Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.06.1985, Qupperneq 17

Víkurfréttir - 27.06.1985, Qupperneq 17
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 27. júní 1985 17 „Minni Ingólfs“ KÆRI FÚLL Á MÓTI. Þegar nærri því allra snjallasti rithöfundur, sem nú er uppi í Keflavíkur- læknishéraði hristirframúr erminni allt að meters langa grein til að svara „fleipri“ og „rangtúlkunum“ mín- um og annarra, þá er nú ekki nema von að maður lesi. Ekki til að meta stílinn og orðfærið, heldur til að kynnast því írafári, sem gripið hefur um sig í sálar- kirnu rithöfundarins, þ.e. formanns stjórnar HSS og SK, vegna sakleysislegra skrifa minna. Náttúrlega kemst maður _ ekki hjá að sjá hver maður- inn er, sem ræður fyrir- komulaginu og skipulegg- ur það innan stofnunarinn- ar. En það er einmitt það, sem fyrrnefnd grein frá HSS fjallaði um, ásamt þeirri áberandi fyrirlitn- ingu á almennum neytend- um sem birtist í upphafi málsins, óundirritaðri grein í Víkur-fréttum: „Að gefnu tilefni", sem nú hefur verið feðruð. Hún fjallaði um að neytendur skuli vera þægir, hvað sem hag þeirra líður, líklega eins og fé sem relcið er til réttar. Maðurinn sem ræður er formaður HSS, Ingólfur Falsson. Heilsugæslustöð- in á að vísu að vera þýðing- armeiri og er um leið mun dýrari í rekstri heldur en venjuleg rétt. Hvað um það, þessu stjórnar hann að eigin mati sbr. skrif í Víkur-fréttum 20. júní sl. og auk þess tekur hann fram að hann kæri sig ekki um meira „fleipur“ (tvítekið í svar- inu), hótar í lokin „að um frekari skrif verði ekki að ræða hvorki frá læknum né stjórn SK og HSS. Það er að vísu margt alvarlegra en það. Við liggur að formað- urinn hefði getað bætt við tveim rammíslenskum orð- um: „haltu kjafti“. Sérstak- lega vegna þess að honum finnst undirritaður linur í íslensku. Tilefnið er gefið. Sjálfur er hann fær í „flest- an sjó“ að eigin mati, grein- in ber það með sér, sjómað- ur a.m.k. í fyrra lífi ef ekki meir, klár í íslensku og gott ef ekki latínu líka. Ég hélt einmitt að það sem farið hefur úrskeiðis Fleiri hugleiðingar um heilsugæslu Ég get ekki orða bundist yfir þeim skrifum, sem átt hafa sér stað um heilsu- gæslu Suðurnesja, þar er allt fundið henni til foráttu, þó verið sé að reyna að koma skipulagi og reglu á hlutina. Það ætti að verða þægilegra fyrir lækna og aðra aðila , ef regla er komin á hlutina. Ekki er vinnuálagið svo lítið, þar sem fólkinu fjölgar sífellt, en læknum ekki að sama skapi og ætlast er til að þeir vinni allan sólarhringinn. Þess vegna ætti fólk að virða þær reglur, sem settar hafa verið t.d. um tíma- pantanir, nema ef um slys eða bráð veikindi sé að ræða. Símatímarnir eru mjög góðir, þó ekki sé hægt að afgreiða hvað sem er gegn um síma. Það er mikils virði fyrir lækni að fá sjúkling til að koma á stöðina, þar sem tæki eru fyrir hendi til skoðunar. Það er ekki hægt að ætlast til að gefin séu vottorð og lyfseðlar gegn um síma, þó það hafi nokkuð tíðkast. Það getur verið ábyrgðar- hluti, það segja ekki allir satt um ástand sitt. Það virðist sannast þarna að erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja. Allir virðast sjá og tala um það sem miður fer og rakka niður ef einhver mistök verða, sem alls staðar geta þó skeð, en tala aldrei um það sem vel er gert. Það sannast hér máltæk- ið: „Það sjá allir flísina í auga bróður síns, en ekki bjálkann í sínu eigin auga“. Anna Pálsdóttir 19 árekstrar í síðustu viku 8 teknir grunaðir um ölvun við akstur Fremur rólegt var hjá lögreglunni í Keflavík, Njarðvík og Gullbringu- sýslu í síðustu viku, ef frá eru talin umferðarmálin, en í vikunni var lögreglunni tilkynnt um alls 12 umferð- aróliöpp. Slys urðu engin ef undan er skilið er ekið vará barn á reiðhjóli sl. laugar- dag á Hringbraut í Kefla- vík. Slapp barnið með smá- vægilegt hrufl og var búið að flytja það af slysstað er lögreglan kom á staðinn. Alls tók lögreglan 8 öku- menn grunaða um ölvun við akstur þessa sömu viku, þar af 6 um síðustu helgi. epj. um þjónustuna og lýst var í blaðagreininni 6. júní sl„ stafaði af stjórnleysi, eng- inn einn réði ferðinni eins og hlýtur að vera tekið fram í reglugerðum, heldur kannski allir, HVER í KAPP VIÐ ANNAN. Ef formaðurinn er á- nægður þá er það á þessu stigi hans mál en ekki MITT. Ég held því blákalt fram, að þýðingarlaust sé að eiga við heilbrigðismafíuna. Þar eru allir í samtryggingar- púkki, blindir og heyrnar- lausir fyrir því sem betur mætti fara til heilla fyrir al- menning, en meira hugsað um eigin hag. Aðfinnslum svarað með skítkasti og rembingi og það af fulltrúa fólksins. Þetta gengur fram af hverjum heilvita manni. Að lokum í staðinn fyrir sletturnar, rammíslenskt: Sól ég sá setta dreyrstöfum. Mjög var ég þá úr heimi hallur; máttug hún leist á marga vegu, frá því er fyrri var. Og vona ég að einhvers staðar verði ég fjarri þjón- ustusvæði HSS þegar svo verður fyrir mér komið. Með þökk fyrir birtinguna. 8870-7575, eða Theodór Magnússon Miðgarði 5 230 Keflavík GORI 88 VIÐARVARNAREFNI í SÉRFLOKKI. SLETTIST HVORKI NÉ DRÝPUR, ENDA ER ÞAÐ LEIKUR EINN AÐ BERA Á MEÐ GORI 88. 1 GORI 88 viðarvarnarefnið er árangur langra og strangra rannsókna. GORI 88 er þróað til að vernda viðinn gegn hörðustu veðrum. Járn & Skip Víkurbraut - Sími 1505

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.