Fréttablaðið - 20.06.2016, Qupperneq 8
Siemens kæliskápar á sumartilboði.
Gildir til 24. júní eða meðan birgðir endast.
Kæliskápur
KG 36VUW20
Hvítur, 186 sm. Útdraganleg „crisper-
Box“- skúffa sem tryggir lengur
ferskleika grænmetis og ávaxta.
LED-lýsing. „lowFrost“-tækni:
Lítil klakamyndun. Stór „bigBox“-
frystiskúffa. Hraðfrysting.
H x b x d: 186 x 60 x 65 sm.
Tilboðsverð:
Fullt verð: 94.700 kr.
74.900 kr.
Kæliskápur stál 186 sm
KG 36VVI32
Stál, 186 sm. Orkuflokkur A+.
Útdraganleg „crisperBox“-skúffa sem
tryggir lengur ferskleika grænmetis
og ávaxta. LED-lýsing. „lowFrost”-
tækni: Mjög lítil klakamyndun og
affrysting auðveld. Stór „bigBox“-
frystiskúffa. Hraðfrysting.
H x b x d: 186 x 60 x 65 sm.
Tilboðsverð:
Fullt verð: 133.900 kr.
104.900 kr.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
MOWER sláttuvélar
með Briggs&Stratton bensínmótor
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
CE/GS
VOTTUN
MOWER CJ20 Sláttuvél m/
drifi, BS 6,0 hp mótor, sláttubreidd
51cm. Rúmtak 190 CC, skurðarvídd
51cm/20”, sjálfknúin 3,6 km/h,
safnpoki að aftan
65 L, hliðar útskilun, skurðhæð og
staða 25-75mm/8
20%
AFSLÁTTUR
66.990
53.592
MOWER CJ18
Sláttubreidd 46cm. BS 3,5hp
mótor, rúmtak 158 CC,
skurðarvídd 46cm/18”. Safn-
poki að aftan 60 L, skurðhæð
og staða 25-85mm/8
42.990
34.392
viðskipti Félag atvinnurekenda (FA)
hefur skrifað Póst- og fjarskiptastofn-
un (PFS) bréf þar sem vakin er athygli
á tíðum og miklum hækkunum á
gjaldskrá Íslandspósts á þeirri þjón-
ustu sem fyrirtækið hefur einkarétt á
að veita – og einna helst á þeim flokki
sem fyrirtæki nýta helst til samskipta
við sína viðskiptavini.
Eins að verðskrá fyrir þá þjónustu
Íslandspósts sem er í samkeppni
við starfsemi einkaaðila hefur ekki
hækkað í neinu samræmi.
Bréfritari Ólafur Stephensen,
framkvæmdastjóri FA, tekur dæmi
þar sem hann sýnir fram á að Magn-
póstur B – flokkurinn sem fyrirtæki
nýta helst – hefur hækkað um 46,2
prósent frá ársbyrjun 2014. Pakka-
sending – sem fellur undir sam-
keppnishlutann – hefur á sama tíma
hækkað um 3,1 prósent.
„Þessi munur vekur furðu og marg-
ar spurningar. Verðskrárhækkun
vegna bréfa í einkarétti um síðustu
mánaðamót var þannig réttlætt með
vísan til meiri launahækkana í kjara-
samningum en Íslandspóstur gerði
ráð fyrir í áætlunum sínum. Auka þær
hækkanir ekki kostnað vegna pakka-
sendinga, ekki síður en vegna bréfa-
sendinga,“ spyr Ólafur í bréfi sínu.
Í bréfinu rekur Ólafur hvernig
afkoma samkeppnisrekstrar Íslands-
pósts innan alþjónustu snarvernsaði
árið 2013 – sem skýrist af breytingum
á því hvernig úthlutun kostnaðar er
færð á einstaka starfsþætti. Þegar
samkeppnishlutinn innan alþjónustu
og utan hennar er borinn saman full-
yrðir Ólafur að sú „mynd blasir við
að ríkisfyrirtækið ástundi undirverð-
lagningu þess hluta alþjónustunnar
sem er í samkeppni við einkaaðila.“
Það telur Ólafur að gangi gegn lögum
um póstþjónustu.
Í bréfinu segir að ljóst sé að PFS
hafi ekki rækt það hlutverk sitt að
hafa eftirlit með gjaldskrá Íslandspóst
vegna samkeppnisrekstrar innan
alþjónustu – þjónustan sé rekin með
„hvínandi tapi vegna undirverðlagn-
ingar“, sem gangi þvert á lög.
Eins er vakin athygli á því í bréfinu
að samkvæmt starfsleyfi Íslandspósts
skuli fyrirtækið upplýsa um skilmála
þeirrar þjónustu sem það veitir – og
geri þær aðgengilegar á heimasíðu
fyrirtækisins, afgreiðslustöðum og
víðar. Á þessu sé hins vegar mikill
misbrestur og á sama tíma séu sterkar
vísbendingar um að Íslandspóstur
hafi náð til sín viðskiptum eins og
bögglasendingum með undirverð-
lagningu. „Engu að síður hefur FA
séð skjalfest dæmi þess að PFS neiti
keppinautum Íslandspósts um að
ganga á eftir því við ríkisfyrirtækið að
það birti afsláttarskilmála sína opin-
berlega, líkt og löggjafinn hefur ætlast
til,“ segir í bréfinu.
Í niðurlagi bréfsins segir Ólafur
þessa þróun mikið áhyggjuefni og
heilbrigðu samkeppnisumhverfi í
póstþjónustu sé stefnt í hættu vegna
vanrækslu PFS á lögbundnu eftirlits-
hlutverki sínu. svavar@frettabladid.is
Segir Íslandspóst fara á svig við lög
Misræmi í hækkunum á gjaldskrá Íslandspósts er harðlega gagnrýnt af Félagi atvinnurekenda. Einkaréttarvarin þjónusta hækkar um
tugi prósenta en samkeppnishluti lítið sem ekki neitt. Fullyrt að PFA vanræki lögbundið eftirlitshlutverk sitt.
Breytingar á gjaldskrá Íslandspósts eru harðlega gagnrýndar. Mynd/Íslandspóstur
samfélag Hornsteinn var lagður að
húsi Stofnunar Vigdísar Finnboga-
dóttur í erlendum tungumálum í
gær, 19. júní, á réttindadegi kvenna.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi
forseti Íslands, lagði hornsteininn að
byggingunni ásamt Jóni Atla Bene-
diktssyni, rektor Háskóla Íslands.
Vigdís sagði í ræðu sinni að hún
væri stolt af því að Íslendingar skuli
með byggingu hússins geta minnt á
ómetanlegt gildi tungumála heims-
ins með þá visku sem þau geyma.
Byggingin mun hýsa Vigdísar-
stofnun, alþjóðlega miðstöð tungu-
mála og menningar sem starfar
undir merkjum UNESCO.
Í húsinu verður einnig starf-
rækt fræðslu- og upplifunarsetur
auk þess sem þar verður að finna
aðstöðu fyrir fyrirlestra og fleira. Jón
Atli Benediktsson segir stofnunina
skipta gríðarlega miklu máli fyrir
rannsóknir og kennslu í erlendum
tungumálum.
Vigdísarstofa, tileinkuð Vigdísi
Finnbogadóttur, verður þar að
auki í húsinu en þar verður hægt að
fræðast um líf hennar og störf.
Áætlað er að byggingin verði form-
lega tekin í notkun vorið 2017. – þv
Hornsteinn lagður að Vígdísarstofnun
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og Jón atli Benediktsson, rektor
Háskóla Íslands, lögðu hornsteininn að Vigdísarstofnun í gær. Mynd/Háskóli Íslands
Sú mynd blasir við
að ríkisfyrirtækið
ástundi undirverðlagningu
þess hluta alþjónustunnar
sem er í sam-
keppni við
einkaaðila.
Ólafur Stephensen,
framkvæmdastjóri FA
2 0 . j ú n í 2 0 1 6 m Á n U D a g U R8 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð
2
0
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
C
6
-B
1
A
4
1
9
C
6
-B
0
6
8
1
9
C
6
-A
F
2
C
1
9
C
6
-A
D
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K