Víkurfréttir - 27.06.1985, Qupperneq 12
12 Fimmtudagur 27. júní 1985
VÍKUR-fréttir
Sjómannastofan Vör:
„Mikið sótt af
aðkomusjómönnum
Það var fremur rólegt hjá
starfsstúlkunum í sjó-
mannastofunni þegar mig
bar að garði. Hádegisösin
búin og aðeins eftir að
undirbúa eftirmiðdags-
kaffið. Eg tók þær Grétu
Jónsdóttur og Berglindi
Demusdóttur tali og spurði
fyrst hvað sjómannastofa
væri eiginlega? Gréta varð
fyrst fyrir svörum. „Þetta
er nú í byrjun ætlað fy rir að-
komusjómenn. Þeir geta
komið hér í landlegum og
farið í bað, spilað billiard
og teflt eða horft á sjón-
varp. Nú svo geta þeir náð
sér í mynd og notað mynd-
segulbandið. Og svo nátt-
úrlega keypt mat og kaffi.
Er þetta dýr þjónusta
fyrir þá?
„Nei, ég held að þetta sé
eitthvað láemarkseiald sem
þeir greiða fyrir t.d. baðað-
stöðuna, en ekkert fyrir
hitt. Þetta eru mikið sömu
mennirnir sem stunda stað-
inn“.
Er þetta mikið sótt?
„Já, þetta er mjög vel
sótt, sérstaklega af að-
komusjómönnum á vet-
urna. Það er opið til 23.30 á
veturna en til 22 á sumrin
sagði Berglind.
Hvernig er matseðillinn
hjá ykkur?
„Það er alltaf boðið upp
á rétt dagsins, sem er svona
„venjulegur" matur og svo
erum við að sjálfsögðu með
grillmat".
Hvað með ferðamenn,
slæðast þeir hér inn líka?
„Já, það er geysimikið
um ferðafólk, sérstaklega
yfir sumartímann. Þá koma
gjarnan hópar og staldra
hér við í kaffi eða mat.
Kynnisferðir eru með
fastan tíma hér í hverri viku
með fulla rútu og einnig er
mikið um að menn séu hér í
fæði, sem eru að vinna að
einhverjum tímabundnum
verkefnum, verktakar og
þ.h.“ sagði Gréta.
„Svo er alltaf eitthvað
um að ferðaskrifstofur
panti mat fyrir hópa svona
tilfallandi“, bætir Berglind
við, „en eins má benda á
það að vegna þess að
mötuneyti verbúðanna eru
BAKARÍIÐ GRINDA VÍK
Geióavollum 17
SIUNDARÞÚ
VAXX4RÆKT?
Með KJÖRBÓKINNI
leggur þú rækt við flárhag þinn
Afgreiðsludömurnar í Sjómannastofunni f.v. Soffía Jóhannsdóttir,
Svanhvít Pálsdóttir, Gréta Jónsdóttir og Berglind Demusdóttir.
lokuð á sumrin er mikið um
að verbúðarfólkið komi
hingað.
Nú fer blaðamaður að
minnast á myndatöku og
eftir miklar hárgreiðslur og
snyrtingar fékkst það í
gegn. Og nú voru allar
fjórar stúlkurnar með.
ehe.
Bókabúð Grindavíkur:
Ný verslun á gömlum
merg
Þegar komið er til
Grindavíkur blasir við á
vinstri hönd nýbygging,
sem fljótt á litið virðist ekki
ennþá orðin mannabústað-
ur eða vinnustaður. Þegar
betur er að gáð eru þarna
tvær verslanir og apótek nú
þegar og von á fleiri versl-
unum.
Bókabúð Grindavíkur
flutti í þetta nýja húsnæði
um mánaðamótin nóv.-
des. Fyrirtækið er 20 ára
gamalt og gróið í bæjarlíf-
inu í Grindavík. Nýja versl-
unin er afar vistleg og
skemmtileg og ég tók
annan eigandann tali
Helgu Emilsdóttur.
Eru Grindvíkingar bók-
elskir?
„Ætli það sé nú ekki bara
eins og gerist um Islendinga
almennt. Ég hef enga aðra
viðmiðun. Það er nú mest
bóksala kringum jólin eins
og annars staðar. En við
erum með leikföng líka og
smávegis af gjafavöru,
og ritföng“.
Alltaf einhver straumur
fólks eins og nú í dag?
„Það er að minnsta kosti
ekkert verra en við reiknuð-
um með. Húsið er
náttúrulega ekki fullnýtt
ennþá, við vonumst eftir að
það verði sem fyrst.
Sparisjóðurinn á hérna
einn hluta af húsinu og
vonandi kemur útibú sem
fyrst hingað. Þá verður
vonandi aukning. Ég held
að það sé öllum fyrir bestu
að húsið nýtist sem best
fyrst“.
„Finnst þér bókin hafa
farið að einhverju leyti hall-
oka í samkeppni við
myndsegulbandaleigurnar?
„Ekki get ég merkt það.
Ekki í bókasölu, það ætti
kannski frekar að spyrja
bókasafnið að því. Ég held
að bókin lifi þetta af. - ehe.
Helga Emilsdóttir við afgreiðsluborðið
H4GTRYGGING HF
HEIÐftRHIWJN110, CRMOVlK, SÍMI8304
Gunnar Vilbergsson
umboösmaöur