Víkurfréttir - 01.06.1984, Síða 19
VÍKUR-fréttir
Föstudagur 1. júní 1984 19
(J^VISKA
/"(1» ioiva
gengur, en gerum þeim
mun minna af þeim þegar
illa gengur.
Tökum sem dæmi leikinn
sem var á móti KA frá Akur-
ÁFRAM, KEFLAVÍK
Nú þegarknattspyrnuver-
tíðin er að byrja fyrir alvöru,
er ekki úr vegi að velta því
aðeins fyrir sér hvernig
muni nú ganga hjá strák-
unum okkar í fyrstu deild-
inni. Skyldu þeir nú hrista af
sér slenið eða verða þeir
enn á ný í fallbaráttunni, við
skulum vona ekki.
Ekki ætla ég að fara að
skrifa um einstaka leik-
menn eða þjálfarann, það
geta íþróttafréttaritarar séð
um (það er fleira fótbolti en
Ásgeir). Það var annað sem
ég ætlaði að minnast á og
það er í fyrsta lagi knatt-
spyrnuvöllur bæjarins, það
er jú gula svæðið þarna við
Hringbrautina, það er
greinilegt að hann verður
að taka alvarlega í gegn
fyrir næsta sumar. Það virð-
ist aldrei neitt stórátak gert í
íþróttamálum, nema liðin
hampi meistaratitlum, þáer
rokið upp til handa og fóta
og hlutirnir gerðir, til að
standa við loforðin sem lof-
að var i síðustu veislu sem
haldin var meisturunum.
Ekki ætla ég að fara að rita
um veisluhöld hér í bæ, en
þarna er nefnilega mergur-
inn málsins, þó bæjarstjórn-
ir hafi hér alltaf verið hlið-
hollar íþróttum (þá sér í lagi
knattspyrnunni).
Hvernig er það með okk-
ur, þennan undarlega lýð,
sem fer og horfir á leikina
hjá okkar mönnum, hvað
gerum við sjálf? Hvað er
langt síðan við höfum hróp-
að öll í kór „Áfram, Kefla-
vík“? Ætli það sé ekki nokk-
uð langt síðan, og hvað
skeður þegar einhver opn-
ar munninn og ætlar að
hvetja strákana úti á velli?
Þú ert annað hvort álitinn
eitthvað skrítinn eða oftar
fullur. Það dettur nefnilega
engum í hug að hvetja liðið
sem er að reyna að gera sitt
besta úti á vellinum. Það er
frekar að menn kalli einhver
ónot til leikmanna, um hvort
viðkomandi ætti ekki frekar
að vera heima og spila
matador eða eitthvað í þeim
dúr.
Dómararnir fá líka sitt, þó
svo að dómarar í leikjum
geri miklu færri vitleysuren
leikmenn, svona yfirleitt.
Síðan tölum við um það oft,
að þetta sé síðasti leikurinn
sem við förum á, því liðið sé
svo lélegt að það taki því
ekki að vera að borga sig
inn fyrir svona lagað (ég er
ekki að tala um þá sem tíma
ekki að borga sig inn og
standa fyrir utan efra hliðið
og horfa á leikinn).
Nei, við gleymum því oft
að það sem strákunum
vantar kannski er að áhorf-
endur styðji við bakið á
þeim og hvetji þá til dáða,
því þú veist að hvatningar-
hróp er áhrifameira en orð
fá lýst. Við erum ekki spör á
hvatningarnar þegar vel
eyri. Það lá við að meira
heyrðist í þessum eina Ak-
ureyring sem vará leiknum,
heldur en í öllum þeim ara-
grúa af Keflvikingum sem
stóðu í kuldanum, og höfðu
ekki rænu á því að halda á
sér hita með hvatningar-
hrópum. Hvað skeður svo
eftir leikinn? Jú, leikmenn
hafa ábyggilega fengið að
heyra að þeir hafi verið.lé-
legir, en vorum við bara
nokkuð betri? Hvaða eink-
unn fengum við, ætli það
hafi ekki verið núll? Svo
þegar þeir vinna „Skagann"
uppi á Akranesi, þá er ann-
að hljóð í strokknum, þá er-
um viðeinsog montnir han-
ar og segjum hverjum sem
heyra vill að okkar strákar
hafi unnið.
Nei, við verðum að breyta
þessu og láta í okkur heyra
á vellinum. Það er Áfram,
Keflavík! Við skulum koma
íslandsbikarnum til Kefla-
víkur í ár. Hjálpum okkar
mönnum til þess, þeir geta
það með okkar hjálp.
Áhorfandi aldrei hikar,
öskrar af hverja flík.
Ólmur þráir íslandsbikar
upp á hillu í Keflavík.
P.S. Maður hefur ekki
heyrt það í dánarfregnum
að Stuðningsmannaklúbb-
ur (BK sé látinn, en týndur
er hann. Hvað með fundar-
laun?
Hvaða umferðarmerki er þetta?
Á horni Brekkustigs og Norðurgötu i Sandgerði er þetta
umferðarmerki, sem virðist vera eitthvert sértilfelli fyrir
Sandgerðinga. Að visu er þaö álit flestra vegfarenda að
starfsmenn Miðneshrepps hafi hér verið að setja upp bið-
skyldumerki, en óvart sett það rangt upp. Sé það rétt, ættu
þeir hinir sömu að laga það hið snarasta. - epj.
Sendum sjómönnum
bestu hútíðaróskir
í tilefni sjómannadagsins.
Fiskverkunarstöð
Jóhannesar Jóhannessonar
Keflavík
Sendum sjómönnum
bestu hátíðaróskir
í tilefni sjómannadagsins.
Fiskverkunarstöð
Axels Pálssonar hf
Keflavík
Sendum sjómönnum
bestu hátíðaróskir
í tilefni sjómannadagsins
Baldur hf
Keflavík
Tilkynning
til aldraðra
Unglingavinnan í Keflavík veitir aðstoð við umhirðu
lóða hjá þeim bæjarbúum, sem vegna aldurs eða fötl-
unar geta ekki sinnt því sjálfir.
Þessi þjónusta er ókeypis.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður unglinga-
vinnunnar, Helgi Eiríksson, í síma 2730.
Bæjarstjórinn í Keflavík