Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.1983, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 13.10.1983, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 13. október 1983 VÍKUR-fréttir Sökk í Keflavíkurhöfn Sl. sunnudagskvöld sökk litill þilfarsbátur, Bolli KE 46, i Keflavikurhöfn. Bátinn, sem er 1 tonn, átti Magnús Ingólfs- son og átti hann að fara i úreldingu, en að undanförnu hefur veriö unnið að þviað hirða allt nýtilegt úr honum áður en honum yröi fargað. Á myndinni sést báturinn mara i hálfu kafi eftir að hafa verið dreginn upp i fjöru. - epj. Lús finnst í Keflavík Lús fannst á örfáum nem- endum Barnaskólans í Keflavík nú fyrir skemmstu. Voru það yfirleitt foreldrar barnanna sem fundu óværuna og höfðu ýmist samband við skólastjóra eða Heilsugæslustöölna til að ta raöleggingar um hvað gera skyldi. Hafa lúsatilfelli komið upp af og til við upphaf skólaárs undanfarin ár, en fundist það fljótt, að hægt hefur verið að bregðast strax við og gera allar ráð- stafanir til að hreinsa óvær- una af nemendum og hindra að hún breiddist út. epj. Fasteignaþjónusta Suðurnesja KEFLAVÍK: Vantar 3ja og 4ra herb. íbúðir. Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31, II. hæð - Keflavík - Símar 3722, 3441 Eins og sést i frétt á forsiðu er Dagstjarnan loks komin úr miklum endurbótum, sem gerir skipið af einu fullkomnasta togskipi landsmanna. Þetta og málefni Sjöstjörnunnar hf. kemur fram i viðtali við Einar Kristinsson, framkvæmdastjóra, hér á eftir. Smáratún 30: Góð efri hæð meö bilskúr. 1.550.000. Heiðarbraut 7G: 150 m2 raðhús ásamt bílskúr. 2.050.000. Hrauntún 12. - Einkasala: Einbýlishús á góðum stað. - Tilboð. Hólabraut 12, rishæð: 4 herb. góð íbúð. - 850.000. Er það ekki rétt, Einar, að með þessu er skipiö, sem áður féll undir samninga stóru togaranna og þótti ó- hentugt sem slikt, nú komið undir minni togarana og gefur þvi bæði sömu veiði- möguleika og rekstrar- möguleika og þeir? „Jú, núna verða á skip- inu 16 menn eins og áminni togurunum og fara létt með það, því togarinn er orðinn eins og nýjustu skipin, með svokallaða tvöfalda skeifu og tvö troll, eg er eini togar- inn á Suðurnesjum sem þannig er útbúinn." Er þetta ekki orðið eitt fullkomnasta skipið í þess- ari stærðargráðu um land allt? ,,Alveg tvímælalaust. Þá er burðargeta hans sú mesta hjá skipunum sem eru hér, því ef hann lendir í fiskiríi getur hann tekið um 200 tonn, þvi hann er með stíur einnig á millidekki, sem ekki voru fjarlægðar og þar hefur hann pláss fyrir milli 40 og 50 tonn.“ Fylgir þessu ekki mikill kostnaður? „Jú, þetta er geysilegur kostnaður i sambandi við þetta og það var vitað fyrir, þegar við keyptum skipið á sínum tima. Fórum við því strax að undirbúa þetta, en um tima var útlit fyrir að hagkvæmara væri að selja skipiðog fá þáannaðístað- inn, en sökum stöðvunar á innflutningi skipa varö ekki af því, og því var ekkert annað en að fara út í þetta, nema að losa sig við skipið án þess að fá annað í stað- inn. Okkur tókst þetta þó það hafi tekið langan tima, en breytingarnar kostuðu um 15 milljónir, þannig að rekstrarlega er þetta ódýr togari í dag miðað við þau ósköp sem eru að ske i kringum okkur. Skipið stendur í dag í 40 milljónum og ef ekki er hægt að reka 40 milljón króna togara, er erfitt að eiga við hina." Hefur ekki orðið nokkur dráttur á þessari endur- byggingu? ,,Jú, það dróst al- veg úr hófi fram að skaffa fjármagn í upphafi og síðan ýmsan tækjabúnað erlendis frá og því er ekki við Slipp- stöði na að sakast með þann drátt, þó hefurverið óhemju mikið að gera hjá Slippstöð- inni og því hefur skipið dregist nú í einn mánuð. Það er mjög ánægjulegt að við skulum hafa fengið skipið til baka, okkur hefur skort hráefni hérna tilfinn- anlega síðustu 6 vikurnar vegna þess að við erum með 80 manns í vinnu og höfum eingöngu haft á kolann að byggja. Afla- brögðin hafa veriðfrekarlé- leg hjá togurunum og því verið frekar litið að gera og oft ekkert framboð á fiski sl. 6 vikur. Ef skipið hefði ekki komið inn í þetta núna og síldarfrysting væntanleg, þá hefði orðið mjög erfitt i sambandi við hráefnisöfl- un. En nú vonum við að við Einar Kristinsson verðum okkur sjálfir nógir um framboð um stund, en þurfum að stefna í það að hafa afla og atvinnu af svona tveimur til þremur togurum. Til þess að halda góðum rekstri þurfum við í þetta frystihús svona 12 þúsund tonn af fiski, síld og loðnu á ári, til að það sem við höfum sé full nýtt,“ sagði Einar að lokum. Eins og sést á þessu við- tali hefurStjarnan hf. fengið hér í notkun stórglæsilegt skip sem vonandi á eftir að auka vinnuna hjá Sjöstjörn- unni hf., sem þó eitt þeirra fáu frystihúsa hefur haldið stöðugri atvinnu hér að undanförnu. Óskum við því aðilum til hamingju með hið nýendurbætta skip. - epj. V/KUR Útgefandl: VÍKUR-fréttir hf. •t Rltstjórar og ábyrgðarmenn: \ Emil Páll Jónsson, sími 2677 og Páll Ketilsson, sími 1391 t Afgrelðsla, ritstjórn og augl.: Hafnargötu 32, II. hæö Sími 1717 - Pósthólf 125 - 230 Keflavík Setning og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavík Málningarvinna - Skiltagerð Tek að mér alhliða málningarvinnu og skiltagerð. JÓN SIGURÐSSON, málarameistari, sími 3456 í hádegi og á kvöldin. Firmakeppni UMFK í innanhússknattspyrnu verður haldin dag- ana 22. og 23. okt. n.k. í íþróttahúsi Kefla- víkur. Keppt um eignarbikar, auk verð- launapeninga fyrir 1. og 2. sætið. Þátttöku- gjald kr. 1.500 fyrir hvert lið. Þátttaka tilkynnist til Gunnars Jónssonar, sími 1450 og 3017, og Óla Júl., sími 1112og 3205, fyrir sunnudaginn 16. október. UMFK Einn fullkomnasti togari landsins - segir Einar Kristinsson, framkvæmdastjóri

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.