Fréttablaðið - 20.06.2016, Síða 44

Fréttablaðið - 20.06.2016, Síða 44
Þessi töffari var í hermannaúlpu með loðkraga, Ray-Ban sólgleraugu og leðurskóm. Góð leið til þess að vera flott á því ásamt því að vera þægileg. Klassísk Burberry-skyrta og hvít Fila- úlpa er kannski ekki eitthvað sem er oft notað saman en þessum unga manni tókst svo sannarlega vel til. Þægilegur kappi með demanta í and- litinu. Demantarnir voru afar áberandi á gestum hátíðarinnar í ár og greinilegt að þeir verða vinsælir í sumar. Einstaklega töff týpa sem lætur það líta út fyrir að vera ekkert mál að negla leðursmekkbuxna-tískuna. Sjóara- hattur og kósý peysa toppar dressið. Ein leið til þess að standa upp úr og vekja athygli er að vera í skærum litum. Secret Solstice er fullkomið tilefni til þess að breyta til og vera litríkur. Fréttablaðið var á Secret Solstice um helgina og tók púlsinn á götutískunni. Mörg þúsund gestir voru á hátíðinni og var því áhugavert að sjá fjölbreyttan smekk hjá mismunandi fólki. Sumir klæddust litríkum og mynstruðum fötum á meðan aðrir fóru hefðbundnari leiðir og klæddust svörtu í bland við jarðbundnari liti. Útkoman þetta árið er vægast sagt skemmtileg og öðruvísi. Þessi töffari mætti í síðri peysu og strigaskóm. Flott sól- gleraugu í stíl og þetta getur ekki klikkað. Þægileg leið til þess að halda á sér hita á meðan maður lítur vel út. Bónus peysa og munstraðar buxur er ekki endilega eitthvað sem allir mundu leggja í en þessi ungi drengur náði að standa upp úr og vekja athygli á góðan hátt. 2 0 . j ú n í 2 0 1 6 M Á n U D A G U R24 L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð Lífið Götutískan á Secret Solstice e Skemmtileg litasamsetning sem passar vel við tónlist- arhátíðar-þemað. Fal- legur grænn gallajakki og hvítir Stan Smith skór getur hreinlega ekki klikkað. Gunnhildur Jónsdóttir gunnhildurn@frettabladid.is 2 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 C 6 -B 1 A 4 1 9 C 6 -B 0 6 8 1 9 C 6 -A F 2 C 1 9 C 6 -A D F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.