum því hverjum degi í fyrra. Alls voru skiptin 339, þar af 116 á bráðageðdeild. Árið 2014 voru skiptin 319 og árið 2013 voru þau 292. Atvikin eru ólík, allt frá líkamlegu ofbeldi til ógnandi hegðunar. Eyrún Thorstensen, deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans, segir fjöldann eðlilegan miðað við starfsemina sem þar er. Þó sé hægt að grípa til aðgerða til að fækka atvikum, meðal annars með því að fjölga sjúkraplássum en nýtingarhlut- fall hefur farið yfir hundrað prósent þegar mest lætur. „Þetta er náttúrulega aukið álag á alla,“ segir Eyrún. – gag, þea Starfsfólk LSH er beitt ofbeldi Írak Um 80 þúsund íbúar Fallúdsja í Írak hafa flúið undanfarnar fjórar vikur. Her ríkisstjórnar Íraks hefur setið um borgina í þeirri von að endurheimta hana frá hersveitum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Í tilkynningu Sameinuðu þjóð- anna er ástandið í borginni kallað stórslys. Búist er við að allt að 25 þúsund flýi á næstu vikum. Hjálparsveitir Sameinuðu þjóð- anna eru í miklum vandræðum með að útvega mat, vatn og lyf fyrir fyrrum íbúa borgarinnar sem margir hverjir hafast við undir berum himni fyrir utan borgina. Fjöldi flóttafólks er sagður gera hjálparsveitum einkar erfitt fyrir. – þea Áttatíu þúsund flýja Fallúdsja Írakskir hermenn búa sig undir orrustu. nordicphotoS/aFp 2 0 . j ú n Í 2 0 1 6 m á n u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 C 6 -A 2 D 4 1 9 C 6 -A 1 9 8 1 9 C 6 -A 0 5 C 1 9 C 6 -9 F 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.