Víkurfréttir - 20.12.1984, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 20. desember 1984
VÍKUR-fréttir
Endur-endurfundir
Sukkara
Dansleikur verður haldinn á Glóðinni,
fimmtudaginn 27. des. frá kl. 23 - 03. Miða-
sala hjá Guðna s. 3776 og Gylfa s. 2135.
SUKKARAR! - SJÁUMST SÆTIR, ÞAÐ
KÆTIR.
Undirbúningsnefndin
Fjölbrautaskóli
Suðurnesja
Öldungadeild
Eftirtaldir áfangar eru í boði á vorönn 1985:
Bók 103 - 203
Dan 102 - 103 - 202
Efn 103
Ens 102 - 103 - 202 - 203 302 - 332 - 402
Fél 103
Fra 103 - 203
Grt 103
Hag 103
Hei 102
ísl 102 - 103 - 202 203 - 353
Mæl 102
Rús 103
Sag 103 - 202
Sál 103
Stæ 102 - 103 - 202 203 - 212
Töl 103 - 203
Vél 101 - 202 - 302
Þýs 103 - 203 - 502
Tilskilin er lágmarksþátttaka.
Skráningu lýkurföstudaginn 21. desember
1984.
Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 9-16,
sími 3100.
Nemendur verða síðan boðaðir með aug-
lýsingu á annarbyrjun.
Skólameistari
Eirikur Hermannsson, fulltrúi Vikur-lrétta, ásamt verðlaunahöfunum. F.v.: örn ÚlfarSæv-
arsson, Jóhann Sv. Konráðsson og Jóhanna Helga Oddsdóttir.
Jólaritgerðir
Fyrirskömmu fóru Vikur-fréttir þess á leit við nem-
endur 5. bekkjar i Myllubakkaskóla, að þeir settust
niður og skrifuðu ritgerð. Ritgerðarefnið átti að
tengjast jólunum á einhvern hátt, jólasaga eða end-
urminning, sannleikur eða skáldskapur. Þrátt fyrir
skamman fyrirvara bárust um 20 ritgerðir og af þeim
völdum við þrjár til birtingar. Höfundunum þrem var
siöan veitt bókagjöf i verðlaun, en hinum þökkum við
fyrir þátttökuna. Fyrstu verðlaun hlaut Örn Úlfar
Sævarsson fyrir Jólasögu, en aukaverðlaun þau Jó-
hanna Helga Oddsdóttir og Jóhann Sv. Konráðsson.
Við óskum þeim til hamingju og vonumst til að þetta
megi vera þeim hvatning til frekari afreka á sviði
skáldskapar. - ehe.
1. verðiaun:
JÓLASAGA
eftir Örn Úlfar Sævarsson
Gunnar hét ellefu ára
strákur, kallaður Gunni.
Mamma hans hét Margrét, en
pabbi hansSigurðurogvarsjó-
maður. Einn morgun vaknaði
Gunnar óvenju snemma til að
kveðja pabba sinn sem var að
fara út ásjó. Hann fórfram í eld-
hús og fékk sér snúð og mjólk.
Hann leit á eldhúsklukkuna.
Hún var rúmlega hálf-átta,
þegar mamma hans kom fram
og spuröi: „Ætlar þú með
pabba þínum í Grindavík?"
,,Já“, svaraði Gunni. ,,En þá
Heilsugæslustöð Suðurnesja
Keflavik - Sími 4000
Vaktir heilsugæslulækna yfir hátíðirnar
Helgina 22.-23. des. Stefnir Guðnason
Aðfangadag 24. des. Arnbjörn Ólafsson
Jóladag 25. des. Jón A. Jóhannsson
Annan jóladag 26. des. Hreggviður Hermannsson
Fimmtudaginn 27. des. Jón A. Jóhannsson
Föstudaginn 28. des. Óttar Guðmundsson
Helgina 29.-30. des. Arnbjörn Ólafsson
Gamlársdag 31. des. Stefnir Guðnason
Nýársdagur 1. jan. Hreggviður Hermannsson
verðurðu að flýta þér i fötin'.'.
Gunni fór með pabba sínum
og Jóa frænda. Jói frændi
keyrði þá á rauða bilnum sínum
vegna þess að Fiatinn þeirra
var bilaður. Sigurður var stýri-
maður á togara sem hét Hinrik.
Hann kvaddi Gunna og Jóa og
hélt upp i skipið. Gunni veifaði
pabba sínum lengi. Þegarhann
loks hætti sagöi Jói:
„Komdu, Gunni, ég býð þér
upp á is“.
Svo liðu nokkrir dagar. Nú
voru aðeins 3 dagar til jóla og
Gunni var aö hlusta á kvöld-
fréttir í útvarpinu. Þá kom til-
kynning um að Hinrik KE og
Gaukur VE ættu að láta vita um
sig strax. Hann sagði mömmu
sinni frá þessu. Hún sagði að
það væri áreiöanlega allt í lagi.
En svo reyndist ekki vera.
Eftir tvo daga kom frétt sem
var svohljóðandi:
„Nú í dag bárust tveir björg-
unarhringir að landi í Vest-
mannaeyjum merktir Hinrik
KE. Reynt var að ná sambandi
við skipið en allar tilraunir mis-
tókust. Hafin var leit sem hefur
engan árangur borið, nema
fundist hefur meira brak".
Þessi fregn kom sem reiðar-
slag yfir þau mæðginin.
„Ætli pabbi sé dáinn?" hvísl-
aði Gunni.
„Við skulum bara vona það
besta“, sagði mamma.
Um kvöldið bað Gunni til
Guös um að láta pabba sinn
finnast fyrir jól, svo hann gæti
verið með honum á aðfanga-
dagskvöld.
Aðfangadagur rann upp.
Pabbi Gunna hafði enn ekki
fundist. Þau kveiktu á útvarp-
inu og hlustuðu á fréttirnar. Þá
kom mikil gleðifrétt:
„Allir skipverjar á Hinrik KE
eru fundnir. Þeir fundust í
björgunarbát suður af Vest-
mannaeyjum".
Þá var einnig sagt að þeir
væru mjög vel haldnir, þrátt
fyrir þriggja daga vosbúð og
matarleysi. Klukkan hálf-sex
kom pabbi heim. Hann faðm-
aði þau bæði að sér. Siðan fór
hann og skipti um föt og var til-
búinn klukkan 10 mín. fyrirsex.
Þá var allt tilbúið og þau settust
við borðið og biðu. Loks sló
klukkan sex, og þásagði Gunni
hátt:
„Gleðileg jól“.
Honum fannst þetta bestu jól
sem hann hafði lifað, því nú
hafði hann endurheimt pabba
sinn.
Aukaverðlaun:
GÓÐ JOL
eftir Helgu Jóhönnu Oddsdóttur
Það líður að jólum. María litla
situr við gluggann og horfirútá
sjó. Hún er að bíða eftir pabba
sem er sjómaður á togara og
ætlaði aö reyna að koma heim
um jólin. Mamma er að baka i
eldhúsinu og biöur Maríu að
hlaupa út í búö og segir að hún
geti spurst fyrir um togarann í
leiðinni. María hleypur niður í
búð. Þar hittir hún Jón sem á
togarann og spyr hvenær hann
komi. Hana langar mest til að
fara að gráta þegar hann segir
að togarinn komi kannski
annan i jólum.
Hún borgar afgreiðslustúlk-
unni og hleypur heim. Þegar
þangað kemur fer hún inn ield-
hús og segir mömmu sinni
hvað Jón hafi sagt. Mamma
segir hugreystandi að þetta
geta breyst.
María gengur að glugganum
og lítur út. Það ersnjókoma og
byrjaö að dimma. Hún fer inn í
herbergi að lesa. Allt i einu
kallar mamma:
„María, Maria". Hún hleypur
fram að dyrunum og sér
jólasvein með poka á bakinu.
„Góöa kvöldið", segir hann.