Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.1984, Síða 12

Víkurfréttir - 01.06.1984, Síða 12
12 Föstudagur 1. júní 1984 VÍKUR-fréttir Keflavíkurprestakall Sóknarprestur og starfsfólk Keflavíkur- kirkju verður í sumarleyfi frá 15. júní til 17. júlí n.k. Séra Þorvaldur Karl Helgason, sóknar- prestur í Njarðvík, annast þjónustu í Kefla- vík þann tíma. Ólafur Oddur Jónsson Vegna mikillar eftirspurnar höfum við bætt við okkur enn einum sólarlampa af f hinni vinsælu gerð MA International með andlitsperum. Komið og njótið sólar í nýjum sérklefum með góðri aðstöðu. Frábærar perur - Pottþéttur árangur. Opið sem hér segir: Mánudaga - föstudaga kl. 7-23 Laugardaga og sunnudaga kl. 13 - 20. SJÁUMST! NUÞARF AÐHUGAAD SUMARDEKKJUNUM Breidari dekk Venjuleg breidd betri spyrna flestra val SÓLUD RADÍAL SUMARDEKK AF ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM Hver myndi ekki kaupa ný dekk meö 50% afslætti- það er nákvæmlega jafn skynsamlegt að kaupa sóluð Radialdekk. Láttu sjá þig — spáðu i verðið. Brekkustig 37 - Njarðvík - Simi 1399 GARÐVANGUR: Bráðabirgða hjúkrunardeild opnuð fyrir langlegusjúklinga Eins og kemur fram á for- síðu, var sl. föstudag form- lega tekin j notkun ný við- bygging við Garðvang, sem er 520 m2 að stærð og er við- bót við 560 m2 eldra hús- næði sem tekið var í notk- un árið 1976. Viðbyggingin var upphaf- lega ætluð fyrir vistfólk er væri betur statt heilsufars- lega, en vegna brýnnar þarfar fyrir sjúka aldraða var sótt um heimild til rekst- urs hjúkrunardeildar og þá til bráðabirgða, þar til 3. áfangi Sjúkrahúss Kefla- víkurlæknishéraðs væri ris- inn. Byggingin hófst síðla árs 1981 eftir teikningu Rögn- valdar Johnsen arkitekts. Húsabygging hf. átti lægsta tilboð í bygginguna á fok- helt stig. Það fyrirtæki hefir einnig annast allt tréverk í húsinu. Múrverk fram- kvæmdu Halldór Bárðar- son, Oliver Bárðarson og Hafsteinn Sigurvinsson. Rafmagnslögn Raflagna- vinnustofa Sigurðar Ingv- arssonar. Málning: Ólafur& Þór hf. Teppalögn: Drop- inn. Gluggatjöld: Verslunin Femina. Pípulagnir: Jón Ás- mundsson. Jarðvinna og lóðarfrágangur: Tryggvi Einarsson. Dvalarheimili aldraðra, Suðurnesjum, er sameign- arstofnun sex sveitarfélaga á Suðurnesjum, þ.e. Kefla- víkur, Njarðvíkur, Sand- gerðis, Garðs, Voga og Hafna. Stofnunin rekur Dvalarheimilið Hlévang í Keflavík með 16 vistmenn, og Garðvang í Garði með 29 vistmenn. Samkvæmt heimild fyrir rekstri í hinni nýju bygg- ingu er áætlað að þar sé rúm fyrir 20 manns. Alls verða þá á Garðvangi 43 vistmenn. Forstöðukona á Garð- vangi er Sólveig Óskars- dóttir, en á Hlévangi Jóna Hjálmtýsdóttir. Fulltrúi stjórnar við bygg- ingarframkvæmdir var Finnbogi Björnsson. Stjórn Dvalarheimilis aldraðra, Suðurnesjum, skipa: Páll Axelsson, formaður, Jón Ólafsson, Garði; Sig- urður Bjarnason, Sand- gerði; Ingólfur Bárðarson, Njarðvík; Leifur A. ísaks- son, Vogum; Unnur Magn- úsdóttir, Höfnum. epj./pket. Hér má sjá Guójón Klemenz- son fyrrv. lækni (t.v.) og Kristin Árnason frá Gerðum. Matthias Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, og Salome Þorkelsdóttir, þingmaður, ræðast við á Garðvangi. Tómas Tómasson, Jón Isleifsson, Finnbogi Björnsson og Jóhann Ágúst Sigurðsson, héraðslæknir. Tveir af framámönnum Gerðahrepps fyrr og nú, Ellert Ei- riksson núverandi sveitarstjóri (t.v.) og Björn Finnboga- son, fyrrverandi oddviti. Okkar sérgrein Nú bjóðum við upp á nýjar mjög öflugar vélar sem við leigjum út. Þú getur hreinsað tepp- in, sófasettið, bílinn o.fl. Eftir sem áður hreinsum við teppin með okkar rómaða árangri. er - teppin þín TEPPAHREINSUN SUÐURNESJA SÍMI 3952

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.