Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.11.1985, Page 13

Víkurfréttir - 14.11.1985, Page 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 14. nóvember 1985 13 Samstæður skóli Nokkrir ágætir skóla- menn hér í bæ hafa undan- farnar vikur og mánuði fyllt síður Víkur-frétta með skrifum sínum um skóla- mál. Þessi skrif eru vissu- lega góðra gjalda verð, en þó þykir okkur sumum gæta einkennilega mikillar afturhaldssemi og skamm- sýni í skrifum þessum með tilliti til uppeldis- og kennslufræðilegra þarfa barna okkar. Enginn þessara annars ágætu manna hefur tekið tillit til þarfa nemandans, unglingsins á viðkvæmasta aldursskeiði mannsævinn- ar, þ.e. unglingsáranna, þegar lítill drengur breytist í mann og lítil stúlka í Ók á ljósastaur og slasaðist Aðfaranótt sl. sunnu- dags var bifreið ekið á ljósa- staur við Reykjanesbraut í Njarðvík. Slasaðist öku- maðurinn á fæti og var fluttur á sjúkrahús. - epj. konu, og þau jafnvel í for- eldra. Þá er ætlast til að fari fram skólaskipti. Þeir hafa með réttu bent á þann ótta, hræðslu, kvíða, geig og jafnvel beyg, sem þjakar og þrúgar yngstu nemendur við skólaskipti. En sjá þeir ekki skóginn fyrir trjánum? Hvers á unglingurinn að gjalda? Þegar mest á reynir og mestu máli skiptir hvernig til tekst, blasir fjölbrauta- fordæðan við. Hvernig á að ætla óhörðnuðum unglings- sálum að ganga í gegnum þær vítiskvalir, áþján og sálarkreppu séð frá uppeldislegu, kennslu- fræðislegu, mannúðarlegu, pædagogísku og jafnvel fé- lagsfræðilegu sjónarmiði sem skólaskiptin hafa í för með sér? Þau spor eru svo átakan- lega erfið, að jafnvel hið margra ára uppbyggilega, kennslufræðilega og upp- eldisfræðilega starf hins ágæta heildstæða skóla má sín lítils andspænis frum- skógi hinna ýmsu brauta s.s. uppeldisbrauta, félags- fræðibrauta, framabrauta, reykjanesbrauta og plötu- og ketilsmíðabrauta - fjöl- brautafyrirbærisins. Þar eru engir bekkir heldur svokallað einstakl- ingsnám og þau eru jafnvel felld miskunnarlaust áður en þau hafa komist í and- legt jafnvægi aftur. Ofan á allan þann glundroða og ringulreið sem val þessara brauta veldur litlu kollun- um okkar bætist við BUSA- VÍGSLAN sem frá mann- úðar- og samúðarsjónar- miði ætti að varða við lög. 6 ára í fjölbraut Nei, tryggjum börnum okkar sama kennara frá upphafi til enda, traustan, réttsýnan, víðsýnan, áhuga- saman, hæfileikaprýddan, hugmyndaríkan og fyrst og fremst umhyggjusaman mann, sem fylgist með þroska og framförum barna okkar alla þeirra skólagöngu, verndar þau og leiðir. Hættum öllu tali um langsum og þversum skóla. Við viljum gegnum skóla. Höfum samstæðan skóla sem tryggir börnum okkar þekkingu, framþróun og frið. Forðumst öll skóla- skipti. Höfum einn sam- stæðan skóla frá 6 ára aldri, frá vöggu til vinnu: GRUNNBRAUTA- SKÓLA. Auk þess leggjum við til að ungmenni á Suðurnesj- um fari ekki að þvælast í Háskóla Islands til að lenda ekki þar í þeirri sálar- kreppu, angist og áþján, sem skólaskipti valda. F.h. umræðuhóps. Ráðhildur Fróðadóttir stud. cand. c--------------------------^ Fundur um skólabyggingu Að undanförnu hafa miklar umræður spunn- ist um lausn húsnæðis- vanda grunnskólans í Keílavík og sýnist sitt hverjum. Hér í blaðinu hafa birst greinar eftir menn tengda skólamál- um, en ekki hefur borið á röddum foreldra. Til að gefa almenn- ingi tækifæri til að kynna sér þessi mál hef- ur Foreldra- og kenn- arafélag Myllubakka- skóla ákveðið að boða til almenns félagsfundar, þriðjudaginn 19. nóv- ember kl. 20.30 í Holta- skóla. Forsvarsmenn skólamála verða til stað- ar og svara fyrirspurn- um. Við hvetjum foreldra og annað áhugafólk um skólamál eindregið til að mæta og taka þátt í þess- um umræðum. (Frcttatilkynning) VEGNA FLUTNINGS í NÝTT HÚSNÆÐI SELJUM VIÐ ALLAR VÖRUR VERSLUN- ARINNAR MEÐ 10-50% AFSLÆTTI FRÁ OG MEÐ 15.-28. NÓVEMBER. Gerið góð kaup og verslið á útsölunni hjá okkur. BÚSTOÐ Vatnsnesvegi 14 Keflavík Sími 3377

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.