Víkurfréttir - 01.03.1984, Blaðsíða 1
Nýju flugskýlin á Keflavíkurflugvelli:
Eitt skýli á við 20
meðal íbúðarhús
ÍAV með félagsheimili, kirkju-
byggingu o.fl. verk
fyrir Varnarliðið
Á Keflavíkurflugvelli
standa nú yfir byggingar á 9
flugskýlum fyrir Varnarlið-
ið og eru íslenskir Aðalverk-
takar sf. byggingaaðili. Er
hér um mjög rammgerðar
byggingar að ræða sem
áætlað er að Ijúka steypu-
vinnu við í sumar, en þær
eiga að afhendast seinni
hluta næsta vetrar.
Hvert skýli er að flatar-
máli um 1000 fermetrar. Er
veggjaþykktin rúmur 1
metri og fara því um 2000
rúmmetrar af steypu í hvert
skýli og 180tonn af steypu-
styrktarjárni. Er því áætlað
að járn og steypa sem fer í
eitt flugskýli myndi nægja
til byggingar á 20 meðal
íbúðarhúsum, enda fór svo
að reist var sér steypustöð
fyrir þetta verk.
Fyrir utan þetta eru mjög
þykkar stálhurðir á hverju
skýli. Eru þær 40 tonn að
þyngd hver hurð og eru þær
trúlega stærstu og þyngstu
hurðir sem til eru hér á landi
sem einn hurðarfleki. Voru
þær smíðaöar í Noregi og
munu eiga að leggjast á
gólfið, þannig að flugvélin
Frá byggingavinnu við flugskýlin rammbyggðu.
Aðalfundur Stakks:
Kaupa nýtt húsnæði
undir björgunarstöð
Eina björgunarsveitin utan
landssamtaka
Sl. fimmtudag var haldinn
í húsi Verslunarmannafé-
lags Suðurnesja 16. aðal-
fundur Björgunarsveitar-
innar Stakks. Fyrir utan
venjuleg aðalfundarstörf
voru rædd ýmis merk mál,
s.s. endurnýjun á húsakosti
sveitarinnar, en lengi hefur
staðið til að skipta um hús-
næði.
Var samþykkt áfundinum
að kaupa hlut í húsi Raf-
Framh. á 11. siðu
í þessu húsi verður hin nýja björgunarstöð Stakks, sem
verður helmingi stærri en núverandi aðstaða á Bergi.
aki yfir huröina þegar hún
fer út úr skýlinu, en áætlað
er að hvert skýli geymi
aðeins eina flugvél. Verða
vélarnar settar í gang innan
dyra og þvi einnig byggður
mjög öflugur loftræstibún-
aður við enda skýlanna.
Fyrir utan þessar bygg-
ingar eru (slenskir Aðal-
verktakar með fleiri fram-
kvæmdir fyrir Varnarliðið,
s.s. við Helguvík, sem áður
hefur verið sagt frá. Einnig
munu þeir leggja olíu-
leiðslu frá Helguvík og upp
á flugvöll. Þá eru þó nokkr-
ar malbikunarframkvæmdir
áætlaðar í sumar, t.d. verð-
ur lagt nýtt slitlag á norður-
Séð inn i eitt flugskýlið af 9. 40 tonna hurö i baksýn.
suður flugbrautina og hluta
á öðrum brautum, auk nýs
slitlags á flugvélastæðin við
núverandi flugstöð.
ÍAV eru að byggja nýtt fé-
lagsheimili, sem verður af-
hent í næsta mánuði, og
kirkjubyggingu sem rúma á
5 trúarfélög og verður af-
hent í nóvember. Þá eru
framundan viðbyggingar
við tvö vélaverkstæöi og
endurbyggingar við íbúðar-
hús, og langt er komin
bygging á tölvustöð o.fl.
Þrátt fyrir allar þessar
framkvæmdir þá eru þær,
að sögn Gunnars Gunnars-
sonar framkvæmdastjóra,
þess eðlis að ekki veröur
um aukningu á starfskrafti
að ræða hjá fyrirtækinu á
næstunni. Stafar það af því
að menn eru færðir milli
verka eftir þörfum.
Þar sem verkin eru dreifð
um stórt svæði er sér bygg-
ingarstjóri með hverju
svæði, og eru t.d. þeir Egill
Jónsson með flugskýlin og
Jón Halldórsson með fé-
lagsheimilið og kirkjubygg-
inguna. Yfireftirlitsmaðurer
Þorkell Jónsson.
epj./pket.
Stal úr 15-20
bílum í Vogum
Fyrir rúmri viku komst
upp um 13 ára gamlan
dreng inni í Vogum, sem
hafði stolið ýmsu lauslegu
úr 15-20 bílum. Voru bil-
arnir ólæstir og þurfti hann
því hvergi aö brjótast inn.
Tók hann allt lauslegt, s.s
peninga o.fi., en mest af
fengnum hefur nú komist til
skila. - epj.
50.000 bollur framleiddar hjá Ragnarsbakaríi
Bolludagur nálgast. Sá
dagur skapar alltaf sérstaka
stemmningu meðal ungra
sem aldinna.
Sem fyrr munu bakaríin á
Suðurnesjum framleiða
bollur í massavís, sem síð-
an renna Ijúft í maga fólks.
Að sögn Ragnars Eðv-
aldssonar í Ragnarsbakaríi,
verða framleidar nú um 50
þúsund bollur og í slíkan
fjölda þarf á milli 400-500
lítra af rjóma.
Meðfylgjandi mynd var
tekin i Ragnarsbakaríi i vik-
unni þegar bakarar voru aö
prófa framleiösluna, en
fyrstu rjómabollurnar koma
á markað á morgun. - pket.