Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.11.1985, Side 1

Víkurfréttir - 14.11.1985, Side 1
Brunatryggingar á Suðurnesjum: Allt að 74% lækkun Brunabótafélag ís- lands hefur lækkað verulega öll iðgjöld af brunatrygginum íbúð- arhúsa. Er lækkunin mest á timburhúsum, eða 74%, en 39% ástein- húsum. Þó lækkunin sé alls staðar sú sama, er iðgjaldið misjafnt í sveit- arfélögunum. Fer það eftir brunatíðni í sveitar- félaginu og eru þau því misjafnlega hagstæð áhættusvæði frá sjónar- hóli tryggingafélagsins. Þá er líka tekið tillit til þess hvort viðkomandi sveitarfélag býr yfir góðu slökkviliði eða hvort miklar fjarlægðir eru fyrir slökkviliðið að fara. Af þessum ástæðum er nú eins og áður mis- hátt iðgjald í sveitarfé- lögunum á Suðurnesj- um. Keflavík, Njarðvík, Garður, Sandgerði og Grindavík eru í lægsta flokki og þar er taxtinn 0,14 0/00, en í Vatns- leysustrandarhreppi er hann 0,17 0/00 og 0,26 0/00 í Hafnhreppi. Eftir þessa lækkun eru bæði timbur- og steinhús með sama iðgjald, þ.e. 0,14 0/00 í sveitarfélögunum 5, en þar voru timburhús áð- ur með 0,54 0/00 og steinhús með 0,23 0/00. Lækkunin er því í fyrri flokknum 74% en 39% í þeim síðari. - epj. NÝ LÖGREGLUSTÖÐ Á KEFL A VÍ KURFLU G VELLI - Verða Grœnásblokkirnar seldar til að fjármagna þá byggingu? Á vegum varnarmála- deildar er farið að huga að byggingu nýrrar lögreglu- stöðvar á Keflavíkurflug- velli og hefur verið rætt um að fjármagna þá byggingu m.a. með sölu á íbúða- blokkunum sem ríkið á í Grænásnum. Að sögn Hannesar Guð- mundssonar hjá varnar- máladeild er vitað, að eftir að nýja flugstöðin hefur verið tekin í notkun og nýi vegurinn að henni er kom- inn í gágnið, þarf að færa lögreglustöðina. ,,Um þetta hefur þó enn engin ákvörð- un verið tekin og ekki er fyrirsjáanlegt hvenær það verður“, sagði Hannes. Sagði hann að sama væri varðandi sölu á íbúða- blokkunum þrem sem ríkið ætti í Grænásnum. Á aðalfundi SSS á dög- unum var því slegið fram að Lögreglustöðin á Keflavíkurflugvelli. nota mætti húsin fyrir aldr- aða eða annarra sameigin- legra nota á vegum sveitar- félaganna á Suðurnesjum, því eftir vegarlagninguna verða þessi hús neðan flug- vallargirðingar. - epj. Langþráð lýsing í Njarðvík Langri bið er lokið. Langþráð lýsing er orðin að veruleika í Njarð- vík á kaflanum frá Grænásbrekku að Fitjum.. Ljósm.: pket. Fiskvinnslan að hruni komin - Miklar umrœður um atvinnumál á aðalfundi SSS Miklar umræður urðu um atvinnumál á Suðurmesj- um á 8. aðalfundi SSS á dögunum. I máli Guðmundar Gestssonar, formanns at- vinnumálanefndar Suður- nesja kom m.a. þetta fram: ,,Salfiskverkun Guð- bergs Ingólfssonar hefur verið seld ungum athafna- mönnum, en er ekki rekin með hálfum afköstum sök- um þess að ekki fást afurða- lánaviðskipti í bönkum. Togarinn Ingólfur seldur burt. Togarinn Erlingur seldur burt. Togarinn Sveinborg seldur burt, þrátt fyrir að menn af svæð- inu vildu kaupa Sveinborg- ina og Isstöðina, ef þeim yrði gert það kleift með eðli- legri lánafyrirgreiðslu. Garðskagi hf.: Skip þeirra Happasæll selt burt. Togarinn Gautur leigður til Hafnarfjarðar og aðeins hluti aflans kemur til vinnslu hjá fyrirtækinu. Eg reyndi að ná sambandi við fyrirtækið í dag, án árang- urs, fékk þær upplýsingar að síminn væri lokaður vegna skuldar við Póst og síma. Heimir hf.: Fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta. Heimir KE seldur burt. Helgi S. í eigu Fiskveiða- sjóðs. Vinnslustöðin í eigu Landsbankans. Staða atvinnumála í Grindavík er með þeim hætti að 70% atvinnufyrir- tækja er beint að sjávarút- veg. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig ástandið yrði, kæmi til stöðvunar útgerðarfyrir- tækja þar. Jafnvel í Grinda- vík þar sem fyrirtæki eru byggð á gömlum grunni, hriktir í stoðum“. Þetta var ófögur lýsing hjá formanni atvinnumála- nefndar, en fleiri höfðu til málanna að leggja. I máli Olafs B. Ólafssonar for- stjóra, kom fram að salt- fiskverkun hefur hrapað niður um helming á Suður- nesjum sl. 10 ár. Ólafur Björnsson taldi að mörg fyrirtækin í sjávarútvegi væru að hruni komin. Al- bert K. Sanders taldi að sjávarútvegurinn á Suður- nesjum væri allur að fara í kalda kol. Og svona má mætti lengi telja. Að umræðum loknum voru ályktanir samþykkt- ar og birtast þær annars staðar í blaðinu. - epj.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.