Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.09.1984, Side 8

Víkurfréttir - 27.09.1984, Side 8
8 Fimmtudagur 27. september 1984 VÍKUR-fréttir „Nú Ijósmyndun hug minn allan“ - segir Grétar Grétarsson, innheimtustjóri og ,,dellukari“ með meiru ( þessu blaði hefst nýr þáttur göngu sína. Nefnist hann ,,FR(- STUNDIN". ( Þessum nýja þætti er stefnt að því að hafa viðtöl við fólk um áhugamál þess, þ.e. hvernig það vertíma sínum í frístundum. Sá sem fyrstur verður fyrir valinu er Grétar Grétarsson, innheimtu- stjóri í Sparisjóðnum í Keflavík. Grétar er einn af þessum „dellukörl- um“, hefur prófað nánast allt. Hann er þvi verðugur fulltrúi þeirra sem kunna að verja frí- stundum sínum á marg- víslegan hátt. Við höfum þetta ekki lengra, heldur drífum okkur í viðtalið. Fyrsta spurningin er auðvitað: Hvað geriri þú í frístund- um þínum: ,,Nú sem stendur á Ijósmyndun hug minn í svona stellingu „stúderar" Grétar Grétarsson. allan'', segir Grétar. ,,Ég er í Ijósmyndaskóla, ,,New York Institute of Photography" og er náminu þannig háttað að ég fæ námsefnið á kassettum og í bókum. Síðan tek ég skriflegt próf og verklegt og sendi svo hvort tveggja út. Niðurstööurnar fæ ég svo á kassettu til baka þar sem tekið er fyrir hvað hefði betur mátt fara og hvernig hefði átt að bera sig að því. ( náminu er farið inn á öll svið Ijósmyndunar, myndatökur úti sem inni, framköllun og svo framvegis. Stærsti kost- urinn við þetta nám er það, að maður ræður ferðinni alveg sjálfur. Það er nauðsynlegt í hobbíi". Fiskimjölsverksmiðja til fyrirmyndar Lengi hafa forráðamenn i að ekki sé hægt að hafa fiskimjölsverksmiðja reynt þrifalegt í kringum verk- að koma fólki i skilning um | smiðjur þeirra. Alla vega Snyrtimennska er i tyrirrúmi hjá Fiskimjöl og Lýsi hafa þeir verið frekar tregir að snyrta í kringum sig, for- ráðamenn Fiskiðjunnar sál- ugu í Keflavík/Njarðvík og hjá Nirði hf. í Sandgerði. Og nú hefur enn ein bræösla, Strandir á Reykjanesi bæst í hópinn, þar sem sama skoð un ræður ríkjum. Ein verksmiðja er þó hér á Suðurnesjum þar sem annað er uppi á teningnum, og þar er snyrtimennskan svo sannarlega í fyrirrúmi. Er þetta hjá FiskimjÖI og Lýsi hf. í Grindavík, en þó ótrúlegt sé, ef mið er tekið af hinum verksmiðjunum, þá er þetta hægt, eins og sést á meðfylgjandi mynd. SON^ Hafnargötu 38 - Keflavik - Simi 3883 Fiskiðjutankarnir fluttir Á fimmtudag og föstudag isiðustu viku voru tveir lýsistank- ar sem voru áóur i eigu Fiskiðjunnar, fluttir af fyrrum at- hafnasvæði verksmiðjunnar i Keflavik og yfir á athafna- svæði Valfóðurs við Njarðvikurhöfn. Valfóður er eins og kunnugt er meltuverksmiðja og verða tankarnir þvinotaðir við framleiðslu á meltunni. Meðfylgjandi myndir sýna flutning á minni tanknum, en hann var fluttur á föstudag og sýna þær hversu mikið fer- tiki þar var á ferð. Það var Haukur Guðmundsson sem ann- aðist flutningana með aðstoð lögreglu. - epj. \>íkur - FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ -

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.