Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.11.1985, Síða 11

Víkurfréttir - 14.11.1985, Síða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 14. nóvember 1985 11 _Í_________I____ Freyr Sverrisson í baráttu við Skagamann. FREYR I STUÐI í góðum sigri ÍBK á ÍA Snilldrataktar Freys Sverrissonar á lokamínút- um leiks ÍBK og ÍA í 3. deild handboltans tryggðu Keflvíkingum sigur eftir mjög jafnan og spennandi leik. Lokatölur urðu 27:21 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12:12. Þegar seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður var staðan 20:19 fyrir Skaga- menn. Þá tóku Keflvíking- ar ótrúlegan lokasprett og skoruðu átta mörk á móti aðeins einu. Þennan loka- kafla var Freyr Sverrisson allt í öllu hjá ÍBK og skor- aði m.a. 3 mörk í röð, öll úr hraðaupphlaupum. Freyr tók besta mann IA úr um- ferð, Pétur Ingólfsson, en gaf sér þó tíma til að líta af honum augum og fiska boltann tvívegis af Skaga- mönnum í sókninni, og skora úr hraðaupphlaup- um. Keflvíkingar léku þenn an leik vel, leiddu mest allan tímann. IA komst þó í byrjun í 2:0 en IBK svaraði að bragði og komst í 6:3. IA jafnaði, en IBK komst aftur í 3ja marka forskot 9:6. Skagamenn jöfnuðu enn á nýjan leik og þannig var í hálfleik, - 12:12. Síðan skiptust liðin á að hafa forystu þar til að/rá- bærum lokakafla IBK kom, sem áður er lýst. Auk Freys léku þar stór hlut- verk bæði Gísli Jóhanns- son og Elvar Sigurðsson, mjög ógnandi báðir tveir. Einnig var skemmtilegt að sjá til þeirra Freys og Jóns Olsen í hornunum, en þeir gáfu boltann á milli og skoruðu til skiptis. Sigurð- ur Björgvins var á línunni og stóð sig vel. Skagamenn tóku Theódór þjálfara IBK úr umferð í seinni hálfleik, en þeir réðu ekki við Kefl- víkingana sem létu boltann ganga vel í sókninni og opnuðu oft vörn ÍA upp á gátt. Lokakaflann gekk ekkert né rak hjá Skaga- mönnum og ef þeir komust inn fyrir þá sá Magnús Jónsson um þá í markinu, en hann varði oft mjög vel, sérstaklega í lokin. Mörk ÍBK: Freyr 7, Elvar 7, Gísli 6, Theódór 4, Ein- varður, Sig. Björgvins og Jón Olsen eitt hver. Pétur skoraði mest hjá ÍA, 9 mörk. - pket. /----------------------\ Freyr Sverrisson ÍBK: „Handboltinn á uppleið“ „Ég er mjög ánægður með þennan sigur, því Skagamenn eru alltaf erfið- ir viðureignar. Sérstaklega var seinni hálfleikur góður, en þá tókum við líka leik- kerfi sem við létum alveg vera í fyrri hálfleik. Við gátum þó leyft okkur að geyma sumt sem við vild- um ekki sýna Njarðvíking- um á áhorfendapöllunum því við mætum þeim hér heima eftir hálfan mánuð“. Nú hefur Suðurnesjalið- unum gengið vel. Er hand- boltinn á uppleið? „Já, það er engin spurn- ing. Það er mikil alvara í þessu hjá okkur núna og við ætlum að standa okkur. Áhorfendum fjölgar á leikjum okkar og við viljum rífa upp áhugann á handboltanum hér í Kefla- vík eftir áratuga lægð", sagði Freyr Sverrisson. Körfubolti 1. deild: Eyjólfur skoraði sigurkörfu UMFG Grindvíkingar sigruðu Stúdenta naumlega_, 53:52, er liðin áttust við í Iþrótta- húsi Grindavíkur sl. fimmtudag. Staðan í hálf- leik var 30:19 fyrir UMFG. Stúdentar komust yfir í fyrsta skipti í leiknum 52:51 á síðustu mínútunni, eftir að hafa saxað á forskot heimamanna jafnt og þétt. Eyjólfur Guðlaugsson tryggði svo Grindvíkingum sigur þegar nokkrar sek- úndur voru til leiksloka. Reynismenn og UBK áttu að leika sl. sunnudag, en var frestað. Gylfi Þor- kelsson var kallaður í landsliðshópinn fyrir Símon Olafsson úr Fram. Það verður því í fyrsta skipti sem Sandgerðingur leikur landsleik í körfu- bolta. - pket. 2 deild kvenna: r r IBK VANN ÞROTT ÍBK og Þrótturáttust við í 2. deild kvenna strax að leik loknum hjá IBK og IA. Keflvísku stúlkurnar sigr- uðu í leiknum með 19 mörkum gegn 17 eftir að hafa haft yfir í hálfleik 9:7. ÍBK var yfirleitt með forystu í leiknum þó naum væri. Bestar voru þær Guð- björg Finnsdóttir og Una Steins, báðar með 6 mörk. Þurý Þorkelsdóttir skoraði 3, Lóa Bragadóttir 2, Þurý Jónasar 1 og Iris Guðjóns-- dóttir 1. - pket. ÉG ÆTLA AÐ MÁLA ALLAN HEIMINN . . . . . . með gæðamálningunni frá SADOLIN KOMDUÁ lita-BARINN . . . Tölvustýrð blöndunarvél sem gefur ótelj- andi möguleika. JÁRN & SKIP Víkurbraut 15 Sími 1505

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.