Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.1984, Side 17

Víkurfréttir - 01.06.1984, Side 17
VÍKUR-fréttir Föstudagur 1. júní 1984 17 EIGUM MIKIÐ ÚRVAL AF FÓTBOLTASKÓM FRÁ ADIDAS, PUMA OG NIKE. Topp malarskór Verð 1.660. - ADIDAS KARL HEINS FÖRSTER Verð 1.275. - EIGUM EINNIG MIKIÐ ÚRVAL AF FÓTBOLTUM 8 GERÐIR Verð frá kr. 490. - (SjÆl/dviÁ 0 Sími 2006 ^ Hringbraut 92 - Keflavík Opna Dunlopmótið í golfi fór fram um síðustu helgi á Hólmsvelli í Leiru. Magnús Jónsson GS sigraði, og það 3. árið í röð, eftir jafna keppni. Greinilegt er að Magnús er í góðri æfingu um þessar mundir eftir '/2 árs dvöl í Bandaríkjunum í vetur og kemur því betur undirbúinn til leiks, en aðrir sem lítið sem ekkert hafa getað æft í vetur og vor vegna veðurs. Engu að síð- ur frábært afrek hjá Magga að vinna keppnina Í3. sinn á jafnmörgum árum. Það bar helst til tíðinda, að ung stúlka sigraði í keppninni með forgjöf, en auk hennar keppti aðeins ein önnur stúlka í keppninni, en 68 karlmenn. Verðlaunahafar i Dunlop-open ásamt fulltrúum GS og Árna Þór Árnasyni, forstjóra Austurbakka hf. Dunlop-open golfmótið í Leiru: Ameríkufarinn sigrar enn Án forgjafar: Úrslit urður annars þessi: högg 1. Magnús Jónsson .... 149 2. Sigurður Pétursson .. 154 3. Sigurður Sigurðsson 155 4. Páll Ketilsson ...... 156 5. Gylfi Kristinsson .... 157 6. Hallur Þórmundsson 158 Með forgjöf: nettó 141 143 143 1. Kristín Pétursd. GK .. 2. Magnús Jónssson GS 3. Guðm. Bragason GG Nokkur aukaverðlaun voru veitt. Sigurður Sig- urðsson hreinlega stal Whisky-flöskunni frá und- irrituðum, sem veitt varfyrir að vera næstur holu á Berg- vík, en Siggi „litli" sló næst síðastur allra keppenda á holunni frægu og negldi upp að stöng og gerði vonir pkets að engu um whiskýið sem allir vildu fá. Sigurður var rúmlega 1 metra frá holu. Mesta framför frá fyrri degi hlaut Guðmundur Sig- urjónsson, en hann bætti sig um 18 högg, sem jafn- gildir einu höggi á holu. Guðmundur fékk að laun- um 1 dúsín af golf boltum og sama hlaut Peter Salmon fyrir lengsta teighögg á 18 holu seinni dag. Verðlaunin sem voru mjög vegleg, voru gefin af Austurbakka hf., sem er umboðsaðili fyrir Dunlop- golfvörurnar. .- pket. Innbrot, ölvun og árekstrar Á miðvikudag í síðustu viku fékk lögreglan tilkynn- ingu um skemmdarverk sem framin höfðu verið í Hraðfrystihúsinu Jökli í Keflavík. Voru rúður brotn- ar, vigtar og stimpilklukkur skemmdar o.fl. Er ekki vitað hvenær verknaðurinn var framinn, en málið er í rann- sókn. Þá var brotist inn í umboð Skeljungs við Hafnargötu í Keflavík á fimmtudeginum og ýmsu smádóti stolið. Steypuhrærivél var stolið bak við hús á Vesturgöt- unni á föstudagsnóttina, en hún fannst síðar um helg- ina. Eru málin öll í rann- sókn. Frá því á þriðjudag urðu 9 árekstrar í umdæmi lög- reglunnar og er sagt nánar frá þeim harðasta annars staðar í blaðinu. Og um sl. helgi voru 4 ökumenn tekn- ir grunaðir um ölvun við akstur. - epj. Dattaf hestbaki og rotaðist Sl. föstudagskvöld féll ungur knapi af hestbaki út við Mánagrund og rotaðist. Var hann fluttur á Sjúkra- húsið í Keflavík og lagður þar inn með heilahristing. epj. Aðal- fundur Litla leikfélagsins í Garði verður haldinn þriðjudag 5. júní kl. 20.30 í Samkomuhús- inu Garði. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar, fjölmennið. Nýir félagar velkomn- ir. Mætið stundvíslega. Litla leikfélagið Skipaafgreiðsla Suðurnesja AÐALFUNDUR Aðalfundur Skipaafgreiðslu Suðurnesja fyrir árið 1983 verður haldinn á Glóðinni í Keflavík, þriðjudaginn 5. júní 1984 kl. 15. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Hlutaðeigendur eru hvattir til að mæta eða senda fulltrúa í sinn stað á fundinn. Stjórnin LITTU A BARINN OG VELDU ÞÉR LIT Nú höfium víð tekíð I notkun lakk-bar fyrír Síkkens lakkíð okkar. Á bamum getur þú fengíð lakkblönduna alveg eftír þínní ósk, auk þess spasl grunn og annað sem tíl þarf. - Á bamum skálum víð fyrír lágu verðí á góðrí vöru. Símí 1227

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.