Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.1983, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 30.03.1983, Blaðsíða 12
12 Miðvikudagur 30. marz 1983 VÍKUR-fréttir Fyrirspurn og svör varðandi Garðvang Fulltrúar Alþýðuflokks- ins í baejarstjórn Keflavíkur lögðu nýlega fram eftirfar- andi fyrirspurn: „Fullrúar Alþýðuflokks- ins óska hér með að baejar- stjóri afli eftirfarandi upp- lýsinga frá stjórn Garð- vangs varðandi viðbygg- ingu þá sem unnið er að og tafist hefur óeðiilega að okkar mati: 1. Hvað hefurveriðgerttil þess að fá framlög og lán? 2. Hvaða framlög og lán hafa fengist þegar? 3. Hvaða framlög og lán eru vaentanleg i ár eða síðar? 4. Hve mikið fé skortir til þess að Ijúka byggingunni og taka hana í notkun? 5. Hefur fjárvöntun eða eitthvað annað tafið fram- kvaemdir?" Á baejarstjórnarfundi 15. marz sl. lá fyrir eftirfarandi greinargerðfrá stjórn Garð- vangs: Hér með sendir stjórn Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum yður svör við bréfi yðar dags. 14/2 '83: 1. Sótt hefur verið um lán frá Húsnaeðisstofnun ríkis- ins og framlag frá Fram- kvæmdasjóði aldraðra. 2. Framlag úr Fram- kvæmdasjóði nam 1982 kr. 500.000. Lán fékkst frá Hús- næðisstofnun á árinu 1982 kr. 809.252., þar af til út- borgunar kr. 566.476, er greiðist með mánaðarleg- um greiðslum, síðast í júlí '83. Greiðslur sveitarfélaga hafa numið kr. 453.000. 3. Þess er vænst að fram- lag fáist úr Framkvæmda- sjóði aldraðra á árinu 1983. Ekki er enn vitað hve mikið né hvenær. (Heyrt nefndar kr. 600.000). Þá er það von stjórnar að sveitarfélögin Auglýsing til sjóðfélaga Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suðurnesj- um hefur sent frá sér yfirlit til þeirra sjóðfé- laga sem greiddu iðgjöld til sjóðsinsáárinu 1982. Þeir sjóðfélagar sem telja sig hafa greitt ið- gjöld til sjóðsins árið 1982, en hafa ekki fengið sent yfirlit, eru beðnir að hafa sam- band við Lífeyrissjóðsdeild Sparisjóðsins í Keflavík, Suðurgötu 7, sími 2801. Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suðurnesjum Suöurgötu 7 - Keflavik Stjórn verkamannabústaða í Keflavík auglýsir Stjórn verkamannabústaða hefur ákveðið að gera könnun um þörf á byggingu verkamannabústaða í Keflavík og jafnframt á því hverjir eigi rétt til slíkra þústaða. Því eru þeir sem telja sig eiga rétt á íbúð í verka- mannabústöðum og vilja nýtasérhann, beðniraðsenda inn umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást á skrofstofu Keflavíkurbæjar. Umsóknir þurfa að berast stjórn verkamannabústaða, bæjarskrif- stofu Keflavíkur, fyrir 1. maí n.k. Með allar persónulegar upþlýsingar verður farið sem trúnaðarmál. Skilyrði sem sett eru samkvæmt reglugerð um byggingu verkamanna- búastaða: Meðalárstekjur hjóna á árinu 1980-1982 megaekki hafa verið hærri en 141.000 og fyrir hvert barn kr. 12.500 að auki. Barnmargar fjölskyldur skulu að öllu jöfnu gangafyrir íbúðum í verka- mannabústöðum. Þeir sem öðlast rétt til íbúðar í verkamannabústöðum skulu greiða 10% byggingarkostnaðar á byggingartímanum, eftir nánari ákvörðun stjórnar verkamannabústaða. Standi umsækjandi ekki í skilum með greiðslur á tilsettum tíma, fellur réttur hans til íbúðarinnar niður. Skal honum þá endurgreidd sú fjárhæð sem hann kann að hafa greitt, án vaxta eða verðbóta. Ekki er hægt að veðsetja íbúð í verkamannabústöðum fyrir öðrum lánum en þeim sem hvíla á íbúðinni hjá Byggingasjóði verkamanna, fyrr en að fimmtán árum liðnum frá útgáfu afsals. Stjórn verkamannabústaða í Keflavík leggi fram kr. 1.8 millj. á þessu ári. 4. Gangi þeir möguleikar upp, sem áður er getið, þarf kr. 1.5 millj. til þess að Ijúka verkinu. 5. Fjárvöntun. F.h. stjórnar Dvalarheimila á Suðurnesjum. Finnbogi Björnsson epj. Saklaus en stórhættulegur Hann var saklaus yfir að líta pollurinn við Ishússtíg- inn, sem myndin er af, og því fór sem fór. Blaðamaður var ekki kominn nema rúm- an metra þegar bíllinn seig það langt að framan, að húddið fór alveg á kaf. Sem betur fór var lítil ferð á bílnum, því ræsið sem falið var i pollinum vardjúpt að ekki er að vita hvernig farið hefði ef meiri ferð hefði verið á bílnum. Þrátt fyrir stórt og mikið opið ræsi, hafði það ekki við vatninu, og þarna voru engin merki um hættu, og ekki vil ég hugsa það til enda hefði barn dottið þarna ofan í. Þvi skora Vík- ur-fréttir hér með á Kefla- víkurbæ að loka þessu stór- hættulega ræsi strax eða ganga þannig frá að engin hætta stafi af. Að sögn þess er aðstoð- aði blaðamann þarnaog var starfsmaður hjá Keflavík hf., hafa þeir mikið þurft að aðstoða menn sem þarna hafa lent ofan í undanfarna daga. - epj. Frá Bridgefélagi Suðurnesja Forkeppni meistaramóts Suðurnesja hófst mánudaginn 14/3 sl. Spilaðar eru 16 spila leikir 13 sveita. Fjórir fyrstu spila til úrslita innbyrðis. Staðan eftir fjórðu umferð er þessi: 1. Haraldur Brynjólfsson ............ 61 stig 4 leikir 2. Grethe Iversen ................... 59 stig 4 leikir 3. Alfreð Alfreðsson ................ 56 stig 4 leikir 4. Sigurður Brynjólfsson ............ 47 stig 4 leikir 5. Guðmundur Ingólfsson ............. 37 stig 3 leikir 6. Jóhannes Ellertsson .............. 36 stig 3 leikir Næst er spilað á mánudag, Félagar eru minntir á æfingar á fimmtudögum i Fram- sóknarhúsinu. - S.St. iusar Baldvinssonar og Ein- varðs Albertssonar. Eraðal- verktaki Bragi Guðmunds- son. Er nú unnið að byggingu helmings hússins, en húsið allt mun þjóna rafmagns- verkstæði Sigurðar, Versl- uninni Rún, sem er i eigu Júlíusar, og bensínstöð í eigu Einvarðs. - epj. Þjónustu- miðstöð í Garði Á horni Garðbrautar og Silfurtúns í Garði stendur yfir bygging á 360 fermetra byggingu sem verður í eigu Sigurðar Ingvarssonar, Júl-

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.