Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.10.1983, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 13.10.1983, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 13. október 1983 VÍKUR-fréttir Bridge-námskeiö fyrir byrjendur og lengra komna hefjast í næstu viku ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar og skráning í síma 2737 fimmtudag og föstudag eftir kl. 20. Hjá okkur færöu bílinn réttan, blettaöan og almál- aðan. - önnumst einnig framrúöuskipti. Reyniö viðskiptin. BÍLASPRAUTUN FITJAR Njarövík - Simi 1227 Fitjabraut 2, Njarðvik -Sími 1227 Vantar þig pústkerfi, þá leitar þú okkar. Við eigum, smiðum og setjum pústkerfi undir bilinn þinn með góðri og fljótri þjónustu. 2760 Grófin 7 - 230 Keflavík • Bifreiðaverkstæði • Vélastillingar • Hjólastillingar • Bremsuborðaálimingar • Rennum bremsuskálar, ventla og sæti • Púströraviðgeröir • Allar almennar viðgerðir V.S.F.K. V.K.F.K.N. Verkafólk, sjómenn athugið Vegna 11. þings Verkamannasambands ís- lands sem haldið verður í Vestmannaeyj- um, verða skrifstofur félaganna lokaðar eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 13., og á morgun, föstudaginn 14. okt. Þessa daga verður afgreiðslutími einungis frá kl. 9-12. Verkalýös- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur Ný bók um áhrif örtölvutækninnar - eftir ungan Keflvíking Menningar- og fræöslu- samband alþýðu hefur ný- verið gefið út bók sem nefnist „Tölva og vinna“ og er tekin saman af ungum Keflvíkingi, Inga Rúnari Eðvarðssyni, þjóðfélags- fræðingi. Fjallar bókin um áhrif örtölvutækninnar á atvinnu- og vinnutilhögun á greinargóðan hátt. Tekiðer fyrir örtölvubyltingin, sem svo hefur verið nefnd. Það eru þeir þættir, sem snúa að vinnunni sjálfri, vinnutilhögun, auk áhrifa á einstakar atvinnugreinar. Sérstakur kafli er um tæknina sjálfa, sem að baki liggur, en einnig er fjallað um málin með tilliti til efna- hagslegra og félagslegra sjónarmiða. Ingi Rúnar Eövarösson í formála bókarinnar er sagt að rit þetta sé samið í tvennum tilgangi. Annars vegar er ætlunin aö greina örtölvutæknina og áhrif hennar á atvinnulíf Vestur- landa. Hins vegar er mark- miðið aö skýra lesendum frá þvi hvernig örtölvutækn- in getur gerbreytt lífi þeirra og afkomu. Er ritið því bæði fróðleikur fyrir þann sem hyggst kynna sér tölvur og tölvuvæðingu í atvinnulíf- inu og um leíð aðgengileg námsbók, sem hentar ýmsum skólastigum. Um höfundinn Inga Rúnar Eðvarðsson þjóðfé- lagsfræðing, er það að segja, að hann er fæddur í Keflavik árið 1958. Hanntók stúdentspróf frá Fjölbrauta- skóla Suðurnesja vorið 1979, lauk B.A, prófi frá Há- skóla (slands 1982 með félagsfræöi sem aðalgrein, en uppeldisfræði sem auka- grein. Auk þess hefur Ingi kennsluréttindi frá Háskóla (slands. Að loknu háskóla- Mistök í prentsmiðju Það hefur varla farið fram hjá lesendum, að gæði myndanna í síðasta tölu- blaði voru yfirleitt mjög léleg. Ástæðan var slys eða öllu heldur mistök sem áttu sér stað við vinnslu blaðsins í prentsmiðjunni, sem því miður getur alltaf átt sér stað. námi hefur Ingi fjallað nokkuö um örtölvutæknina, m.a. ritaðtímaritsgreinarog ( 30. tbl. Víkur-frétta 22. sept. 1983, er varpað fram fyrirspurnum um tilgang og starfsemi Krabbameinsfé- lags Suðurnesja. Fyrirspyrj- andi kýs að nota dulnefni og kallar sig „Suðurnesja- kona“. Ég undirritaður, formað- ur Krabbameinsfélags Suð- urnesja, bið Suðurnesja- konu velvirðingar á því að nokkur dráttur hefur orðið á því að hún fengi nokkur svör við fyrirspurnum sín- um í Víkur-fréttum, sem stafar af fjarveru minni und- anfarnar vikur. Saga krabbameinsfélaga á íslandi er nú orðin nær 35 ára, þvi hún hófst með stofnun Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur, 8. marz 1949. Krabbameinsfélögin í Vestmannaeyjum, Hafnar- firði, Akureyri og (safirði eru síðan stofnuð á næstu tveim árum. Með stofnun þessa fimm félaga þótti ástæða til að stofna samband krabba- meinsfélaga á íslandi. Sam- band þessara félaga var síðan stofnað 27. júlí 1951, en það hlaut nafnið Krabba- meinsfélag islands. Sjötta krabbameinsfélag- ið, „Krabbameinsvörn Keflavíkur og nágrennis", var síðan stofnað 15. nóv. 1953, en nafni félagsins var breytt í Krabbameinsfélag Suðurnesja á aðalfundi þess 1982. Krabbameinsfélög eru nú 24 á íslandi, en samband krabbameinsfélaganna er eins og áður er um getið Krabbameinsfélag íslands. Tilgangur krabbameinsfé- laganna er samkvæmt 2. gr. félagslaga: 1. „Að fræða almenning í ræðu og riti og með kvik- myndum um helstu byrjun- areinkenni krabbameins, eftir því sem henta þykir. 2. Að stuðla að aukinni menntun lækna í greiningu og meðferð krabbameins. 3. Að stuðla að útvegun eða kaupum áfullkomnustu lækningatækjum á hverjum tíma og nægu sjúkrarými fyrir krabbameinssjúkl- inga. 4. Að hjálpa krabbameins sjúklingum til þess að fá fullkomnustu sjúkrameð- ferð sem völ er á, innan- lands eða utan. 5. Að stuðla að krabba- meinsrannsóknum hér á landi." Meðlimir Krabbameins- félags Suðurnesja fá sent fræðslurit Krabbameinsfé- lagsins, en Krabbameinsfé- lag (sl. selur í áskrift ritið „Heilbrigðismál", en það rit hóf göngu sína í des. 1949 og hefur komið reglulega út haldið fyrirlestra um efnið. epj. síðan. Ég vildi því hvetja Suðumesjakonu og alla þá sem láta sig varða heil- brigðismál, að gerast áskrif- endur að því virta riti. Suðurnesjakona segir í Víkur-fréttum m.a.: „Því óska ég nú eftir að fá svar við því hvenær fundir séu haldnir. Ég hef aldrei séð þá auglýsta, og hvað gerir þetta félag? Ég hef aldrei séð neina pésa eða neitt frá þessu félagi og því spyr ég líka, hver ber ábyrgð fyrir Krabbameins- vörn Keflavíkur og ná- grennis, ef aldrei hafa verið haldnir fundir?“ Suðurnesjakona spyr m.a.: „hvað gerir þetta fé- lag?“ Þvi skal svarað að sam- kvæmt eðli mála eru mál í slíkum félögum unnin í kyrrþey, en umfangsmestu störf félagsins í nær 30 ára starfi hefur verið fræðslu- starfsemi, með ritum og bæklingum, fundahöldum og fræðslu í skólum. Krabbameinsleit kvenna og alls kyns fjáröflun til styrkt- ar heildarsamtökunum. Drög að sögu og starfi fé- lagsins eru rakin í ritinu Heilbrigðismál og hinu vel- virta Suðurnesjablaði, Faxa. í Faxa vil ég hvetja Suður- nesjakonu til að kynna sér það sem um Krabbameins- félag Suðurnesja hefur ver- ið skrifað þann tíma sem hún hefur verið í Krabba- meinsfélaginu. ( því sam- bandi vil ég benda Suður- nesjakonu á eftirtaldar greinar um Krabbameins- félagið í Faxa á því tímabili: Fimm daga áætlun gefst vel.“ - 5. tbl. 1979, bls. 18. Ætla að tífalda meðlima- fjöldann í tilefni 25 ára af- mælis Krabbameinsvarna Keflavíkur og nágrennis. - 2. tbl. 1980, bls. 29. Krabbameinsvarnir Kefla víkur og nágrennis. - Fræðslustarf. - 4. tbl. 1981, bls. 76. Krabbameinsvörn Kefla- víkur og nágrennis. Fyrir- hugaðirfundir.-7.tbl. 1981, bls. 198. Gott félagsstarf viður- kennt. -1. tbl. 1982, bls. 14. Glæsilegur árangur. - 4. tbl. 1983, bls. 112. Suðurnesjakona segir einnig: „Ég hef aldrei séð neina pésa eða neitt frá þessu félagi og því spyr ég líka, hver ber ábyrgð fyrir Krabbameinsvörn Kefla- víkur og nágrennis, ef aldrei hafa verið haldnir fundir?" Með tilliti til þess hverjir beri ábyrgð, vil ég upplýsa Suðurnesjakonu um að á aðalfundi sem var haldinn 14. apríl, voru eftirtaldir kosnir í stjórn félagsins: Hvað er Krabbameinsvörn Keflavíkur og nágrennis?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.