Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.02.1983, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 17.02.1983, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 17. febrúar 1983 11 GAMMUR SKRIFAR: Er verið að breyta kjördæmaskipan fyrir frambjóðendur og flokkana? Litið viö aö tjaldabaki Það hefur tæpast fariö framhjá neinum, að nú er unniö af fullum krafti að endurskoðun kjördæma- málsins svokallaða. Sú end- urskoöun kallar óhjákvæmi lega á breyt i ngar á stjórnar- skrá og jafnhliða á breyt- ingar á kosningalögum. Stjórnarskrárnefndin, sem setið hefur undir stjórn Gunnars Thoroddsen árum saman, sendi frá sér í des- ember sl. rit eitt mikið um kjördæmamálið, þar sem slegið var upp ýmsum möguleikum til leiðrétting- ar á núverandi stöðu mála. Einum 50-60 leiðum var varpaðfram. Flestirvalkost- irnir leiddu til minnkandi misvægis milli þéttbýlis og dreifbýlis. Eitt er þó athygl- isvert: Ekkl eln af þeim 50-60 tillögum, sem flnna mátti i þessum do&ranti stjórnarskrárnefndarinnar, geröi ráð fyrir þvf að 3/5 hluti þjóðarinnar hefði kost á því að kjósa meira en helmlng þingmanna. Með öðrum orðum, þá var hvergi gert ráð fyrir þvf, a& Reyk- viklngar og Reyknesingar, sem teija 59% af ibúum allr- ar þjóðarinnar, gœtu kosið melrihluta þingmanna. Þetta þýóir einnig, aðþað fiafi ekki hvarflað að mönn- um í þessari merku nefnd, að virða þau grundvallar- mannréttindi, a& atkvæða- réttur ætti að vera jafn, sama hvar fólk væri búsett á landinu. Að vísu komu fram hugmyndir urn að landið yrði allt gert að einu kjör- dæmi og sú skipun mála myndi sjálfkrafa tryggja að atkvæöaréttur manns í Sandgerði yrði samur og konu vestur á fjörðum. Þessi hugmynd fékk þó engar undirtektir og dó drottni sínum fljótlega í nefndinni. LÖGBINDA ÓJÖFNUÐ Það hlýtur að vekja furðu þau sjálfsögöu sjónarmið, að allir íslendingar hafi sama kjörrétt, virðast hafa hlotið lítinn hljómgrunn í stjómarskrárnefndinni. Og nú sitja formenn stjórn- málaflokkanna með sveitt- an skallann og reyna að koma saman í einn pakka, sjónarmiðum sínum í kjördæmamálinu. Heldur ekki þar dettur neinum for- mannanna það í hug, að hampa þeim skoðunum, að menn seu ekki flokkaðir í 1. flokks kjósendur og 2. flokks kjósendur eftir búsetu á landinu, heldurað allir hafi sama rétt. Hve lengi ætla íbúar á Suðvesturhorninu að láta skipa sér íflokk óæöri kjós- enda, sem hafa aöeins tak- markaðan kosningarétt í samanburöi við dreifbýlis- kjördæmi? SKIPTA UM STRAUM Fleiri atriða er sárlega saknað í umræðunni um kjördæmamálið. Hvarert.d. stödd sú hugmynd, að Reykjaneskjördæmi verði skipt um Straum og að Suð- urnesin verði sérstakt kjör- dæmi? Á þessa hugmynd er Biliiard: VaSur Keiilsson vann Janúar-mótið Valur Ketilsson sigraði í janúar-mótinu (billiard. Lék hann rnjög vei í úrslitunum og vann alla sína andstæö- inga. Fáí! Ketiisson varð annar eftir úrslitaviðureign við Tómas Marteinsson, sem varö þriðji. Staðan í stigakeppninni er því þessi: stig: Jón Óli ........... 5 stig Valur Ketilsson ... 3 stig Óskar Halldórsson 3 stig Tómas Marteinsson 3 stig Páll Ketilsson ..... 2 stig Börkur Birgisson .. 2 stig pket. Valur Ketilsson ekki minnst. Spurt er: Hvers vegna ekki? AUKIÐ PERSÓNUVAL Og þriöja atriðið, sem allt- of lítið er taiað um. Flestir eru um það sammála, - í orði kveðnu a.m.k. -aðauka þurfi persór uval kjósenda í kosningunum sjálfum. Danir hafa t.d. þann hátt á, að á framboöslistum flokk- anna eru frambjóöendur ekki númeraðir, heldur er ætlast til þess að kjósendur viðkomandi flokks raöi mönnum upp eftir eigin ósk. Þannig er raunar búið að flytja prófkjör flokkanna inn í sjálfan kjörklefann. Flokkarnir sjálfir virðast hræddir við að færa aukin völd í hendurnar á kjósend- um og hugmyndir um aukið persónuval kjósenda eiga því erfitt uppdráttar í sum- um stjórnmálaflokkum. Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni, að öll umræöan um kjördæma- málio og þær tillögur sem hafa verið viðraðar í því máli, beri keim af því hvern- ig flokkarnir sjálfir tryggi tilvist sína I framtíðinni og einnig tryggi hin nýja kjör- dæmaskipan, að ákveðnir flokksgæðingar haldi sæt- um sínum á þingi. Minna fari oft fyrir því, að menn hugsi sem svo: Hvað kemur kjósendum best, hvernig er lýðræðið best tryggt? FYRIR FRAMBJÓÐENDUR??? Einmitt í þessu sambandi er fróðlegt til þess aö vita, að nú munu stuðnings- menn Ólafs Ragnars Gríms- sonar og Geirs Hallgríms- sonar mjög áfram um þaö, að kosningalögum verði breytt nú þegar, þannig að einhver fjölgun þingmanna verði á suðvesturhorninu strax í næstu kosningum. Nú alltíeinu bráðligguráað breyta þingmannatölu suð- vesturhornsins. Ekki endi- lega vegna þess að þaö sé réttlátt gagnvart meirihluta kjósenda. Nei, heldur til þess aö tryggja að ákveðnir frambjóöendur falli ekki út af þingill! Gammur I I I l Prjónakonur Kaupum fallegar vel prjónaða sjónvarps- sokka, 60 cm langa. Móttaka miðvikudaginn 23. febrúar n.k. kl. 13.15 að Iðavöllum 14b. ÍSLENZKUR MARKAÐUR HF. Atvinnu- rekendur Atvinnurekendureru alvarlegaminntiráað tilkynna bæjarsjóði Njarðvíkur um starfs- menn sína. Vanræksla á tilkynningaskyldu þessari, svo og vanræksla á að halda eftir kaupi starf sfólks upp í útsvar, veldur því að launa- greiðandi er ábyrgur fyrir útsvarsgreiðsl- um starfsfólks síns, sem eigin skuld. Bæjarsjóöur - Innheimta Ný þjónusta á Suðurnesjum Höfum ákveðið að senda viðgerðarbíl á Suðurnesin til þjónustu á þvottavélum og smátækjum: Hoover, Zanussi, Indesita, Siwa, Siltal, Thermor, Eumeniz, Holland-Electric o.fl. Þeir sem hafa áhuga á þessari þjónustu, hafi samband við verkstæði vort í síma 81447 og panti tíma. Við sækjum einnig ryksugur og annað smádót, þegar við erum á ferðinni. - 20 ára reynsla í viðgerðarþjónustu. - RAFBRAUT Suöurlandsbraut 6 - Reykjavík Sími 81447 og 81440 I I MfflONNAISEj GARÐSSALAT HE f

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.