Víkurfréttir - 27.06.1985, Síða 6
6 Fimmtudagur 27. júní 1985
VÍKUR-fréttir
Auglýsingasími Víkurfrétta 4717
STEINSTEYPUSÖGUN
Sögum m.a.:
Gluggagöt,
stiga- og huröargöt,
í gólf og
innkeyrslur.
Föst verðtilboð
Uppl. í síma 38S4.
Margeir Elentínusson
Fjölbrautaskóli
Suðurnesja
Réttindanám
skipstjóra
Á haustönn 1985 hefst kennsla fyrir rétt-
indanám skipstjóra. Námið er ætlað þeim
sem starfað hafa við skipstjórn á undan-
þágu í 24 mánuði hið minnsta miðað við
1. janúar 1985.
Fyrri kennslulotu lýkurfyriráramótog veit-
ir 80 tonna réttindi, en eftir áramót verður
kennt í 9 vikur til viðbótar vegna 200 tonna
réttinda.
Námsstyrkir eru veittir.
Umsóknum ásamt siglingavottorði sé skil-
að til menntamálaráðuneytisins fyrir 5. júlí
n.k.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Skólameistari
NÝTT!
Víðavangsskokk og
ratleikur UMFK
Þessir krakkar eru hér að athuga hvert þau eiga að halda næst í
ratleiknum.
Víðavangsskokk og
ratleikur voru á dagskrá
um síðustu helgi í tengslum
við 17. júní dagskrá. í
skokkinu kepptu 15 manns
og fóru leikar þannig að í
karlaflokki sigraði Gunnar
Schram, í öðru sæti varð
Guðni Gunnarsson og í
þriðja sæti varð Halldór
Halldórsson. I kvenna-
flokki var Halldóra Steina
Garðarsdóttir hlutskörpust
og á efth henni komu
Lovísa Olafsdóttir og
Svanbjörg Jónsdóttir.
Ekki var um keppni að
ræða í ratleiknum heldur
aðeins fjölskylduleik og var
þátttaka í honum mjög
góð.
kmár.
GOLF:
Guðmundur með flest stig eftir 4 Þ-mót
Guðmundur Sigurjóns-
son hefur nauma forystu í
stigakeppninni í Þ-mótun-
um. Hann er með 17 stig að
loknum 4 mótum. Lúðvík
Gunnarsson kemur næstur
með 16,25 og því næst Sig-
uröur Sig. með 14,5 stig.
Úrslit í Þ-mótum 3. og 4
urðu annars þessi:
Þ-MÓT 3:
Með forgjöf
1. Guðjón Einarss. .. 61
2. Lúðvík Gunnarss. . 65
3. Sigurður Friðrikss. 66
An forgjafar
1. Gylfi Kristinss. ... 68
2. Sigurður Sigurðss. 75
3. Páll Ketilss........ 76
NÝTT!
Þ-MÓT 4:
Með forgjöf
Sigurður Jónss. ... 66
Elías Kristjánss. .. 67
Friðrik Jónss 67
Án forgjafar
Gylfi Kristinss. ... 73
Hilmar Björgvinss. 74
Páll Ketilss 77
Hjörtur vann
háforgjafar-
keppnina
Hjörtur Arnarsson sigraði
örugglega í háforgjafar-
keppninni. Hjörtur lék á_60
höggum nettó. Reynir Ól-
afsson varð annar á 66 og í
3. sæti varð Karen Sævars-
dóttir, framtíðar golfmær
GS, á 67 höggum.
Bessi bestur á
þjóðhátíðar-
forleiknum
Bergsteinn Jósefsson
vann nauman sigur í þjóð-
hátíðarforleiknum 16. júní
sl. Bessi fékk 38 punkta.
Steinar Sigtryggsson varð
annar með 37 punkta og 3.
varð Hjörtur Kristjánsson
með 36. Leikið var eftir
Stableford fyrirkomulagi.
pket.
6 slösuðust i 63 umferða-
Málningar-
þjónusta
utan sem
innan, - og
skiltagerð.
Gerum tilboð
ef óskað er.
- málningarþjónusta
Jón
Sigurðsson
Sími 3456
Magnús
Matthíasson
Sími 3639
óhöppum í maí
Skv. mánaðaryfirliti
Umferðaráðs um umferða-
óhöpp í maímánuði sl. urðu
alls 63 umferðaóhöpp i
þeim mánuði á Suðurnesj-
um. Voru 58 þeirra án slysa
en í 5 slösuðust alls 6 manns
þar af 3 meiri háttar.
Skiptingin á þessum 63 er
þannig, að í Keflavík og
Njarðvík urðu alls 32, á
Keflavíkurflugvelli 14, í
Grindavík 8 og annars
staðar á svæðinu urðu þau
alls 9. - epj.