Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.08.1984, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 23.08.1984, Blaðsíða 5
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 23. ágúst 1984 5 Grindavík: „Ekkert að fá í dag“ - segja þeir Þrúðurmar Karlsson og Garðar Einarsson Þrúðurmar og Garðar, aflakóngar úr Grindavik. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Meistarinn byrjar „Það verður erfitt að verja titilinn, enda margir góðir tipp- arar hér á Suðurnesjum", sagði Kristján Ingi Helgason, sig- urvegari í getraunaleik okkar á síðasta keppnistímabili. Sem sagt, við erum byrjaðir á nýjan leik og fyrsta umferð ensku knattspyrnunnar er um næstu helgi. Það þótti til- hlýðilegt að fá titilhafa síöasta keppnistímabils til aö byrja keppnina hjá okkur, og við erum ekkert að tíunda þetta frekar, heldum gefum Kristjáni orðið: „Þetta verður rosalega jafnt í vetur og ég hef trú á að ný liö muni blanda sér i baráttuna, þ.e.a.s. með toppunum tveimur, Man. Utd. og Liverpool. Þásérstaklegaheld ég að Everton og Arsenal eigi eftir að veita þeim harða keppni", sagði Kristján Ingi. „Og um Man. Utd., mitt liö, er það að segja, að nú held ég að það sé komið að því að sigra eftir áralanga baráttu. Nýir menn, meiri hraði, fleiri mörk, betri árangur. Sem sagt: Sigur í 1. deild. Um seðilinn vil ég helst minnst segja. Þetta er nokkuð traust... ja... eigum við ekki að segja að þessi seðill verði upp á 1-8 rétta ..." sagði hinn eldhressi og mikli (rosalegi-gríðarlegi-ofsalegi) áhuga- maður um knattspyrnu, formaður knattspyrnuráðs IBK, lögreglumaður þegar hann má vera aö, má ég kynna: Kristján Inga Helgason: P.S. Smá flipp í byrjun, bæ. Spá Kristjáns Inga: Arsenal - Chelsea .... 1 Aston Villa - Coventry . 1 Everton - Tottenham .. 1 Leicester - Newcastle . X Luton - Stoke ........ 1 Man. Utd. - Watford ... 1 Norwich - Liverpool ... 2 O.P.R. - W.B.A........ 1 Sheff. Wed.-Nott'mFor. X Sunderland-South'pton X West Ham - Ipswich ... 1 Cr. palace - Blackburn 1 „Aflinn er frekar tregur í dag, einn marhnútur og 2 ufsar", sögðu þeir Þrúður- mar Karlsson og Garðar Einarsson, báðir 13 ára. „Það er ekkert að fá hérna og við ætlum að færa okkur hinum megin á bryggjuna". Ætlið þið að verða sjó- menn? ,,Já, alveg harður á því", sagði Garðar. „Það verður að teljast mjög líklegt". bætti Þrúðurmar við, „er ekki alltaf pláss fyrir mikla aflakónga?" sögðu þeir að lokum. - pket. Reynismenn að slaka á? Reynismenn léku við Sel- foss á heimavelli þeirra síð- arnefndu sl. laugardag. Lauk leiknum með jafntefli, 1:1. Mark Reynis skoraði Ari Haukur Arason. Það er nokk- Það er nokkuð öruggt að úrslitaleikur riðilsins verður milli Reynis og Fylkis og mun hann ráða til um hvort liðið kemst upp í 2. deild að nýju. pket. Skotið á hús í Njarðvík Á fimmtudag í síðustu viku var skotið á tvö hús við Hóla- götu i Njarðvik, Sparisjóðinn og Valgeirsbakarí, og brotn- uðu við það tvær rúður á hvorum stað. Er talið að þarna hefi verið um loftriffil að ræða og er málið í rannsókn hjá lögregl- unni í Keflavik. - epj. Bílarnir okkar eru tilbúnir í ferðalag hvert á land sem er. Áralöng reynsla. Við höfum bíla af öllum stærðum. Hafðu samband. STEINDÓR SIGURÐSSON NJARÐVIK POSTMOLF 100 SIMAR 92-4444 3550 og 2840 Simi3327 Viö bjóöum dömur og herra velkomin. Opiö sem hér segir: Mánudaga - föstudaga kl. 8-23 Laugardaga kl. 13-20 Nýjar perur. Pottþéttur árangur. SJÁUMST! HELGARTILBOÐ FRÁ SAMKAUPUM Kornflögur . 64,20 Gular baunir ... ... 17,15 Makkarónur . 24,30 Spaghetti ... 24,80 Cranberry sulta .. . 35,95 Niðursoðin Bakaðar baunir .. . 17,90 paprika ... 35,60 KJÖTSEL Stórlækkað verð á svínakótelettum, nú aðeins kr. 258 kr. pr. kg. Flesksteik, aðeins kr. 135 pr. kg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.