Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.02.1983, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 17.02.1983, Blaðsíða 14
EE53JB* Fimmtudagur 17. febrúar 1983 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæö. - Sími 1717. f G 1 1 SALAT 1 ! ÉMÍ SPARISJOÐURINN tOS .1.1 3'i MMttJÍOttli Keflavík Síml 2800 Njarövík Síml 3800 Garöi Sími 7100 Skipasmíöastöö Njarövíkur hf.: Vetrarverkefni tryggð Snemma morguns 19. jan. sl. kom norski dráttar- báturinn Björn Eskil til Njarövíkur með skrokk þann sem Skipasmíðastöö Njarðvfkur átti von á. Þegar skipið kom reyndust skrokk arnir að vfsu vera tveir, en ekki einn. Af þvf tilefni og til að fá nánari fregnir af verkefn- um Skipasmfðastöðvarinn- ar, hafði blaöiö samband við Þorstein Baldvinsson, framkvœmdastjóra fyrir- tækisins. Þorsteinn sagði að stærri skrokkurinn væri kominn á sinn stað upp f slipp og væri vinna f honum hafin af full- um krafti, en reiknaö ermeð aö skipiö verði fullbúiö í óvtot w hvenær vlnna vl6 hinn tkrokklnn hafst Skrokkur Skagavikur tf. byrjun júlí næsta sumar. Hér er um að ræða skip sem er um 2 metrum lengra en Gunnjón, sem stööin lauk við sl. vor. Þá er þetta skip öflugra á ýmsan máta, stærra spilkerfi og meira vélarafl. Skráður eigandi er Skagavík sf., Keflavík. Um hinn skrokkinn sagði Þorsteinn að um væri að ræöa 130-140 tonna skip sem sett veröur í geymslu og er algjörlega óvfst um það hvenær vinna viö það skip mun hefjast. Um önnur verkefni sagði hann aö vinna væri að hefj- ast við b.v. Lárus Sveinsson frá Ólafsvík. Væri þar um miklar endurbætur að ræöa sem duga myndu fram f aprfl n.k. - epj. Sváfu í rútunum Fimmtudaginn 3. febrúar sl. lentu 27 krakkar úr Kefla- vfk og Njarövfk f nokkuð óvanalegri skföaferð í Blá- fjöll. Ferð þessi var farin á vegum Skfðafélags Suöur- nesja og Steindórs Sigurös- sonar, en þessir aðilar hafa haldið uppi skíðaferöum 2var f viku þangaö upp eftir. Þaö sem geröi þessa ferö óvanalega var aö krakkarn- ir uröu að sofa í rútum sem voru tepptar á veginum fyrir UIl ¦ íL Gubmundur Ólafason, bll«l|órl Vill opna hér tannlækna- stofu Eins og áður hefur komið fram verður í sumar opnuð ný tannlæknisstofa að Hafn argötu 32 i Keflavík. Er þar að verki Ingi Gunnlaugs- son. En fleiri virðast vilja opna hér slíka þjónustu, því 27. jan. sl. var tekið fyrir í bæj- arráöi Keflavíkur erindi frá Gísla Vilhjálmssyni, tann- lækni, þar sem hann spyrst fyrir um aðstööu fyrir tann- læknisstofu, með sérgrein í tannréttingum. Að sögn bæjarstjóra tók bæjarráð vel í málið þar sem þessi aöili býöur upp á þjón ustu sem ekki var áður fyrir hér syðra, þ.e. tannrétt- ingar. - epj. neðan Eldborg, og í staö þess aö koma heim um mið- nætti komu þau ekki heim fyrr en kl. 7.30 morguninn eftir. Nokkuö hefur boriö á ýmsum sleggjudómum um ferð þessa, m.a. hefur heyrst fullyrt að forráða- menn hópsins hefðu lagt þarna út f tvfsýnu með krakkahóp sem lent heföi undir þeirra óstjórn í lífs- hættu. Of seint hefði verið farið af stað heim með börnin og viökomandi aöilar hefðu átt að sjá fyrr í hvað stefndi og annaö f þeim dúr. Af þessu tilefni hafði blaðiö samband viö nokkra aðila málsins. Fyrst tókum viö tali Guomund Ólafsson, sem var bflstjóri hópsins. Hann sagði aö um kl. 20.45 hefði veðrið farið að verða hálf leiöinlegt og þá tóku þeir þaö ráö aö fara heim á leiö og voru krakkarnir þá kallaöir saman. Var lagt af stað heim um kl. 21.30, sem er tæplega klukkutíma fyrr en vanalega. Þá var komin blindhríö og sásta vart út úr augum, en samt gekkferöin nokkuð vel fyrstu kílómetr- ana. En fljótlega stöövuö- ust þau af völdum smábíla er höföu fest sig eða drepið á sér. Komust þau að rútum frá Guömundi Jónassyni, sem voru tómar og á leið upp eftir. Þar var allt oröiö fast og opnaöist ekki fyrr en kl. 5 um morguninn. Þar sem bílarnir frá Guðmundi Raynlr Krist]ánsson og Guöjón Magnússon Jónassyni voru tómir, fóru um 10 krakkar yfir f einn af þeim bílumtilaðrýmra yrði um þau, og sváfu þau sfðan í bílunum um nottina, en veður var mjög vont. Heim var hópurinn kominn eins og fyrr segir kl 7.30 um morguninn, eða 10 tímum eftir aö lagt var af stað úr Bláfjöllum, sem er rúmum 8 tímum lengri ferð en vana- lega. Þá tókum við tali tvo af þeim sem í hópnum voru, þá Reynl Kristjánsson og Guð|ón Magnússon. Þeir sögðu aöþegaruppeftirvar komið hefði veðurútlitið verið oröið ansi slæmt og því vildi bílstjórinn faraaftur heim, en krakkarnir voru ekki til í það og var því að- eins farið út með því skil- yröi að þau yrðu komin aftur í bílinn fyrir kl. 21. En áður voru settar keðjur undir rútuna og fyrr en varöi var komin blindhríð og því fremur lélegt skyggni til aksturs. Meö í þessari ferö eins og í öllum öörum ferð- um, var fulltrúi frá Skíöafé- laginu. Til aö aðstoða bíl- stjórann fór hann og annar út úrbílnummeðvasaljóstil að fylgja kantinum og kom rútan síðan í humátt á eftir, en þó aðeins væru nokkrir metrar á milli, sáust þeir vart. En þannig þokuðust þeir þó í um VA tíma, leiö sem vanalega tekur 10 mínútur að aka. Eftir að þau höfðu stööv- ast af völdum smábílanna, en þeir tóku sérstaklega fram að þaö voru smábílar sem stöðvuðu rútuna en ekki það að hún heföi verið vanbúin á einn eða annan hátt, þá skiptu þau sér á milli rútanna og fór vel um hópinn utan það, aðeinnog einn var orðinn svangur. Framh. á 13. slðu Spurt í Njarðvík: Ertu búin(n) aö blóta þorrann? Sigurbjörg Amadóttir: ,Já, ég fór á þorrablót." Harpa Hauksdóttlr: „Já, já, ég fór á þorrablót." Jón Þorkelsson: „Nei, og hef ekki gert þaö í 3 ár, því ég bý í Vogum og þar er komið svo mikið af nýju fólki og þá er ekki eins gaman." Skarphéölnn Jóhanns- son: „Nei, og munekki gera þaö, því einstæöing eins og mig, sem kominn er út af vinnumarkaði, vill enginn tala við."

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.