Víkurfréttir - 23.08.1984, Blaðsíða 1
Setjum Varnarliðinu skilyrði
- varðandi kaup á vörum og þjónustu af íslendingum
Aö undanförnu hefur
þeim skoðanabraeðrum
fjölgað hór á landi sem telja
að íslendingar eigi að taka
gjald af veru Varnarliðsins
hér á laridi. Einn liðurinn í
þeirri viðleitni er einmitt sá
að skylda Varnarliðið til að
kaupa búvörur og aðrar
þær vörur sem íslendingar
framleiða, og sama er að
segja um það að selja þeim
alla þá þjóriustu sem við
getum veitt og þeir þarfnast
á réttlátu og sanngjörnu
verði. Þessi skoðun áekkert
skylt við hug fólks varðandi
setu hersins hér á landi og
hefur oft borið á góma hér í
blaðinu áður, og því fagna
Víkur-fréttir þeirri áskorun
Framleiðsluráðs landbún-
aðarins, sem send var Geir
Hallgrímssyni utariríkisráð-
herra nú riýlega. Er áskor-
unin þess efnis að hann
beiti sér fyrir ákvæðum is-
lenskra laga og skyldi Varn-
arliðið nú þegartil að kaupa
íslenskar búvörur til neyslu
bæði á flugvellinum sjálfum
sem og utan hans.
Telur ráðið að laga-
ákvæði um að þess sé jafn-
an gætt að innflutnirigur á
landbúnaðarvörum fari því
aðeins fram, að innlend
framleiðsla fullnægi ekki
neysluþörfum, sé þverbrot-
ið, með innflutningi búvöru
til Varnarliðsins, því nægar
íslenskar búvörur hafi verið
til í landinu til að fullnægja
þörfum varnarliðsins.
Ráðið segir jafnframt, að
eirinig hafi ákvæði tollalaga
verið brotin með flutningi
búvara og fleiri neysluvara
út af flugvallarsvæðinu til
Varnarliðsmanna og ef til
vill fleiri aðila, sem búa utan
flugvallarins.
Er hér á ferðinni mál sem
fyrir löngu hefði átt að vera
búið að kippa í liðinri og i
raun enn eitt dæmið um
u ndi rl æg j u hátt okkar
íslendinga gagnvart Varn-
arliðinu. Erida stóð ekki á
því að blöð sem telja sig til
hernámssinna, tækju upp
hanskann fyrir herinn og
töluðu um að hér væri á
ferðinni enn ein aðferð her-
stöðvarandstæðinga til að
koma hernum úr landi.
Sýnir þetta enn einu sinni
þennan undirlægjuhátt
sem fyrir löngu ætti að hafa
liðið undir lok varðandi af-
stöðu okkar til gjaldtöku af
aðstöðu þeirri sem þeir hafa
hér uppi í heiðinni.
Voriandi tekur ráðherra
því fljótlega réttláta ákvörð-
un í máli þessu. - epj.
Svartsengi i spegilmynd
Hitaveita Suðurnesja:
Dælir niður vatni til
að hækka þrýstinginn
Keflvísk stúlka í stærstu
sinfóníuhljómsveit Bercelona
24 ára keflvískri stúlku;
Unni Pálsdóttur. hlotnaðist
sá heiður fyrir skömmu, að
komast í stærstu sinfóníu-
hljómsveit Barcelona á Spáni.
’ Unnur er nýkomin frá
Spáni þar sem hún ásamt 20
öðrum fiðluleikurum þreytti
inntökupróf til að komast í
sveitina. Fjórar komust inn
og var Unnur ein af þeim.
Er þetta mikill heiður fyrir
Unni og jafnframt viðurkenn-
ing fyrir keflvískt tónlistar-
líf, sem hefur átt erfitt upp-
dráttar.
Unnur hóf nám í fiðluleik 8
ára gömul og hefur því verið
viðloðuð fiðluna í 16 ár, en
hún lauk prófi frá Tónlistar-
skóla Keflavíkur árið 1980.
Sama ár hélt hún til Brussel í
Belgíu og var þar við nám í
tónlistarháskóla í 4 ár og
lauk prófi þaðan í júní sl.
,,Ég er auðvitað í sjöunda
himni yfir að hafa náð inn í
sveitina og þetta er nýtt og
spennandi verkefni", sagði
Unnur í samtali við blm. Vík-
ur-frétta. Hún dvelur nú hjá
foreldrum sínum í Keflavík en
heldur til Barcelona 30.
ágúst.
,,Fyrsta æfingin er 3. sept-
ember en þetta er árssamn-
ingur hjá mér. Hvað skeður
að þeim tima liðnum verður
bara að koma í Ijós. Ég hugsa
ekki lengra", sagði Unnur.
Víkur-fréttir óska Unni til
hamingju með árangurinn og
óskar henni alls besta í fram-
tíðinni. - pket.
Hér sést Unnur að leik með Sinfóníuhljómsveit íslands i Keflavik.
- til að kanna hvaða áhrif það hefur
á vatnstökuna
Fyrir nokkrum vikum hóf-
ust á jarðhitasvæðinu í
Svartsengi prófariir á niður-
dælingu vatns. Það er Hita-
veita Suðurnesja sem lætur
framkvæma þessar próf-
anir með aðstoð Orkustofn-
unar. Ástæða þess að þessi
niðurdælingarprófun fer
fram er að þrýstingurinn á
jarðhitasvæðinu hefur
minnkað og vatnsyfirborðið
lækkað um 130-140 metra.
Sagði Ingólfur Aðal-
steinsson, framkvæmda-
stjóri HS, í viðtali við Víkur-
fréttir, að prófanir þessar
gengju mjög vel og enn
hefðu engin óvænt vanda-
mál komið upp. Ekki væri
von á að endanleg skýrsla
lægi fyrir um árangur fyrr
en undir áramót, en þá ætti
að liggja fyrir hvaða áhrif
þetta hefur á vatnstöku og
hvort hægt verður að skila
aftur og nýta eitthvað af því
vatrii sem þarna er tekið úr
iðrum jarðar.
Niðurdælirig sem þessi á
jarðhitasvæöi hefur ekki
verið framkvæmd áður hér
á laridi. Hiris vegar hafa ís-
leridingar stjórriað fram-
kvæmdum af slíku tagi í El
Salvador fyrir u.þ.b. 10
árum. Lækkuri vatrisyfir-
borösins hefur það i för
með sér að þær viririslu-
holur sem þarna eru og sjá
orkuveririu fyrir vatrii og
gufu, gefa með tímarium
minria af sér. Þvi er ekki um
riema tveririt að ræða, það
er að bæta við viririsluhol-
um, eða að framkvæma
þessa niðurdælirigu vatris
sem riú er verið að prófa.
epj.
íbúar í Sandgerði:
Mikil óánægja með
loftmengun í plássinu
- Vart hægt að opna glugga á góðviðrisdögum
Unnur Pálsdóttir, fiðluleikari
Oft og lengi hafa að-
komumenn furðað sig á
þolinmæði íbúa Sandgerðis
vegna þeirrar miklu loft-
mengunar sem leggur yfir
þorpið og þá ekki síst á góð-
viðrisdögum. Nú virðistein-
hver breyting hafa orðið
þarna á, því síðustu daga
hafa tugir Sandgerðinga
haft samband við blaðið og
óskað eftir því að málið yrði
tekið hér upp. Sem dæmi
má nefna að einn daginn
komu eða hringdu 7 Sand-
gerðingar og annan dag 5
að tölu, vegna þessa máls.
Sú loftmengun sem kvart-
að er yfir er bæði frá Fiski-
mjölsverksmiðju Njarðarog
hin svokallaða fjörulykt,
sem Sandgerðingar nefna
skítalykt, sem stafi af því að
skolpið frá plássinu nái ekki
nema að höfninni og því
kraumi oft á tíðum í skolp-
inu inni í höfninni ef veður
er gott. Telja þeir að það
hljóti að vera hægt að fram-
lengja skolpið út fyrir
höfnina til að hægt verði að
losna við þessa hræðilegu
skitafýlu, sem liggur yfir
bænum sérstaklega á góð-
viðrisdögum, en þessa
daga er ekki hægt að opna
glugga fyrir fýlunni.
Eins sé ástatt með fýluna
frá bræðslunni, þar verði að
fara að gera eitthvað, segja
þessir Sandgerðingar sem
að undanförnu hafa haft
samband við blaðið.
Þá viröist svo sem íbúar
séu almennt aö vakna til
lífsins varðandi umhverfis-
mál og því verður á
næstunni rætt meira um
þau mál hér í blaðinu.
epj.