Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.04.1983, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 20.04.1983, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 20. apríl 1983 VIKUR-fréttir GUNNAR G. SCHRAM: Er hægt að afnema tekjuskattinn? Undanfarnarvikurhefi ég komið á marga vinnustaða- fundi og átt þess kost að ræða þar við Sjálfstæðis- menn og aðra um hin margvíslegustu málefni. Mér hefur þótt það athygl- isvert að á tveimur málum hafa menn haft mestan á- hugann. Það er í fyrsta lagi á tillögum okkar í skatta- málum og í öðru lagi á til- lögum okkar i húsnæðis- málum. í sjálfu sér þurfa þessar góðu undirtektir ekki að vera manni neitt undrunar- efni. Hérereum að ræðatvo mjög þýðingarmikla mála- flokkasemskiptaalla lands- menn afar miklu máli. I öðru lagi er hér um að ræða mál sem hafa verið vanrækt af stjórnvöldum um mörg liðin ár. Mönnum finnst því tíma- bært að tekið sétil hendinni og breytt um stefnu. ER TEKJUSKATTS- TILLAGAN RAUNHÆF? Sennilega hefur enginn kafli kosningastefnuskrár okkar Sjálfstæðismanna vakið eins mikla athygli kjósenda og afnám tekju- skattsins á öllum almenn- um launatekjum. Hvað eftir annað höfum við verið að því spurðir á fundum: Er (Detta ekki ó- framkvæmanlegt? Er þetta ekki aðeins innantómt kosningaloforð? Þessum spurningum hefi ég jafnan svarað neitandi og fært fyrir því eftirfarandi ástæður: Óvíða á byggðu bóli er skattaáþjánin meiri en hér. Ríkið tekur þriðju hverja krónu sem þegnarnir afla, í sinn eigin vasa. Allir eru því sammála að skattar eru óhjákvæmilegir, en hér er gengið um skörfram. Þessi mikla skattheimta hefur leitt til þess að framtak manna verður miklu minna en ella og skattsvikin eru löngu orðin þjóðariþrótt. Ernokk- urt vit í því að menn þurfi að ; greiða 65-70% af hluta tekna sinna i beina skatta, eins og nú tíðkast - fyrir utan einn hæsta söluskatt í heimi? Auðvitað er slík skattheimta fráleit, - ekki síst vegna þess hve óskyn- samlega ríkið ver þessum skatttekjum sínum á mörg- um sviðum. RANGLÁTASTI SKATTURINN Um það hygg ég að allir séu sammála, sem kynnt hafa sér íslenska skatta- kerfið, að tekjuskatturinn er tvímælalaust ranglátasti skatturinn af þeim tugum skatta sem árlega eru á lagðir. Það ervegna þess að hann er fyrst og fremst launamannaskattur. Hann greiða fyrst og fremst starfs menn sveitarfélaga og ríkis- ins og hinna stærri fyrir- tækja. Af þessum ástæðum er það tvímælalaust réttlætis- mál að afnema þennan skatt af öllum almennum launatekjum. Menn spyrja: Er það fram- kvæmanlegt? Vissulega. Það hefur meira að segja verið áður gert hér á landi. Þegar Ólafur Thors, þing- maður Reykjaneskjördæm- is, myndaði sína merku við- reisnarstjórn fyrir rúmum tuttugu árum, lét hann verða sitt fyrsta verk að afnema tekjuskattinn á öll- um almennum launatekj- um. Ekki síður er unnt að gera þessa sömu ráðstöfun nú - og raunar miklu meiri ástæða til, eins alvarlegt og ástandið er orðið í efna- hagsmálunum. ÁHRIFIN f FRAMKVÆMD Nú eru um 168 þúsund framteljendur í landinu. Eftir þessa breytingu mun þorri þeirra engan tekju- skatt greiða. Ef við litum á stærsta hópinn, hjón, en þar afla 70% þeirra tekna sameiginlega, þá munu 35-40% allra hjóna losna við að greiða tekjuskatt. Það liggur í augum uppi hver gífurleg kjarabót þetta mun verða fyrir heimilin í landinu. Eftir sem áður munu þeir sem hærri tekjur hafa en almennar launatekjur, greiða tekjuskatt. Það er heldur ekki nema sann- gjarnt, því þeir hafa til þess greiðslugetuna. En megin- málið er hér það, að eftir breytinguna munu ráðstöf- unartekjur heimilanna auk- ast verulega. Það þýðir að menn eiga auðveldara með að greiða af lánum sínum sem í byggingum eða öðrum framkvæmdum standa, og sparnaðurí land- inu mun vafalitið aukast. Það eitt er ekki svo lítils virði. Um leið munu tekjurskila sér betur til skatts en nú er. VÖRN GEGN KJARA- SKERÐINGU Siðasta atriðið sem ég vil nefna er kannski mikilvæg- ast af þeim öllum. Eftir kosningar verður það ekki dregið lengur að gera róttækar ráðstafanir í efnahagsmálum, svo óqn- vænlegt sem ástandið er orðið. Þar munu þáallir þurfaað taka á sjp einhverjar byrð- ar, bæði ríkið og einstakl- ingar. Hættan ersú, að þær ráðstafanir verði til þess að skerða almenn laun, draga verulega úr kaupmætti heimilanna í landinu. Ef tekjuskatturinn af launa- tekjum er jafnframt felldur niður verður væntanlega SKÁK: Góður árangur Björgvins Björgvin Jónsson tryggði sér sæti i landsliðsflokki á Skákþingi (slands sem haldiö var um páskana í Reykjavík. Leikið var eftir Monrad-kerfi þannig að ef keppendur voru jafnir þá ráða stig röð þeirra. Björgvin Jónsson var í öðru sæti með 6V2 vinning í áskorendaflokki ásamt Lár- usi Jóhannessyni úr TR, en var með betri stigatölu þó naumt væri (41 stig gegn 40.5 stigum Lárusar) og vann sér þvi þátttökurétt í landsliðsflokki á næsta ári, sem er aldeilis frábært afrek hjá hinum unga skákmanni okkar Suðurnesjamanna. pket. C=i3i C3 KEFLAVlK Tilkynning um kjörfund vegna Alþingiskosninga 23. apríl 1983 Kjörfundur hefst kl. 9 f.h. og lýkur kl. 23. Kosið verður í Gagnfræðaskólanum við Sunnubraut. Yfirkjörstjórn í Keflavik X-A Karl Steinar skal á þing. Þitt atkvæði getur ráðið úrslitum. Gunnar G. Schram hægt að komast hjá slíkri kjaraskerðingu og vernda kaupmátt þeirra sem lægri laun hafa og meðallaun. Það er kannski mikilvæg- ast af öllu við þessa skatta- lagabreytingu. Hún veitir svigrúm til þessað koma viti í efnahagsmálin án þess að skerða hag heimilanna, se síst mega við kaupmáttar- rýrnun. Þess vegna er það skoð- un okkar Sjálfstæðismanna að hér sé um eitt mikilvæg- asta réttlætismál þessara kosninga að ræða. Að lokum þetta: Útilokar það ekki afnám tekjuskatts af launatekjum, að tekjur ríkissjóðs minnka um nokk- ur hundruð milljónir króna? Svarið er nei. Það er kom- inn tími til þess að ríkið dragi úr eyðslu sinni sem þessari upphæð nemur. Raunar er það óhjákvæmi- legt, ef baráttan við verð- bólguna á að ná árangri. MOTHER LODE FIMMTUDAGUR (sumardagurinn fyrsti): Kl. 2.30: Teiknimyndir. Aðgangur ókeypis. Kl. 17: Einfaldi morðinginn. Bönnuð börnum. Kl. 21: Týnda gullnáman. SUNNUDAGUR: Kl. 17: Einfaldi morðinginn. Kl. 21: Týnda gullnáman. X-A AUGLÝSING

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.