Fréttablaðið - 20.06.2016, Page 14
www.byko.is
EM-leikur BYKO á
Facebook. Þú gætir
unnið allt fyrir útileguna.
- Vertu með!
HEILDARVERÐMÆTI VINNINGS
100.000kr.
3ja manna tjald, 2 x svefnpokar, 2 x tjalddýnur, 2 x útilegustólar, kælibox,
plast matarstell, Napoleon ferðagasgrill, grilláhöld, útileguljós LED
Leiðtoginn í íslensku vörninni. Yfirvegaður og veitir félögum sínum mikið öryggi í öftustu línu.
Steig ekki feilspor í leiknum á móti Ungverjum og
var besti maður Íslands í leiknum. Les leikinn betur
en flestir og lenti sjaldan í miklum vandræðum.
Brýtur nánast aldrei af sér og gerir fá mistök. Hefur
verið einn besti miðvörðurinn á EM í Frakklandi.
1 1MörkGylfi Þór Sigurðsson, víti (40.) MörkSjálfsmark Birkis Más Sævarssonar (88.).
Einkunnir leikmanna íslenska landsliðsins
Hlupu mest: Hlupu mest:
Gylfi Þór Sigurðsson Ádám Nagy12 km 12 km
12 km 12 km
12 km 12 km
Jóhann Berg Guðmundsson Ádám Lang
Birkir Bjarnason Zoltán Gera
Hannes Þór Halldórsson 7
Virkaði óvenju óöruggur í markinu. Engin
afdrifarík mistök samt og hélt hreinu.
Birkir Már Sævarsson 7
Skilaði sínu og gott betur. Engin mistök hjá
Birki og var afar óheppinn í sjálfsmarkinu.
Kári Árnason 8
Traustur sem endranær, tók engar áhættur.
Ari Freyr Skúlason 7
Var í erfiðu varnarhlutverki en leysti það.
Jóhann Berg Guðmundsson 7
Fékk besta færi Íslands einn gegn Király.
Aron Einar Gunnarsson 7
Fyrirliðinn barðist en var mistækur í fyrri
hálfleiknum. Sótti vítið sem gaf markið.
Gylfi Þór Sigurðsson 8
Sást ekki fyrsta hálftímann en þegar hann
fékk boltann fengu menn trú. Öruggt víti.
Birkir Bjarnason 8
Lítið með framan af en tók stöðu Arons og
lét vel til sín taka. Gríðarlega mikilvægt að
eiga mann sem getur leyst Aron af svo vel.
Jón Daði Böðvarsson 7
Gekk ekki jafnvel að koma sér inn í leikinn.
Kolbeinn Sigþórsson 8
Hélt áfram vinnusemi sinni í háloftunum
eins og gegn Portúgal en lítið skapaðist.
Emil Hallfreðsson (fyrir Aron á 66.) 5
Inn fyrir Aron sem meiddist. Skynsamur
en liðið í nauðvörn nánast allan tíma hans.
Alfreð Finnbogason (fyrir Jón á 69.) 6
Mjög klók innkoma og hljóp úr sér lungun.
Fórnaði sér í broti og fer í bann.
Eiður Smári (fyrir Kolbein á 83.) -
Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en fékk
sínar fyrstu mínútur. Nálægt því að skora.
Heppnaðar sendingar:
Hannes Þór Halldórss. 19
Gylfi Þór Sigurðsson 17
Birkir Bjarnason 16
Bikir Már Sævarsson 14
Unnar tæklingar:
Gylfi Þór Sigurðsson 4
Ari Freyr Skúlason 4
Kári Árnason 3
Birkir M. Sævarsson 2
Heppnaðar hreinsanir
Ragnar Sigurðsson 8
Kári Árnason 3
Birkir Bjarnason 3
Kolbeinn Sigþórsson 2
Unnin skallaeinvígi:
Kolbeinn Sigþórsson 10
Jón Daði Böðvarsson 2
Birkir Már Sævarsson 2
Kári Árnason 1
Seinni boltum náð:
Birkir Bjarnason 6
Ari Freyr Skúlason 6
Kári Árnason 4
Eiður Smári Guðjohnsen 3
Oftast með boltann:
Hannes Þór Halldórss. 49
Ari Freyr Skúlason 44
Kári Árnason 36
Gylfi Þór Sigurðsson 35
11,43 km 11,79 km
10,81 km 11,34 km
10,35 km 10,82 km
Með boltann
Skot á markSkot
66%
34
%
12
7 4 2
Fótbolti Heimir Hallgrímsson,
landsliðsþjálfari Íslands, vildi lítið
segja um ummæli Joachim Löw,
landsliðsþjálfara Þýskalands, sem
segist sjá eftir þeirri breytingu að
fjölga liðum í úrslitakeppni EM úr
sextán í 24.
„Það eru lið sem eru að spila
öfga varnarleik. Þau gera það samt
vel," sagði Löw. „Litlu liðin eins
og Albanía og Wales eru mjög vel
skóluð varnarlega," bætti hann við
en nefndi þó ekki Ísland á nafn.
Þetta er hans skoðun
Ísland hefur spilað mjög öflugan
varnarleik á mótinu í Frakklandi og
uppskorið tvö 1-1 jafntefli. Íslenska
liðið hefur þó oft sýnt betri sóknar-
leik en á mótinu í Frakklandi. „Þetta
er hans skoðun og svo sem engu við
það að bæta. Hvert lið hefur sinn
stíl til að vinna leiki. Menn verða
að spila á sínum styrkleikum,“ sagði
Heimir við Fréttablaðið.
„Ég hef oft sagt að ef við ætlum
að spila eins og Spánn þá yrðum
við léleg eftirlíking af Spáni og
myndum aldrei geta neitt. Ef að
honum [Löw] finnst leiðinlegt að
spila gegn varnarsinnuðum liðum
þá er það hans skoðun.“ Hann tekur
undir að öll þau lið sem eru komin
á EM eigi erindi þangað og að hvert
lið eigi sinn stíl og einkenni.
„Okkar styrkleiki snýst um vinnu-
semi, baráttu og góðan og skipu-
lagðan varnarleik. Við höfum þó
skorað í öllum leikjum og sýnt að
við getum skorað mörk. Við gerum
það ekki á sama hátt og aðrir. Ef að
allir myndu spila eins myndu þeir
sem eru með bestu einstaklingana
alltaf vinna.“
Bilið er alltaf að minnka
Lars Lagerbäck, meðþjálfari Heimis,
viðurkennir að hann hafi í fyrstu
verið efins um að fjölga ætti liðum
í lokakeppni EM og óttaðist að það
myndi bitna á gæðum mótsins. En
hann er annarrar skoðunar í dag.
„Nú þegar ég hef vanist hugsun-
inni finnst mér þetta góð breyt-
ing. Öll liðin hafa sýnt að bilið á
milli liðanna er alltaf að minnka í
alþjóðaboltanum,“ sagði Lars.
„Leikmenn minni landsliða eru
að fara til stærri liða í stærri deild-
um. Þetta verður alltaf erfiðara fyrir
stóru liðin. Þetta er gott fyrir fót-
boltann á meðan minni liðin eru
ekki að tapa með stórum tölum.“
– esá, – tom
Ísland er ekki eftirlíking af Spáni
Joachim Löw þjálfari heimsmeistaranna gagnrýndi nokkur „lítil“ lið fyrir að vera of varnarsinnuð á EM. Heimir Hallgrímsson segir að
lið verði að spila á sínum styrkleikum og að Ísland myndi aldrei ná árangri með því að reyna að spila eins og spænska landsliðið.
Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska liðsins, sýnir hér mikil tilþrif þegar hann reynir hjólhestaspyrnu í vítateig Ungverja í
leiknum í Marseille á laugardaginn. Kolbeinn Sigþórsson og varnarmenn ungverska liðsins fylgjast með. FréttaBlaðið/VilHElM
Ég hef oft sagt að ef
við ætlum að spila
eins og Spánn þá yrðum við
léleg eftirlíking
af Spáni.
Heimir Hallgríms-
son, annar þjálfari
íslenska liðsins
Maður leiksins
6 Ragnar Sigurðsson
Unnir boltar: 2 | Hreinsanir: 8 | Einkunn: 9
2 0 . j ú n í 2 0 1 6 M Á n U D A G U R14 s p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð
2
0
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
C
6
-9
8
F
4
1
9
C
6
-9
7
B
8
1
9
C
6
-9
6
7
C
1
9
C
6
-9
5
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K