Víkurfréttir - 27.06.1985, Page 16
16
Fimmtudagur 27. júní 1985
VÍKUR-fréttir
SN YR Tl VÖRUK YNNING
Guerlain-vika 28/6-5/7
„Hafnir eru
alvörulið“
- segir þjálfarinn
íi SJ
GÓLF-
SLÍPUN
TÖKUM AÐ OKKUR STEYPUVINNU,
JÁRNALÖGN OG GÓLFSLÍPUN.
- Föst tilboö. -
Uppl. gefur Einar í síma 3708.
100 m hlaup kvenna. Hafdís Hafsteinsdóttir (K) t.v. og Birgitta Guðjónsdóttir (S) t.h. komu á sama
tíma í mark, 12,7 sek., en Birgitta var sögð sjónarmun á undan. Hvað finnst þér?
Bæjarkeppni í frjálsum
lbrottum Selfoss 79 stig - Keflavík 61 stig
UMFK hefur endur-
vakið bæjarkeppni Kefla-
víkur og Selfoss í frjálsum
íþróttum, en sú keppni
hefur legið niðri nú um
langt árabil. Áhugi á
frjálsum íþróttum fer nú
mjög vaxandi í Keflavík og
upp er kominn allgóður
kjarni efnilegs íþróttafólks
sem fer eflaust að láta að sér
kveða í íþróttalífinu
hérlendis. Árangur þeirra
hefur nú þegar vakið
athygli og má þar nefna
hlaupaafrek Más Her-
mannssonar sem hefur
skipað sér í fremstu röð
langhlaupara.
Endurvakning bæjar-
keppninnar er einn þáttur í
þeirri viðleitni UMFK að
halda þessu starfi gang-
andi og vonandi fáum við
að heyra góðar fréttir af af-
rekum okkar fólks á
komandi árum. Því miður
tókst ekki að sigra sterkt lið
Selfyssinga í þetta sinn, en
það koma tímar og ráð
seinna til að bæta úr því.
Veður var fremur slæmt
til keppni, sunnudaginn 16.
júní, kalt og hráslagalegt.
Þegar upp var staðið höfðu
gestirnir krækt sér í 79 stig
en heimamenn 61, þrátt
fyrir að Keflvíkingar sigr-
uðu í karlagreinum. - ehe.
Tilkynning vegna
opnunartíma
Sorphauga
Grindavíkur
Sorphaugarnir verða opnir sem hér segir:
Þriðjudaga kl. 13.00 - 19.00
Fimmtudaga kl. 13.00 - 19.00
Laugardaga kl. 13.00 - 16.00
Að öðru leyti ereinstaklingum og fyrirtækj-
um bent á, ef losna þarf við rusl á öðrum
tímum, að hafa samband við byggingafull-
trúa í síma 8777 eða bæjarverkstjóra í síma
8402 Bæjartæknifræðingur
Fyrir Guerlain viðskiptavini: Make á 1 krónu.
APÓTEK KEFLAVlKUR
Jb)--------------------------------
_____Smábátaaðstaðan lagfærð-------------
Nú standa yfir dýpkunarframkvæmdir sunnan svokallaðs
Eyjabakka í höfninni í Grindavík. Ætlunin er að gera þarna góða
smábátahöfn og er þetta liður í því. Dýpkunarskipið Hákur var
þarna að störfum í nokkra daga og var gert ráð fyrir að það lyki
verkinu um helgina. - ehe.