Fréttablaðið - 20.06.2016, Qupperneq 10
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Ég er verulega gagnrýnin á læsisátak mennta-málaráðherra; þjóðarátak um læsi sem mun kosta 132 milljónir kr. á ári í 5 ár samkvæmt
svari sem ég fékk nýlega frá menntamálaráðuneyt-
inu. Stærsti kostnaðarliðurinn snýr að ráðningu
læsisráðgjafa sem ferðast um landið og eiga að
ráðleggja kennurum. Einnig er unnið að þróun
skimunarprófa hjá Menntamálastofnun og gerð
heimasíðu svo eitthvað sé nefnt. Nú hefur stór
hluti ráðgjafanna sagt upp störfum og samkvæmt
fréttum tekur aðeins lítill hluti sveitarfélaga þátt í
átakinu. Ég hef á tilfinningunni að þessi ráðstöfun á
almannafé sé afar misráðin og skili ekki tilætluðum
árangri. Ég velti líka fyrir mér hvort að „átak“ þurfi
endilega að kosta hundruðir milljóna. Ef markmiðið
er að efla lestrarkennslu er örugglega hægt að gera
það með samstilltu átaki sem rúmast innan þess
fjármagns sem við setjum nú þegar í grunnskólana
og Menntamálastofnun.
Á sama tíma og ráðherra er reiðubúinn að setja
meira en 600 milljónir í læsisátakið eru útgjöld
á hvern nemanda á bæði framhaldsskólastigi og
háskólastigi hér á landi undir meðaltali OECD-
ríkjanna og mun lægri en annars staðar á Norður-
löndum. Ég hefði haldið að það væri forgangsatriði
að tryggja fjármuni í menntakerfið eftir langvarandi
niðurskurð og því kemur á óvart að til séu peningar í
nýtt verkefni. Verkefni sem mér finnst ekki nógu vel
skilgreint en ég hef ítrekað kallað eftir að fá í hendur
þá verkáætlun sem lá til grundvallar áður en því var
hleypt af stokkunum.
Átakið hófst árið 2015 og er ætlað að standa í
fimm ár eins og áður sagði. Mikilvægt er að mennta-
málaráðherra sé á hverjum tíma óhræddur við að
greina hvort þessi fjárútlát séu að skila tilætluðum
árangri. Það er jú á hans ábyrgð að þeir takmörkuðu
peningar sem settir eru í menntakerfið nýtist sem
best.
Efasemdir um
læsisátak
Brynhildur
Pétursdóttir
þingmaður
Bjartrar framtíðar
Ég hef á
tilfinning-
unni að þessi
ráðstöfun á
almannafé sé
afar misráðin
og skili ekki
tilætluðum
árangri.
Flísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
Finndu okkur
á facebook
Gæði og g
læsileiki e
ndalaust ú
rval af há
gæða flísu
m
afgirtur forsætisráðherra
Forsætisráðherra þjóðarinnar,
Sigurður Ingi Jóhannsson, sagði í
árlegri ræðu sinni á þjóðhátíðar-
degi Íslendinga, kyrfilega afgirtur
í þokkabót, að þjóðarmeinið á
Íslandi sé ójöfn skipting auðsins í
landinu. Sagði Ísland auðugt land
með gnægð auðlinda auk mann-
auðs. „Fólk hefur ekki þol fyrir
óréttlátri skiptingu þar sem sumir
fá að njóta á meðan aðrir gera það
ekki. Sérstaklega á þetta við þegar
tilfinning fólks er sú að sumir fái
fleiri og betri tækifæri en aðrir,“
sagði forsætisráðherrann. Áhuga-
verð breyting á stuttum tíma
þegar það var „óneitanlega flókið
að eiga peninga á Íslandi.“
Varnaglinn
En það er hinsvegar áhugavert að
skoða þessi orð forsætisráðherr-
ans. Fólk sumsé þolir ekki órétt-
láta skiptingu þegar fólk hefur
tilfiningu fyrir því að sumir fái
betri tækifæri en aðrir. Forsætis-
ráðherrann setur þarna snyrti-
legan varnagla. Það þarf nefnilega
ekkert að vera svo að sumir fái
fleiri og betri tækifæri en aðrir.
Það þarf ekki að vera að skipt-
ingin sé óréttlát. Þjóðin þolir bara
ekki hugmyndina um óréttlátt
samfélag. Það er kannski þannig,
þegar öllu er á botninn hvolft, að
lítið hafi breyst frá því í maí 2013.
Gæti verið að núverandi forsætis-
ráðherra sé sammála fyrirrennara
sínum, að rof milli skynjunar og
veruleika fólkins í landinu sé um
að kenna? sveinn@frettabladid.is
Dýr efla hið góða í manneskjunni. Þau sýna skilyrðislausa ást en krefja mann ekki um ást,“ sagði Sigurborg Daða-dóttir yfirdýralæknir í föstudagsvið-tali Fréttablaðsins fyrir helgi. Sigur-borg ræddi meðal annars hundahald
í þéttbýli, en hundaeigendum hefur verið tíðrætt um
hversu óvelkomnir hundar séu víðast hvar. Sigurborg
ræddi sögulegar skýringar þessarar óvildar, þegar
heilasulli var útrýmt hér með hundahreinsunum.
Hundar eru sannarlega óvelkomnir víða. Eigendum
er óheimilt að notast við almenningssamgöngur með
dýr sín, en þau eru algeng sýn víða erlendis í lestum
og strætisvögnum, rétt eins og á kaffihúsum, versl-
unum og annars staðar úti meðal fólks. Þá er réttur
þeirra hér til íbúðar í fjölbýlishúsum takmarkaður.
Hundar og kettir hafa fylgt manninum frá örófi
alda. Eðlilega getur sambúð dýra í nábýli við annað
fólk en eigendur þeirra valdið árekstrum og rétturinn
til að halda gæludýr takmarkast af rétti nágranna til
að lifa sínu lífi án óþæginda og ónæðis sem dýrin geta
valdið. Því fylgir ábyrgð að eiga gæludýr gagnvart
bæði öðru fólki og umhverfinu. Hunda- og kattahald
í fjölbýlishúsum er bannað, nema með samþykki
annarra eigenda. Tveir þriðju hluti eigenda þurfa að
samþykkja dýrin.
Í maí vakti athygli barátta þriggja hundaeigenda
í Stakkholti fyrir því að fá að hafa hundana sína í
blokkinni. Eigendurnir sögðust hafa lagt sig fram við
að láta sem minnsta truflun vera af hundunum. Þeim
hafi ekki fylgt óþrifnaður, lítið hafi heyrst í þeim og
þeir komi sáralítið inn í sameign hússins. Svo fór að
þeim var gert að losa sig við hundana.
Eigendur hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að gera
það sem þeir kjósa í híbýlum sínum, svo fremi sem
það hefur ekki ónæði eða röskun fyrir aðra í för með
sér. Mönnum er frjálst að hagnýta eignir sínar á hvern
þann hátt sem telst löglegur, eðlilegur og venjubund-
inn. Rétt eins og eigandi á almennt ekki kröfu á því
að nágrannar hans taki, við hagnýtingu sinna eigna,
tillit til veikleika hans eða viðkvæmni. Mörkin milli
þess, sem leyfilegt er og óleyfilegt, þess sem umbera
verður og þess sem ekki má, eru ákvörðuð samkvæmt
almennum mælikvarða.
Auðvitað eru til sjónarmið sem styðja það að
reglur þurfi að vera til um gæludýrahald í þéttbýli en
það sama má segja um svo margt annað. Hvað með
reglur til að vernda fólk gegn lélegum tónlistarsmekk
nágranna, mikilli framkvæmdagleði eða hverju öðru
sem getur skert lífsgæði í fjölbýlishúsum?
Þegar ágreiningur kemur upp í fjöleignahúsi,
eins og annars staðar í mannlegum samskiptum, er
meginreglan sú að fólk leysir úr þeim vandamálum
sín á milli en hægt er að leita ásjár réttarvörslu-
kerfisins ef vandamálið keyrir um þverbak. Auðvitað
er þessi leið töluvert skárri en boð og bönn um hvað
menn megi gera heima hjá sér. Þess vegna er það ill-
skiljanlegt af hverju dýraeigendur séu einir teknir út
fyrir sviga burt séð frá því hvort eiginlegt vandamál er
til staðar. Hvers eiga þeir að gjalda?
Bestu vinir
Eigendur hafa
stjórnarskrár-
varinn rétt til
að gera það
sem þeir kjósa
í híbýlum
sínum, svo
fremi sem það
hefur ekki
ónæði eða
röskun fyrir
aðra í för með
sér.
2 0 . j ú n í 2 0 1 6 M Á n U D A G U R10 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð i ð
SKOÐUN
2
0
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
C
6
-9
D
E
4
1
9
C
6
-9
C
A
8
1
9
C
6
-9
B
6
C
1
9
C
6
-9
A
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K