Víkurfréttir - 27.06.1985, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 27. júní 1985 11
Hjálmar Hallgrímsson skorar jöfnunarmarkið gegn Víkingi,
Ólafsvík 1-1. Ljósmyndir: Gulli
legur í þessum riðli finnst
mér og ég vil hvetja menn
til að koma á völlinn".
Hvað um 1. deildar knatt-
spyrnuna?
„Hún er betri en áður
finnst mér. Skemmtilegri
leikir. ÍBK hefur komið
mér svolítið á óvart, hvað
þeir standa sig. Framliðið
er mjög gott og ég held ég
verði að veðja á þá, þótt ég
hafi upphaflega tippað á
Val. En ég hef enga trú á að
Víðir haldi sæti sínu. Við
hverju eiga menn eiginlega
að búast? Þeir eru duglegir
og baráttuglaðir en það
vantar meiri hæfileika í
liðið, því miður. Þetta er
veikara lið en 1. deildar lið,
þótt ég vilji engum svo illt
að falla. - ehe.
Knattspyrna
3. deild:
r
Afram hærra
UMFG
Víkingur ÓL. -
UMFG 1:4
Já, nú er UMFG farið að
nálgast efri hluta riðilsins
eftir tvo góða sigra. Víking-
ar skoruðu fyrst, en Grind-
víkingar jöfnuðu fljótlega
úr vítaspyrnu sem Hjálmar
Hallgrímsson tók og stað-
an í hálfleik var 1:1.
í seinni hálfleik var svo
aðeins eitt lið á vellinum og
þeir Hjálmar, Símon Al-
freðsson og Gunnlaugur
Jónsson skoruðu sitt
markið hver. UMFG átti
þarna góðan leik og virðast
Grindvíkingar nú til alls
líklegir. - ehe.
Verslunin Bára 15 ára:. . —-.-zj
Dálítill stórmarkaður
Allir Grindvikingar
kannast við Bangsa og
Diddu í Bárunni. Þau hafa
rekið verslunina nú um 15
ára skeið og raunar er
afmælisdagur Báru 1. júlí. I
tilefni af afmælinu hyggjast
þau bjóða viðskipta-
vinunum afslátt í afmælis-
vikunni. Það er svona álíka
og að vera boðið í afmælis-
Ný bílaleiga:
RÁS SF.
Nýlega var stofnuð ný
bílaleiga í Grindavík og
nefnist hún Rás sf.
Eigendur eru þeir Einar
Bjarnason, Suðurvör 3, og
Hallgrímur Bogason,
Heiðarhrauni 28. Bílaleig-
an hefur yfir að ráða 2
fólksbílum, Daihatsu og
Mazda. Að sögn Einars
Bjarnasonar er hugmyndin
að reyna að bæta við bíla-
fjöldann innan skamms.
Bílaleigan er opin allan
sólarhringinn og símarnir
hjá þeim félögum eru 8509
og 8497. - pket.
veislu og fá afmælisgjöf,
eða þannig.
Verslunin Bára er til
húsa í nýju og vistlegu hús-
næði við Hafnargötu og
vöruvalið er margbreyti-
legt. Allt frá dæmigerðum
sjoppuvörum upp í
tískufatnað og reiðhjól,
enda eru Suðurnesjamenn
nú óðum að uþpgötva þessa
verslun á sunnudagsrúnt-
inum og viðskiptahópurinn
vex dag frá degi.
Hjónin Guðný Hallgrímsdóttir
Bangsi, eigendur verslunarinnar
„Það er ekki langt síðan
að hringt var úr Garðinum
og spurt um BMX hjól og
að vörmu spori kom hringj-
andinn og náði í hjólið, sem
hann var búinn að leita að
um öll Suðumes", sagði
Didda. „Maður er alltaf að
sjá ný og ný andlit hérna“.
Og þá er bara að minna á
að afmælisvikan erfrá 1.-7.
júlí ogsérstakurafslátturaf
íslenskum vörum verður á
afmælisdaginn sjálfan.
Sjáumst. - ehe.
og Björn Haraldsson, Didda og
Báru.
Allar málningarvörur
á sama stað.
Kiörvarí
mnÉQo
íslensk
uppfinning
- sem á sér enga hliðstæðu
í heiminum . . .
STEINVARI 2000 hefur eiginleika grunn-
málningar. í flestum tilvikum er óþarft að
grunna sérstaklega, þótt um duftsmitandi
fleti sé að ræða.
STEINVARI 2000 þolir rigningu fljótlega
eftir að málað hefur verið.
STEINVARI 2000 þolir að málað sé í kulda,
allt að 10 stiga frosti.
STEINVARI 2000 hefur frábært veðrunar-
og alkaliþol.
Við erum sveigjanlegir
í samningum.
VERSLUNIN
BLÁFELL
Hafnargötu 7 - Grindavík - Sími 8146
EF
þér þykir
vænt um
húsið þitt, þá
notar þú ekki annað
en
STEINVARA 2000