Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.11.1985, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 14.11.1985, Qupperneq 8
8 Fimmtudagur 14. nóvember 1985 VÍKUR-fréttir Opinn fundur í Holtaskóla um áfengismál: „DV er málgagn áfengisauð- magnsins í landinu“ - sagði Hilmar Jónsson, stórtemplar. - - Dómsmálaráðherra einnig óhress með fjölmiðla „DV er sérstakt mál- gagn áfengisauðmagnsins í landinu. Skoðanakann- anir blaðsins eru ekki hlut- lausar. Eg hef rætt við marga sem hafa lent í þess- um könnunum. Það er óskað eftir því að svarið sé fyrir bjór“. Svo mælti Hilmar Jóns- son, stórtemplar og bóka- vörður í Keflavík, á opnum fundi í Holtaskóla um áfengismál sl. fimmtudag. Fundurinn var haldinn á vegum stúkunnar Víkur og Áfengisvarnanefndar Keflavíkur. Frummælend- ur voru Jón Helgason dómsmálaráðherra og Arn- björn Olafsson læknir. Jón Helgason var heldur ekki spar á þung orð til fjöl- miðla, og sagði: ,,Fjölmiðlar virðast draga taum af þeim sem vilja áfengi. Og í blaða- áróðri er ekki verið að hugsa um mannleg örlög heldur eitthvað annað“. I máli Jóns kom fram að kostnaður þjóðfélagsins á þessu ári vegna afleiðingar áfengisneyslu íslendinga yrði 3.6 til 5 milljarðar króna. Af því yrðu bein út- gjöld ríkisins um helming- ur upphæðarinnar, en hinn helmingurinn skiptist á aðra pg síðan framleiðslu- tap. Á Islandi eru í dag 400 vistrými fyrir áfengissjúkl- inga. Kostnaður á einn sjúkling á dag er um 4000 kr. Hér væri því um gífur- lega fjármuni að ræða. Um veitingu vínveitinga- leyfa í sveitarfélögunum sagði Jón að viðhorf ein- stakra sveitarstjórna félli ekki að stefnumótun Sam- taka sveitarfélaga á Islandi og því væri erfitt fyrir ráð- herra að finna lausn á því. Samtökin hafi samþykkt á ráðstefnu sinni að dóms- málaráðuneytið hefði veitt of mörg leyfi. Því hafi ráðu- neytið talið best að vísa málinu í hvert bæjarfélag þar sem áfengisvarnanefnd tæki á málinu. Formaður nefndarinnar í hverju byggðarlagi er skipaður af heilbrigðisráðherra, en aðrir af sveitarstjórnum. Svo sagði Jón: „Eg vona að hægt verði að koma á sam- starfi milli sveitarfélag- anna og dómsmálaráðu- neytisins svo klögumál þurfi ekki að ganga á víxl“. Hinn frummælandinn, Arnbjörn Ólafsson, sagði í ræðu sinni meðal annars, að meðferðarstofnanir hafi ekki borið þann árangur sem skyldi - í raun lítið gagn gert. Fyrirbyggjandi að- gerðir væru það eina sem dygði gegn áfengisbölinu. Arnbjörn beindi spjótum sínum einnig til ríkisins og bæjarstjórna, um að hætta að veita vín í veislum. Ymsir fundarmenn tóku til máls. Skarphéðinn Njálsson, löggæslumaður, „Það er óskað eftir því að svar- ið sé fyrir bjór ..." sagði að fyrir nokkrum árum hefði verið talað um að Suðurnesin væri það svæði sem mest væri um fíkniefni. Sagði hann að þessi mál væru í alvarlegu ástandi á Suðurnesjum enn í dag, og lítið hefði áunnist á undanförnum árum. I Reykjavík væri aftur á móti vel unnið að þessum mál- um. Drífa Sigfúsdóttir, for- maður Félagsmálaráðs Keflavíkur, upplýsti fund- armenn um, að tölur frá því í maí sl. sýndu að 144 Kefl- víkingar hefðu sótt með- ferðarstofnanir frá upp- hafi. Fjöldi íslendinga sem hefðu farið í meðferð væri rúmlega 3600 og meðal- aldur þeirra 36 ár. Skipting kynja væri þannig að af hverjum fimm sem sækja þessar stofnanir væri nú ein kona. Einnig sagði Drífa að þeir unglingar sem ekki stunduðu íþróttir lentu frekar í einhverjum vand- ræðum. Hilmar Jónsson sagði að hið eina jákvæða fyrir æsk- „í blaðaáróðri er ekki verið að hugsa um mannleg örlög . .. “ una á þessu ári hefði verið að leyfa ekki bjórinn. Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarfulltrúi í Keflavík, svaraði því til að bæjar- stjórn Keflavíkur hefði með ráðum og dáðum stuðlað að sem mestri æskulýðsstarf- semi og undir það tók síðan Hjörtur Zakaríasson, bæjarfulltrúi, og sagði æskulýðsmál í Keflavík hafa verið með miklum blóma. Hjörtur sagði að æskulýðsmál eins og íþróttir væru fyrirbyggj- andi og einnig fræðsla, sem hann taldi of litla í skólum á undanförnum árum, en færi þó batnandi. Alnafni ráðherra, Jón Helgason, 18 ára sjómaður úr Keflavík, sagði að á sinni skólagöngu myndi hann aðeins eftir tveimur kennslustundum þar sem alkóhólistar hefðu komið og rætt við kennara og nemendur. Séra Björn Jónsson, sem var fundarstjóri, sagði að eitt stærsta ógæfuspor sem Framh. á 18. síðu Frá fundinum í Holtaskóla um áfengismál. ÞVl FYLGIR ÆTÍD ÖRYGGI AD MALA MED SJAFNAR MALNINGU /, tnsbvnnt • á ve99'. glugga, hurðir, ofna, iVainbpy jnnréttingar, húsgögn o.fl. REX skipa- og þakmálning hefur frábæra eiginleika sem vörn á tré og járn, gegn vatni, veðri og hvers konar sliti. URETAN og E-21 GÓLFLÖKK Tvenns konar gólflökk, til notkunar í heimahúsum og á vinnustöðum. CDet LÖKK: MET HÁLFMATT LAKK MET HÁGLANSLAKK MET VIÐARLAKK MET VÉLALAKK MET VÉLAGRUNNUR POLYTEX er mött, áferðarfalleg plastmálning aöallega til notkunar innanhúss. POLYTEX er auðveld í meðförum, þornar fljótt, þekur vel og er laus við alla óþægilega lykt. JÁRN&SKIP Vikurbraut 15 Siml 1505 , GÓLFTEX í vinnusali, frystihús, bifreiða- geymslur, íþróttamannvirki, þvottahús og fleira. FJÖLMYNSTUR-málning er samheiti fyrir málningartegundir sem mynda upphleyþta áferð og sem hægt er að mynstra á ótal vegu. Opnar óteljandi möguleika fyrir hugmyndaríka hönnuði. FLÖGUTEX á veggi sem mikið mæðir á. ■*++ * _ RN & SKIP Vikurbraut 15 Simi 1505

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.