Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.08.1984, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 23.08.1984, Blaðsíða 16
mun fHtUí Fimmtudagur 23. ágúst 1984 AFGREIÐSLA blaðsins er að Hafnargötu 32, II. hæð. - Simi 1717. SPARISJÓÐURINN Keflavík Sími 2800 NJarðvík Síml 3800 Garöi Sími 7100 Umhverfisnefnd Miðneshrepps: Veitti tvenn verðlaun fyrir fegurð og snyrtimennsku Sl. surinudag veitti um- hverfisriefnd Miðneshrepps tverin verðlaun fyrir fegurð og snyrtimenrisku í Miðnes- hreppi. Voru pað verðlaun fyrir sérstæðan gróðurreit að Sóleyjarlundi á Hvals- riesi og fyrir fegursta garð- iriri i hrepprium árið 1984að Hlíðargötu 32 i Saridgerði. Kom það í hlut formanns riefridariririar, Kristjáns S. Guririarssoriar, að afhenda skrautrituð skjöl þessu til staðfestingar, en aðrir nefridarmerin, þau Valur Friðrikssori og Sæunn Guð- muridsdóttir, voru viðstödd afheridingu þessa ásamt blaðamanrii Víkur-frétta. Sóleyjarluridur er sumar- bústaður i eigu Sólveigar Magriúsdóttur, ættaöri frá Nýlendu í Miðneshreþpi, en riú búsett i Reykjavík. Er hér um mjög sérstæðan gróður- reit að ræða, sem vakið hefur athygli vegfarenda um árabil, en að sögn Sól- veigar hóf hún ræktun þarria 1968, eri utan um gróðurreitinn er hlaðinn garður sem hún hlóð á þrjá vegu, eri framhliðin varáöur utan um gamlan kálgarð sem þarna var. Að sögn fróðra mariria er grjótið tekið frá sama stað og grjót það sem notað var í Hvals- neskirkju og svæði þaðsem gróðurreiturinri er nú á, mun hafa myridast þegar grjótið í kirkjuna var tekið. Að Hlíðargötu 32 búa hjónin Lydía Egilsdóttir og Björri Maronsson og var þeim vett verðlauri fyrir fegursta garð ársins 1984. Er hér um mjög fallegan garð að ræða og þá sérstak- lega bak við húsið, eins og fram kemur á myndinni hér á síöunni, en hún var tekin fyrr í sumar. epj. 1 Lj j í W' f'^C^ 1 1 IIM (a»i™ .;.,i Bakgaröur hússins að Hliðargötu 32 i Sandgerði, sem valinn var fegursti garður Miónes- hrepps 1984 Eins og sést á þessari mynd er mjög sérstæður gróðurreitur að Sóleyjarlundi. Hér afhendir Kristján S. Gunnarsson Sólveigu Nagnús- dóttur viðurkenningu fyrir sérstæðan garð. Eigendur hússins að Hliðargötu 32, Sandgerði, Lydia Egilsdóttir og Björn Maronsson, ásamt Kristjáni S. Gunn- arssyni. Spurningin: Hvernig leggst rigningin í þig? Sólveig Þórðardóttir: „Hræðilega, ég er búin að fá yfir mig nóg af rigningu". Jón Egill Unndórsson: „Bara vel, já, vel bara". Ester Þórðardóttir: „Ágætlega". Finnbogi Rútur Guðmundsson: „Hún leggstekki mjög illa í mig, en ég vona að þaö fari að létta til úr þessu".

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.