Víkurfréttir - 30.03.1983, Page 1
Sjómenn á línubátum:
LOGSOKN - OG AFLI
GERÐUR UPPTÆKUR
- ef útgerðarmenn gefa sig ekki
Fyrir tæpum mánuði síð-
an var sagt frá því hér í blað-
inu að Útvegsmannafélag
Suðurnesja hreinlega
,,stillti útgerðarmönnum
upp við vegg“, eins og fram-
kvæmdastjóri VSFK orðaði
það að Útvegsmannafélag-
ið bannaði útgerðarmönn-
um að greiða löndunarpen-
inga þó róið væri með meira
en 45 bjóð. í sömu frétt er
sagt frá því að sjómenn á
línubátum hafi samþykkt á
fundi sínum að róa ekki
með meira en 45 bjóð þartil
útgerðarmenn greiddu
löndunarpeninga.
Nú stendur málið enn
eins, þó þannig að sjómenn
stóðu ekki við eigin sam-
þykkt og því hafa bátar róið
með 90 bjóð og jafnvel
meira, þ.e. þeir sem það
vilja. Að vísu eru nokkrir
bátar sem aldrei hafa farið
upp fyrir 45 bjóðin.
Hafa málin því þróast
þannig, að aðilar málsins
hafa sent út bréf þar sem
skilningur hvors um sig er
staðfestur sem hinn eini
rétti. Útvegsmannafélagið
hefur m.a. hvatt sína menn
til að róa með þá línulengd
sem þeir vilja og hlusta ekki
á orð sjómanna. VSFK
hefur svarað þessu bréfi og
hótar nú að verði þau mót-
mæli ekki tekin til greina
muni koma til lögsóknar að
hálfu félagsins.
Útgerðarmenn telja að
ákvæði um línulengd hafi
fallið úr samningum 1968,
en VSFK telur að sam-
kvæmt samningum frá 1961
standi þetta og það hafi
aldrei verið gerð nein breyt-
ing á því ákvæði og verði því
aflaverðmæti gert upptækt
hjá þeim sem brjóta þetta,
verði málið ekki lagfært
strax. - epj.
Stórleikur! - Allir í
HÖIHna - góða skemmtun!
Sinfóníuhljómsveit (s-
lands heldur tónleika í
íþróttahúsi Keflavíkur 7.
apríl n.k. kl. 20.30 og er
þetta liður í hátíðarhöldum i
„Stjórnmálaflokkarnir
munu ekki fá kosningasíma
eftir vild“, sagði Björgvin
Lúthersson, símstöðvar-
stjóri í Keflavík, í samtali við
blaðið sl. fimmtudag. „Það
er í mesta lagi að þeir fá
einn sima hver flokkur, það
eru allar hömlur á fleiri sím-
um en það verður komið
þannig á mótsviðþáaðþeir
fá síma sem eru hér í
geymslu."
tilefni af 25 ára afmæli Tón-
listarfélagsins Keflavíkur
og Tónlistarskólans.
Hljómsveitin hefurá und-
anförnum árum við sívax-
andi vinsældir leikið um allt
Eins og kunnugt er er nú
langur biðlisti eftir nýjum
símum og því verða stjórn-
málaflokkarnir að leysa sín
símamál í gegnum stuðn-
ingsmenn sína.
Varðandi þennan biðlista
þá eru nú líkur á að mál
lagist nokkuð þegar bygg-
ingaframkvæmdum við sím-
stöðina lýkur, en nánar um
það í næsta blaði. - epj.
land og aðsókn víðast
meiri en húsrúm leyfði. Hér
í Keflavík lék hún fyrst fyrir
þremur árum við sérlega
góðar undirtektir og troð-
fullu húsi.
Á þeim tónleikum lék
hinn ungi keflvíski fiðluleik-
ari, Unnur Pálsdóttir, ein-
leik með hljómsveitinni í til-
efni af burtfararprófi sínu
frá skólanum. Unnur hefur
að undanförnu stundað
framhaldsnám í Belgiu og
kemur sérstaklega hingað í
tilefni 25 ára afmælisins til
að leika einleik með hljóm-
sveitinni þann 7. apríl.
Ennfremur verður óperu-
söngkonan Sieglinde
Kahmann sem einnig er
söngkennari Tónlistarskól-
ans, einsöngvari á þessum
tónleikum. Hún munsyngja
óperuaríur og létt vínarlög.
Þess er skemmst að minn-
ast að hún og Kristján Jó-
hannsson hafa gert garðinn
frægan að undanförnu í
óperunni Tosca, sem Sinfó-
níuhljómsveitin flutti nú
nýlega.
Efnisskráin á tónleikun-
um þann 7. apríl verður hin
eftirtektarverðasta - fyrri
hlutinn léttklassískur og
óperutónlist, en síðari hlut-
inn verður eingöngu helg-
aður Vínartónlist.
Styrktarfélögum verða
sendir miðar heim.
Allir á staðinn - og góða
skemmtun!
Næsta blað
kemur út
14. apríl.
Kosningasímar
skornir niður
Verkfall beitningarmanna
í Sandgerði
Síðan í janúarmánuði í
fyrra hefur staðið yfir deila
milli Verkalýðs- og sjó-
mannafél. Miðneshrepps
og Útvegsmannafélags
Suðurnesja vegna kaup-
tryggingar hjá beitningar-
mönnum. Ekkert hefur
þokast í samkomulagsátt
þrátt fyrir fundi hjá Sátta-
semjara ríkisins.
VSFM auglýsti á sínum
tima taxta varðandi málið,
sem Útvegsmannafélagið
sætti sig ekki við og fór þvi
svo að VSFM boðaði til
verkfalls á síðasta ári sem
kom þó aldrei til fram-
kvæmda, þar sem því var
frestað. Nú hefur félagið
aftur boðað verkfall og átti
það að koma til fram-
kvæmda um síðustu helgi,
en á félagsfundi sem hald-
inn var sl. fimmtudag, var
því frestað fram yfir páska.
epj.
f N
Gleðilega páska!
Ljósm.: pket.
,,Hvað ungur nemur, gamall temur"
H.H. Ág.